Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 24
Berum saman fyrirtæki eins og Arion banka og Landsvirkjun. Bæði eiga jafnmikið eigið fé, 200 milljarða króna, og eru þannig séð jafnmikils virði. Tekjur Lands- virkjunar 2015 voru 50 milljarðar, kostnaður 40 milljarðar svo hagn- aður var 10 milljarðar eða 5% af eigin fé (helmingi meiri en árin 2011-2014). Tekjur Arion banka voru 100 milljarðar en 50 milljarðar fóru í bónusa, bílastyrki, afskriftir, ofur- laun og annan rekstrarkostnað svo hagnaður bankans var ekki nema 50 milljarðar eða 25% af eigin fé. Ríkis- stjórnin vill nú einkavæða helst allt sem ríkið á og jafnvel líka banka sem ríkið á kannski lítið í enda vakti fyrri einkavæðing bankanna heimsathygli og sló mörg heimsmet þótt ekki sé miðað við höfðatölu eins og yfirleitt. Eða ætlar ríkisstjórnin að einkavina- væða? Hver er munurinn? Ég hef ákveðið að kaupa Lands- virkjun fyrir 200 milljarða sem er hærra en verðhugmyndir eigenda hennar svo þeir ættu að samþykkja tillboð mitt. Af ástæðum sem óþarfi er að tíunda hér býð ég ekki reiðufé fremur en aðrir heldur 200 milljarða króna skuldabréf (frá Arion banka með veði í Landsvirkjun) sem ber 5% vexti. Ríkið fær þá 10 milljarða á ári eins og áður og ég fæ gróðann af Landsvirkjun sem ég nota til að greiða vextina af skuldabréfinu. Þetta er einkavæðing, ég kaupi fyrir- tækið á fullu fremur en á einkavina- verði og enginn græðir neitt né tapar (í bili allavega). En ég vil græða, líka á kvöldin, enda segja hagfræðingar að ration- alt sé að gera það sem meira er á að græða. Með öðrum orðum, tilgangur lífsins er eigin stundargróði. Hvort ég græði meira á því að hækka mín verð eða lækka fer eftir samkeppni og verðteygni en hér er rationalt að hækka og irrationalt að lækka verð- ið. Vandinn er að 80% orkunnar eru seld á föstu verði (30 milljarðar) til margra áratuga. Af því er alls enginn gróði. Almenningur kaupir svo 20% orkunnar fyrir 20 milljarða og gróð- inn af þeirri sölu er 10 milljarðar. Ég get þá strax tvöfaldað verðið til almennings og þar með þrefaldað gróðann og nettó gróði minn fer úr núlli upp í 20 milljarða á ári. Á leynibankareikning Ég ætla að kaupa Arion banka líka fyrir annað 200 milljarða króna skuldabréf frá Arion banka. Ríkið (sá sem átti bankann) fær þá 10 milljarða á ári eins og fyrir Lands- virkjun og ég fæ gróðann af bank- anum þ.e. 50 milljarða á ári þar til ég hef haft samráð við hina bankana um að tvöfalda þjónustugjöldin og vextina og fæ þá 150 milljarða á ári. 10 milljarðar fara í að greiða mínum eigin banka vexti af láninu sem hann veitti mér til að kaupa sig og 140 milljarða set ég í eigin vasa og svo á leynibankareikning hér á Tortóla þar sem ég ætla að búa við sólarströnd og skattaskjól. Þetta er einkavina- væðing, sem sumir mundu kalla rán, en það er allavega ekki ég sem ræni þannig árlega 140 milljörðum af almenningi í landinu eða þúsund milljörðum á hverjum 7 árum bara með þessum eina banka. Það gera þeir einkavinir mínir sem einka- væddu mér bankann. Það er aug- ljóst, ekki voru það hinir fátæku sem rændu þá ríku í Skírisskógi forðum heldur einkavinur þeirra hann Hrói Höttur. Best ég kaupi Arion banka fyrst. Þá græði ég strax svo mikið (tuttugufalt auðlindagjald af stærstu auðlind þjóðarinnar) að ég eignast hana fljótlega sem og hina bankana og aðrar eigur þjóðarinnar og annarra líka. Þá þarf ég aldrei að hafa samráð við aðra en sjálfan mig og get ein- beitt mér að því að hámarka minn gróða og tap viðskiptavina minna. Til þess þarf ég enn að hækka mín verð. Lögspekingar segja að þjóðin geti ekki átt neitt. Ég skil ekki alveg þá hundalógik en vil eins og þeir að hún eigi alls ekki neitt. Ég vil að umræddir 160 milljarðar á ári fari til mín og ekki til annarra. Síst af öllu til hrægamma eða útlendra vogunar- sjóða. Ég trúi ekki öðru en að áætlanir mínar gangi eftir. Þótt ég sé ekki enn neinn sérstakur einkavinur ráða- manna hér þá býð ég besta verðið og get líka gaukað að lykilmönnum ein- hverjum milljörðum úr bankanum mínum til að vingast við þá. Á nú að einkavæða eða einkavinavæða? Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengis- neyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni ein- staklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaað- gerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengis- neyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefna- vörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildar- innar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræði- legum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingis- menn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í versl- anir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frum- varps. Áfengisfrumvarp er ógn við almannaheill Flestir halda að bankakerfið starfi svona: Almenningur og fyrirtæki leggja peninga inn í bankana gegn vöxtum. Bankarnir lána síðan þessa sömu peninga gegn hærri vöxtum. Vaxtamismunurinn er hagnaður bankans. Ef þetta væri rétt þá ætti viðskiptavinur að hafa upplifað að bankainnistæða hans hafi verið lækkuð svo bankinn gæti lánað út pening. Hvernig ætti bók- haldið að ganga upp ef allir halda sínum fullu innistæðum á sama tíma og bankinn lánar þær? Bankar lána ALDREI sparifé almennings, heldur búa þeir til nýja peninga í hvert skipti sem þeir veita lán. Þegar banki fær lán endurgreitt þá hverfur það úr bókhaldinu og vextirnir sitja einir eftir. Ekki einu sinni okurlánari hefur þetta vald og þess vegna eru bankar ekkert annað en löglegar glæpastofn- anir. Fólk þarf að borga húsnæðið sitt þrefalt, fjórfalt til baka á 25-40 árum með svita sinnar vinnu. Á bak við þessa upphæð var upphaflega ekkert annað en tala stimpluð inn í tölvu og undirskrift lántakandans. Seðlabankar hafa einir vald til að prenta peninga. Þeir vilja fá þessa peninga til baka með vöxtum þegar þeir lána þá bönkum, stundum stjórnvöldum. Allir peningar verða með öðrum orðum til sem skuld. Ef öllum ríkjum heimsins tækist nú dag einn að borga skuldir sínar þá þar með hyrfu peningar. Nema vondu fréttirnar eru þær að skuldir heimsins eru mun meiri en pen- ingamagn í umferð þannig að það er ógerlegt. Bandaríkin skulda bráðum 20.000.000.000.000 dollara og ekki er maður nú að sjá að það muni nokkurn tímann grynnka á þessum skuldum. Skuldir Kína miðað við þjóðarframleiðslu nálgast skuldir Bandaríkjanna (250% vs. 330%). Heilu draugaborgirnar rísa þar bara til að sýna fram á hagvöxt (hagvöxtur knúinn áfram með lántökum). Einu þjóðirnar sem geta hugsanlega unnið sig út úr skuldum eru fram- leiðsluþjóðir eins og Ísland. Það segir sig sjálft að þetta kerfi er ósjálfbært. Það er ætlast til þess að meira komi til baka heldur en er sett inn í það, þ.e. bankar og seðlabankar búa til peninga, lána þessa peninga og fara fram á meiri peninga til baka (lánið plús vextir). Allur auður til bankanna Peningakerfið virkar með öðrum orðum þannig að auður jarðar sog- ast með tímanum allur til bankanna. Almenningur missir húsnæðið sitt, stoðunum er kippt undan velferðar- kerfum, peningur fólks brennur upp á verðbólgubáli. Peningakerfið kallar á eilífan hag- vöxt. Hagvöxtur er oft knúinn fram þannig að gengið er á gæði landsins. Brasilía er sem dæmi stórskuldugt land og sér ekki annan kost til að standa í skilum en höggva regnskóga sína. Landið geymir lungu jarðar og ætti að teljast til forréttindalanda sem ætti að fá algjöra skuldaaflausn. Með sama áframhaldi á eyðingu regnskóga þá verða þeir allir horfnir eftir 40 ár með tilheyrandi útdauða dýrategunda. Peningakerfið er risa- vaxin svikamylla sem er að drepa allt líf á jörðinni. Fólk sem er duglegt að veifa kredit- kortum ætti að hafa í huga að með því er það að gera efnislega peninga óþarfa. Á öllum Norðurlöndunum er stefnt á að hagkerfi framtíðarinnar verði myntlaust. Þegar þetta verður að veruleika þá er fólk komið algjör- lega á vald bankanna. Bankar geta til dæmis gert peninga fólks upptæka til að bjarga sér frá gjaldþroti og/ eða komið á neikvæðum vöxtum. Bankarnir fá þá greitt fyrir að geyma peninga almennings. Ekki getum við í myntlausu hagkerfi geymt pening- ana okkar undir koddanum þar sem þeir ættu með réttu að vera. Það hefur oft verið talað um það að ef allur almenningur vaknaði til vitundar um það hvernig peninga- kerfið raunverulega virkaði þá yrði gerð bylting. Mikið væri nú gott að fá þessa byltingu. Peningakerfið er risavaxin svikamylla sem er að drepa allt líf á jörðinni Að vera með slitgigt er eitthvað sem fáir óska sér. Ekki er búið að finna lækningar við þess- um sjúkdómi. En að minnsta kosti er hægt að skipta út liðamótum þegar brjóskið er orðið ónýtt. Margir þurfa að ganga undir svona liðskiptaað- gerð á mjöðm og hné á efri árum. Þar með lengist það tímabil sem menn geta notið lífsins án þess að þurfa stöðugt að glíma við slæma verki við hvert fótatak. Fyrir 10 árum fékk ég nýja mjöðm og tveimur árum síðar fékk ég nýtt hné. Þetta voru stórar aðgerðir og endurhæfingin löng og ströng. En eftir það gat ég gert flest allt verkja- laust og nýtt og betra líf blasti við. Á þessum tíma var biðin eftir svona aðgerð um 3 mánuðir, þetta var eitt- hvað sem maður gat sætt sig við. Í haust leitaði ég til læknis vegna vaxandi sársauka í hinni mjöðm- inni. Röntgenmyndir voru teknar og ekki fór milli mála að það kall- aði á enn eina liðskiptaaðgerð (sem ég vissi þegar af fenginni reynslu). Þegar ég fékk bréf frá Landspítal- anum rétt fyrir áramót með boð um að mæta hjá sérfræðingi núna í mars var ég mjög glöð og vonaðist að ég kæmist fljótlega í aðgerð. Í dag 10.3. fór ég svo í viðtal hjá bæklunarsérfræðingi á Landspítala. Viðtalið tók varla meira en 5 mín- útur og mér var tjáð að ég væri með slæmt slit – sem ég vissi nú þegar – og þyrfti að fara í aðgerð – sem ég vissi líka. Og ég væri komin á biðlista og biðtíminn væri 8 mánuðir! Mér féllust hendur og það einasta sem ég gat sagt var: „Ertu að grínast?“ Fyrir þetta mátti ég greiða rúmlega 5.000 kr. Hefði ekki verið hægt að til- kynna mér um þessa 8 mánaða bið í síma eða bréfleiðis? Mér fannst að það væri verið að hafa mig að fífli og rukka mig fyrir einhverja „þjónustu“ sem kom mér ekki að gagni. Lífsgæði mín munu vera verulega skert það sem eftir er af árinu. Ég mun halda mér gangandi með því að bryðja verkjatöflur. Ekki mun ég treysta mér til að fara í ferðalög með manninum mínum sem er óðum að ná sér eftir erfiða krabbameinsmeð- ferð og var farinn að hlakka til. Ég er reið og svekkt. Við sem höfum unnið allt okkar líf og greitt samviskusamlega okkar skatta eigum ekki skilið að fá svona með- ferð. Heilbrigðis þjónustan í dag Á öllum Norðurlöndunum er stefnt á að hagkerfi fram- tíðarinnar verði mynt- laust. Þegar þetta verður að veruleika þá er fólk komið algjörlega á vald bankanna. Bankar geta til dæmis gert peninga fólks upptæka til að bjarga sér frá gjaldþroti og/eða komið á neikvæðum vöxtum. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi. Einar Júlíusson eðlisfræðingur Sölvi Jónsson félagsliði og tónlistarmaður Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sand- gerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningar- sviðs Grindavíkurbæjar Úrsúla Jünemann kennari á eftir- launum og leið- sögumaður 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -D 1 C 8 1 C 9 2 -D 0 8 C 1 C 9 2 -C F 5 0 1 C 9 2 -C E 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.