Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 82
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Honda HR-V kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig. ALLT Á SÍNUM FULLKOMNA STAÐ 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. Keppnin fró fram í Stúdentakjallaran-um og staðurinn var troðinn. „Þetta var mjög stressandi, það var alveg fáránlega margt fólk þarna, ég hef aldrei séð Stúdentakjallarann svona pakkaðan,“ segir Hrafnkell Ásgeirsson sem var kosinn fyndnasti háskólaneminn á þriðjudaginn úr sex manna hóp. Í dómnefndinni voru þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA úr Mið-Íslandi. „Ég hef verið svolítið í ræðu- mennsku, var í Morfísliðinu í menntó og hef haldið einhverjar ræður í veislum og svoleiðis,“ segir Hrafnkell spurður út í hvort hann sé vanur að koma fram á sviði. „En að vera með uppistand er allt annað því þú ert miklu berskjaldaðri. Þú færð ekki neitt ákveðið viðfangs- efni, þú skapar það bara sjálfur. Það er auðvitað miklu auðveldara að tala um t.d. eitthvert afmælis- barn, þá segir þú bara sögur af því. En í uppstandi þá ert þú að stýra umfjöllunarefninu og getur ekki notað neitt blað til að styðjast við. Maður þarf bara að vera með efnið á hreinu og það eykur stressið. Ef maður hikar eða klikkar, þá er auðvelt að detta út,“ segir Hrafnkell sem var búinn að æfa töluvert fyrir lokakvöldið. „Það voru auðvitað undankvöld í seinustu viku og þar æfðist maður. En ég var með eitthvað af nýju efni á lokakvöldinu þannig að ég æfði mig eiginlega allan þriðjudaginn og eitthvað á mánudaginn. Þá fór ég aftur og aftur í gegnum efnið. Af og til flutti ég efnið fyrir framan fólk en ég var mest bara einn inni í herbergi að þramma um gólf,“ segir hann og hlær. Hrafnkell byggði uppistandið mestmegnis á sinni eigin reynslu. „Þemað var bara ég sjálfur. Ég tal- aði t.d. um námið og heimsreisuna sem ég fór í eftir menntaskóla sem er eitthvað svo týpískt. Og ég talaði um það að allir vinir mínir eru komnir með krakka, íbúð og bíl en ég á ekki einu sinni hjól.“ Hrafnkell segir langauðveldast að gera grín að sjálfum sér. „Þú getur litið út fyrir að vera hálf hrokafullur og asnalegur ef þú ert að skjóta á einhverja ákveðna samfélagshópa eða einhvern í salnum. En það geta einhvern veginn allir hlegið að því þegar þú gerir grín að sjálfum þér.“ Smá stressaður fyrir föstudeginum Hrafnkell segist alveg geta hugsað sér að halda áfram í uppistandinu og fyrsta skref er að stíga á svið með Mið-Íslandi en það var hluti af verðlaununum. „Ég er að fara að koma fram með þeim á föstu- daginn,“ segir Hrafnkell sem kveðst finna fyrir smá stressi. „En ég gat þetta í gær og þá ætti ég alveg að geta þetta núna. Sér- staklega þar sem ég kann efnið vel núna, ég veit alveg hvað ég er að fara að segja.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf þótt fyndinn segir Hrafnkell: „Tjah, ég hef alltaf verið að grínast eitthvað á Twitter og auðvitað líka í vinahópnum. Þetta er ekkert eitthvað sem ég byrjaði að gera í seinustu viku. Þetta var bara frekar náttúrulegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég skráði mig upphaflega í þessa keppni vegna þess að vinur minn, hann Viktor Jónsson, hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi um daginn og ég aðstoðaði hann aðeins fyrir það. Þá hvatti Viktor mig til að gera þetta sjálfur og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hrafnkell var verðlaunaður með risavaxinni ávísun upp á 100.000 krónur í boði Landsbankans þegar úrslitin voru tilkynnt. „Sko, ég er náttúrulega þessi týpíski fátæki námsmaður þessa dagana. Þann- ig að líklegast fer þetta bara í mat, strætó og bjór. Það er ekki einhver afborgun af íbúð sem ég þarf að borga eða álíka,“ segir hann spurð- ur út í hvað hann ætli að kaupa fyrir peningana. gudnyhronn@365.is Verðlaunaféð fer í mat, strætó og bjór Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppn- inni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum. Hrafnkell er fyndnasti háskólaneminn og fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að stíga á svið með Mið-Ís- landshópnum. Mynd/RagnHilduR láRa WeiSSHappel Þú getur litið út fyrir að Vera hálf hrokafullur og asna- legur ef Þú ert að skjóta á einhVerja ákVeðna samfélags- hópa eða einhVern í salnum. 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r52 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -C 2 F 8 1 C 9 2 -C 1 B C 1 C 9 2 -C 0 8 0 1 C 9 2 -B F 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.