Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 62
Körfubolti Baráttan um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta harðnar með hverri vikunni en í kvöld hefjast undanúrslitin í úrslita- keppni Domino’s-deildar karla. Íslands-, bikar- og deildarmeistarar KR ríða á vaðið á heimavelli í kvöld gegn sterku liði Keflavíkur sem hefur bætt sig mikið með hverjum leik eftir áramót. Í hinni rimmunni, sem hefst annað kvöld, eigast við lið Stjörnunnar og Grindavíkur. Fréttablaðið leitaði til Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Þórs Þorlákshafnar, til að fá álit hans á tveimur undanúrslitaeinvígjunum. „Fyrsti leikurinn hjá KR og Kefla- vík mun segja okkur hvernig þessi rimma verður. Ég tel að það sé sá leikur sem Keflavík þarf að vinna til að eiga möguleika í einvíginu,“ segir Einar Árni. Hann bendir á að síðast þegar Keflavík spilaði í DHL- höllinni hafi liðið verið nálægt því að skella KR-ingum og sé því með sjálfstraustið í lagi. Keflavík skipti um þjálfara á nýju ári og réð Friðrik Inga Rúnarsson, sem hefur styrkt leik liðsins til muna. Sást það einna helst á því að Keflavík gerði sér lítið fyrir og sló sterkt lið Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum, einmitt eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í rimmunni á Sauðár- króki. Jón Arnór erfiður „Ef KR hins vegar klárar þennan leik með sannfærandi sigri þá er það það sem koma skal í seríunni,“ segir Einar Árni. „Það verður líka alltaf KR í hag eftir því sem leikirnir verða fleiri. Keflavík er mun viðkvæmara fyrir meiðslum og villuvandræðum, en KR býr við þann munað að eiga þéttan hóp þar sem vitað er að ákveðinn átta manna hópur mun koma við sögu.“ Einar Árni segir að það sé þó ýmislegt sem geti unnið með Kefla- vík í þessari rimmu, sérstaklega hvað varnarleikinn varðar. „Bak- verðirnir eru hávaxnir og Reggie Dupree er mjög duglegur. Þá hafa stóru mennirnir hjá Keflavík skilað miklu í sóknarleik liðsins í vetur, sérstaklega Amin Stevens. Hann ætti að hafa betur gegn samlanda sínum hjá KR en hann þarf að vinna þá baráttu á báðum endum vallarins. Stevens þarf að spila góða vörn og frákasta vel til að Keflavík eigi von.“ Hann bendir þó á eins og svo margir aðrir hafa gert að KR hefur enn ekki náð að sýna allar sínar bestu hliðar í vetur. „Jón Arnór Stefánsson er til dæmis ekki búinn að sýna okkur hvað hann getur. Það vita allir hversu erfitt það er að eiga við hann þegar hann fer á flug.“ Hægt að stöðva Stjörnuna Einar Árni spáir KR-ingum 3-1 sigri gegn Keflavík en á erfiðara með að spá um sigurvegara í hinni rimmu undanúrslitanna. „Það er auðvelt að spá Stjörnunni, liðinu sem varð í öðru sæti og vann KR tvisvar í vetur, sigri en Stjörnu- menn hafa ekki alltaf verið sann- færandi í vetur. Ég reikna með því að þetta verði dúndureinvígi,“ segir hann. Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar, er einn besti leik- maður deildarinnar og verður það lykilatriði fyrir Grindavík að stöðva hann. Þá hefur Justin Shouse verið öflugur eftir að hann byrjaði að spila eftir höfuðmeiðsli. „Grindavík á sterka menn á móti Hlyni í frákastabaráttunni og Lewis Clinch er frábær varnarmaður sem gæti orðið erfiður viðureignar fyrir Shouse. Stjarnan hefur þó mikil gæði, þess vegna til að fara alla leið og verða meistari.“ Annar jóker í rimmunni verður framlag Stjörnumannsins Anthony Odunsi, sem hefur gengið upp og ofan í vetur. „Maður veit ekkert hvar maður hefur hann en það er ljóst að þetta mun velta mikið á honum. Odunsi þarf að vera stöð- ugur í þessum leikjum, þó svo að hann skili ekki endilega 30 stigum í hverju leik. Stjarnan hefur verið í basli þegar Odunsi hefur verið í meðalmennskunni.“ Einar Árni spáir því að heimavöll- urinn verði mikilvægur í rimmunni. „Ég held að Grindavík taki sína heimaleiki. En ég spyr mig hvort Stjarnan geri það líka. Ég sé fyrir mér hnífjafnan oddaleik í þessari rimmu, þar sem dramatískar loka- mínútur munu ráða úrslitum.“ Viðureign KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upp- hitun hefst með Domino’s-körfu- boltakvöldi klukkan 19.00. eirikur@frettabladid.is Allt undir í fyrsta leik Undanúrslit Domino’s-deildar karla hefjast í kvöld með viðureign meistara KR og Keflavíkur. Stjarnan og Grindavík mætast í hinni rimmunni en hún hefst annað kvöld. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, spáir í spilin. Pavel Ermolinskij sækir hér að Reggie Dupree í leik KR og Keflavíkur fyrr í vetur. Það má búast við mikilli baráttu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. FRéttAblAðið/Anton bRinK Ég held að Grinda- vík taki sína heima- leiki. En ég spyr mig hvort Stjarnan geri það líka. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is JÓLAGJÖFIN í ár? við kynnum arc-tic Retro með keðju Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ AÐEINS: 34.900,- VERÐ FRá: 29.900,- FERMINGARGJÖFIN í ár? arc-tic Retro Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann 3 0 . m a r s 2 0 1 7 f i m m t u D a G u r34 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -B E 0 8 1 C 9 2 -B C C C 1 C 9 2 -B B 9 0 1 C 9 2 -B A 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.