Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 48
• Plöntur plumma sig best í réttu umhverfi. Það margborgar sig að fá ráðgjöf um hvað hentar þínum aðstæðum. • Það er gott að gera áætlun út frá líklegum vexti plantna. Best er að kynna sér hversu mikið tilteknar plöntur koma til með að vaxa. Þannig má reikna út hæfilega fjarlægð þegar þeim er stungið niður. • Það getur verið gott að halda dagbók yfir garðstörfin. Þar er hægt að skrá gróðursetningu, garðslátt, trjáklippingar, hreinsun beða og annað í þeim dúr. Þá getur þú reiknað út hvenær er kominn tími á næstu umferð. Að ári getur þú auðveld- lega rifjað upp hvenær þú fórst í tiltekin verk og komist þannig hjá óþarfa grufli. • Með því að sá og planta ólíkum tegundum hverri í námunda við aðra bætir þú jarðveginn. Víða í garðyrkjubókum og á netinu er að finna ítarlega lista yfir plöntur sem er gott að planta saman. Sumar plöntur sjúga upp tiltekin næringarefni og þá er gott að planta öðrum á móti sem bæta tapið upp. Sumar sam- setningar koma líka í veg fyrir að óværa nái sér á strik. • Ekki láta grænmeti ofþroskast í moldinni. Þá eru líkur á því að ýmis óværa geri vart við sig. Best er að fjarlægja ofþroskað græn- meti um leið og þess verður vart. • Ofvökvun er verri en of lítil vökvun. Það er með öðrum orðum auðveldara að koma lífi í þurra plöntu en að þurrka upp gegnsósa rætur. • Prófaðu að bæta handfylli af moltu við moldina þegar þú plantar blóma- eða grænmetis- afleggjara. Það gefur aukainn- spýtingu. • Það getur sparað þér ómælt ergelsi með því að velja litrík garðverkfæri sem týnast síður í moldinni. Ef þú átt litlaus eldri verkfæri er ráð að mála hand- föngin í skærum lit. Litrík verkfæri týnast síður Garðyrkjustörf eru að margra mati gefandi og tilvalin til að auka við sig útiveru. Fátt er líka fallegra en vel hirtur garður. Það er þó að ýmsu að hyggja við garðstörfin. Hér eru nokkur vel valin ráð héðan og þaðan. Ef verkfærin eiga það til að týnast í garðinum er ráð að mála þau í skærum lit. • Ef þú vilt losna við að burðast með skítug garðverkfæri inn í geymslu er ráð að koma fyrir litlum póstkassa eða annarri hirslu í garðinum og geyma þau þar. Þannig týnast þau líka síður. • Til að losna við svartar sorgar- rendur undir nöglunum eftir garðstörf er gott að klóra í sápu- stykki áður en hafist er handa. Neglurnar eru svo skrúbbaðar með naglabursta á eftir og verða samstundis hreinar. Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is LAGERSALA á kamínumtil 15. apríl Vantar þig kamínu til að hita upp sumarbústaðinn eða bara til að skapa notalegt umhverfi? Vönduð smáhýsi Kynntu þér þær kamínur sem við bjóðum uppá á vefnum www.normx.is eða íttu við hjá okkur í Auðbrekku 6. Diana 10 KW Verð aðeins 39.500 m. vsk NormX framleiðir hér innanlands vinsæl og vönduð smáhýsi sem nýtast við allskonar aðstæður. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynnið ykkur málið. Frá 8-14,9m2. • Gistihús á tjaldstæðum • Gestahús við sumarbústaði • Sumarhús • Geymsluhús fyrir vélsleðann og fjórhjólið • Sæluhús • Skíðakofi • Bátaskýli • Kvenna- og karla salerni á ferðamannastaði • Garðhús • Golfbílahús fyrir tvo bíla • Miðasöluhús á íþróttavelli og ferðamannastaði ÍSLENSK FRAMLEIÐSLAFYRIR ÍSLENSKT VEÐUR Bandaríska arkitektastofan Studio Libeskind hefur verið valin til að hanna 150 metra háan turn sem þakinn er trjám og öðrum plöntum. Turninn, sem ber nafnið Occitanie, á að standa í hjarta viðskiptahverfis Toulouse í Frakk- landi. Studio Libeskind hannaði Occi- tanie-turninn fyrir fasteignaverk- takann Compagnie de Phalsbourg en verkefnið var kynnt á MIPIM fasteignaráðstefnunni í Cannes nýverið. Turninn verður fyrsti skýja- kljúfur hinnar frönsku borgar en áætlað er að hann verði um 40 hæðir. Í honum verða 120 íbúðir, Hilton hótel, rými fyrir verslanir og veitingastaði með víðáttumiklu útsýni yfir borgina. Einnig er gert ráð fyrir 11 þúsund fermetra skrif- stofuhúsnæði. Lögun turnsins verður æði sér- stök en snúningur á byggingunni á að minna á vatnsfarveg Canal du Midi sem rennur um borgina. Turninn mun breyta um ásýnd eftir árstíðum. Bæði breytist gróðurinn auk þess sem silfurlitt yfirborðið breytist eftir birtu og sólargangi. Skýjakljúfur með lóðréttum garði 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -F 4 5 8 1 C 9 2 -F 3 1 C 1 C 9 2 -F 1 E 0 1 C 9 2 -F 0 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.