Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 77
KVIKNAR Á PERUNNI?
– í átt að grænni framtíð
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets:
Hreint rafmagn - íslensk orkustefna.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets:
Verða orkuskiptin kastari eða kerti?
Troels Ranis, Dansk Industri:
Future steps in Danish Energy Policy.
Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi: Parísarsamkomulagið;
brettum upp ermar og gyrðum í brók.
Fundarstjóri: Steinunn Þorsteinsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landsnets.
Landsnet boðar til árlegs vorfundar þriðjudaginn 4. apríl á Hilton Reykjavík Nordica
kl. 9.00-10.30 undir yfirskriftinni Kviknar á perunni.
Skráning á landsnet.is Hlökkum til að sjá ykkur!
DAGSKRÁ
Boðið verður upp á léttan
morgunverð frá kl. 8.30.
Fundurinn verður sendur út í beinni
útsendingu á www.landsnet.is.
Þar verður hægt að senda inn fyrirspurnir
og athugasemdir með myllumerkinu
#kviknaráperunni.
- 25 %
4499 kr.kg
Ungnautalund, Nýja-Sjáland
Verð áður 5999 kr. kg
á dagskrá safnsins á Safnanótt, en
það hlaut sérstaka viðurkenningu
fyrir störf í þágu íslensks máls á
Degi íslenskrar tungu árið 2013. Í
ár hefur slammið fengið andlits-
lyftingu og fer nú fram í nýjum
búningi, en þetta er í fyrsta skipti
sem Ljóðaslamm Borgarbóka-
safnsins fer fram utan menningar-
húsa safnsins. Slammið sækir nú
innblástur til evrópskrar slamm-
hefðar og þátttökureglur bera þess
merki.
Hvað? Fjármál við starfslok
Hvenær? 17.00
Hvar? Íslandsbanka, Hagasmára 3
Gagnlegur fundur um það sem
mikilvægast er að hafa á hreinu
áður en við hættum að vinna.
Rætt verður um Tryggingastofnun,
lífeyrismál, úttekt séreignar-
sparnaðar, skatta og fleira. Frítt er
á fundinn og boðið verður upp á
léttar veitingar. Allir velkomnir!
Hvað? Siðferðilegar spurningar um
dánaraðstoð
Hvenær? 20.00
Hvar? Siðmennt – Félag siðrænna
húmanista á Íslandi, Túngötu 14
Heimspekingurinn Sævar Finn-
bogason ræðir um siðferðilegar
hliðar dánaraðstoðar. Meðal þess
sem rætt verður er: Hver á að ráða
hvort og hvenær manneskja má
deyja? Er hægt að tala um rétt til
að fá aðstoð við að deyja og er sið-
ferðilega verjandi að fara fram á
það við aðra að aðstoða mann við
að deyja? Hvað er í húfi að fólk
geti fengið aðstoð við að deyja á
löglegan hátt? Hvað er til í fótfest-
urökunum gegn dánaraðstoð?
Hvað? Fjölorka til framtíðar
Hvenær? 13.00
Hvar? Hörpu
Málþing um fjölbreytta orku-
gjafa í samgöngum. Skeljungur og
NýOrka taka þátt í verkefni ESB
„Hydrogen Mobility Europe“ og
standa fyrir spennandi og metnað-
arfullu málþingi um nýjar lausnir í
orkumálum, með sérstakri áherslu
á hlutverk vetnis. Fjallað er um
framtíðarþróun á vistvænum
bílum og vistvænum orkugjöfum
í samgöngum. Frítt er á málþingið
en takmarkaður sætafjöldi í boði.
Thomas Thwaites, eða Geitamaður-
inn eins og hann er oft kallaður, er
á landinu og mun hann í dag flytja
opinn fyrirlestur um verk sín í LHÍ.
Thomas er gestakennari í hönnun
við Listaháskólann og kennir um
þessar mundir námskeið í skól-
anum.
Thomas Thwaites er hvað
þekktastur fyrir verkefni sitt A
holiday from being human (Goat-
Man) þar sem hann tók sér frí
frá því að vera mennskur. Hann
lifði meðal geita í Ölpunum í þrjá
daga þar sem hann sprangaði um
á gervilimum sem hann hannaði
sjálfur og gerðu honum kleift að
ganga um á fjórum fótum. Fyrir
verkefnið, sem vakti mikinn
áhuga, fékk hann Ig Nobel-verð-
launin sem eru veitt fyrir óvenju-
legar vísindarannsóknir.
Geitaverkefnið er þó ekki það
eina óvenjulega sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur en hann
reyndi eitt sinn fyrir sér við að
smíða brauðrist frá grunni, hélt sýn-
ingu sem snerist í kringum hjóla-
stuld og hefur velt fyrir sér þeim
óumflýjanlega raunveruleika sem
fylgir því að erfðatækni er eða fer að
verða aðgengileg fleirum en hæfustu
vísindamönnum – í því samhengi
velti hann sérstaklega fyrir sér
hvernig lögregla þyrfti að rannsaka
gen gróðurs í görðum fólks.
Fyrirlesturinn fer fram klukkan
12.15 í dag í Listaháskólanum Þver-
holti 11. – sþh
Fyrirlestur með Geitamanninum
Thomas Thwaites verður með opinn fyrirlestur í LHÍ. Mynd/TiM BowdiTcH
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 49F i m m T U D A g U R 3 0 . m A R s 2 0 1 7
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
2
-A
F
3
8
1
C
9
2
-A
D
F
C
1
C
9
2
-A
C
C
0
1
C
9
2
-A
B
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K