Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 22
Fyrir skömmu var efnt til sérstakr-ar umræðu á Alþingi um fríversl-unarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjand- inn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði lík- lega verið nærtækara fyrir málshefj- anda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmuna- vörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokks- manna er nú á vergangi í tilvistar- kreppu í öðru og nýju flokksbroti. Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í við- skiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Sam- fylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almenn- ings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir for- ystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðar- menn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samn- ingurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utan- ríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisversl- unar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meiri- hluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirr- ar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamnings- ins við Kína sem Össur Skarphéðins- son, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði full- vinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávar- byggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutn- ing á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þann- ig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Rósir í hnappagat jafnaðarmanna Síld og fiskur ehf., sem er kjöt-vinnslufyrirtæki í Hafnarfirði, hefur frá því á árinu 2010 átt í deilum við ríkisskattstjóra um álagningu búnaðargjalds. Deil- unum við ríkisskattstjóra lauk með því að starfsmenn embættisins mættu í vinnu á gamlársdag 2013 til að leggja á félagið búnaðargjald upp á rúmlega 13 milljónir króna. Síðan hefur málið farið fyrir yfir- skattanefnd og síðan héraðsdóm. Félagið hefur alla tíð allt frá fyrstu stigum málsins haldið þeim vörnum uppi að innheimta búnaðargjalds sé andstæð félagafrelsisákvæðum stjórnarskrár Íslands og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Félagið hafi valið að vera aðili að Samtökum iðnaðarins og vilji ekki vera aðili að Bændasamtökum Íslands eða öðrum félagasamtökum bænda. Þann 23. mars sl. tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir sjónarmið Síldar og fisks ehf. og dæmdi álagningu ríkisskattstjóra ólögmæta og í and- stöðu við stjórnarskrá Íslands. Þessi niðurstaða ætti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart því árið 2010 dæmdi Mannréttinda dómstóll Evrópu að álagning iðnaðarmála- gjalds, sem var sambærilegt gjald og búnaðargjaldið, væri brot á mann- réttindasáttmála Evrópu. Hæsti- réttur Íslands komst einnig nýlega að þeirri niðurstöðu í máli 250/2016 að álagning búnaðargjalds bryti gegn stjórnarskránni og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Í þessu máli kristallast tvö grund- vallarálitaefni um lög og rétt á Íslandi sem snúa að framkvæmda- valdinu og löggjafarvaldinu. Annars vegar er það sú afstaða ríkisskatt- stjóra að hann þurfi ekki að horfa til ákvæða stjórnarskrár Íslands í störfum sínum og hins vegar hvort Alþingi geti setið aðgerðarlaust hjá eftir að Hæstiréttur hefur dæmt lög andstæð stjórnarskránni. Þáttur framkvæmdavaldsins Í andmælum Síldar og fisks ehf. á öllum stigum málsins hefur komið fram sú málsástæða að ákvæði bún- aðargjaldslaga stæðust ekki félaga- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisskattstjóri hafnaði í sjálfu sér ekki þeirri málsástæðu en tók ekki afstöðu til hennar því hann taldi sig ekki þurfa að líta til stjórnar- skrárinnar við úrlausn málsins. Það væri ekki á hans verksviði að túlka æðstu réttarheimild íslensks réttar, það væri á verksviði dómstóla. Hvernig getur skattstjóri leyft sér að líta fram hjá stjórnarskránni þegar hann metur lögmæti ákvarð- ana sinna? Er það virkilega svo að stjórnvald þurfi ekki að líta til ákvæða stjórnarskrár Íslands þegar það fellir íþyngjandi úrskurði yfir þegnum þessa lands? Viðhorf ríkisskattstjóra er því miður ekki einsdæmi í stjórn- kerfinu. Það er eins og stjórnkerfið hafi misst sjónar  á meðalhófi og skilningi á því að miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Stjórnvöld virðast oft gefa sér niðurstöðu mála fyrir- fram og andmælaréttur er virtur í orði en ekki á borði. Það er gengið eins langt og hugsast er í beitingu íþyngjandi úrræða og sú framganga réttlætt með því að dómstólar geti þá alltaf undið ofan af ólög- mætum stjórnvaldsákvörðunum. Seðlabanka stjóri er t.d. sagður þeirrar skoðunar að menn eigi að fagna því að sæta ákæru því þá hafi þeir tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Forstjóri samkeppniseftirlitsins hreykir sér helst af því hvað hann hafi sektað fyrirtæki um háar fjár- hæðir. Í búnaðargjaldsmáli Síldar og fisks ehf. vaknar sú spurning hvort það eigi ekki að vera nein eftirmál af því þegar stjórnvald brýtur stjórnar- skrárvarin réttindi borgaranna. Eru t.d. líkur til þess að Síld og fiskur ehf. fái afsökunarbeiðni frá ríkisskatt- stjóra eða fjármálaráðherra? Þáttur löggjafans Alþingi felldi lög um búnaðargjald úr gildi í desember 2016. Það er fróðlegt að skoða röksemdir fjár- málaráðherra fyrir því að fella bún- aðargjaldslögin úr gildi. Ástæðan er ekki sú að búnaðargjaldið brjóti í bága við félagafrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar heldur er ástæðan sögð sú að Bændasamtök Íslands hafi ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem komi í stað bún- aðargjaldsins! Það er varla hægt að segja með skýrari hætti hvernig búnaðargjaldið var hugsað, verst að þessi hugsun er í andstöðu við félagafrelsisákvæði stjórnarskrár- innar. Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að búnaðargjaldslögin hafi verið felld úr gildi í desember 2016 er óréttlætinu enn viðhaldið því lögin halda enn gildi vegna álagn- ingar búnaðargjalds á þessu ári og vegna endurákvarðana fyrri ára. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis hlýtur í framhaldi af þessum dómi sem hér er til umfjöllunar og dómi Hæstaréttar í máli 250/2016 að hafa frumkvæði að því taka til endurskoðunar að ólögin um búnaðargjald, sem Hæsti- réttur hefur sagt vera í andstöðu við stjórnarskrá, haldi gildi sínu á árinu 2017 og vegna endurákvörðunar fyrri ára. Annað væri óvirðing við stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskrárbrot skattstjóra Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreytt- ur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“ Þetta eru venjubundnar lýsingar Davíðs Arnar á tilfinningum sínum og líðan í íslensku skólakerfi. Davíð Örn er yndislegur drengur með Downs-heilkenni. Hann er á ein- hverfurófi og er líka greindur með ADHD, ofvirkni með athyglisbrest. Lyfin sem hann tekur gera lítið gagn. Á hverju kvöldi er öll fjölskyldan, að honum meðtöldum, kvíðin yfir því að hann muni sofna seint og vakna um nóttina. Á eins og hálfs árs tímabili svaf Davíð aðeins aðra hverja nótt en var annars vakandi. Á hverjum morgni er Davíð sendur í skólann þreyttur, pirraður og reiður. Hann mætir reglulega of seint og glatar dýrmætum tíma sem annars hefði verið nýttur í lærdóm. Davíð gengur í Klettaskóla en það er sérskóli fyrir fötluð börn. Klettaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og jafnvel frábær skóli fyrir marga. Hins vegar hentar Klettaskóli ekki Davíð meðal ann- ars vegna þess hvernig hann er uppbyggður og skipulagður. Skóla- dagurinn í Klettaskóla er líkt og í öðrum grunnskólum landsins frá klukkan 08:00 til 13:00. Klukkan 13:00 til 17:00 tekur skólafrístund við. Þar sem Davíð glímir við mikla svefnörðugleika og hegðunar- vanda nýtist honum skólavistin takmarkað til náms. Núverandi skólaumhverfi hentar honum ekki og Davíð býr ekki yfir getu til að aðlagast skólakerfinu. Þetta leiðir til þess að réttur hans til mennt- unar í íslensku samfélagi er í reynd skertur. Davíð býr svo sannarlega yfir getu og færni til að tileinka sér nýja þekkingu ef skapaðar eru réttar aðstæður fyrir hann en allar breyt- ingar og uppbrot reynist honum erfitt hvort heldur sem er heima eða í skólanum. Á leikskólaárunum naut Davíð dagvistunar allan daginn og fékk einstaklingsmiðaða þjálfun á öllum sviðum daglegs lífs. Hann lærði með íhlutun atferlisfræði sem hent- aði honum mjög vel og ýtti undir aukinn þroska og framfarir. Eykur lífsgæðin Hópur foreldra fatlaðra barna, auk þriggja atferlisfræðinga og leik- skólastýru, leiddu saman hesta sína fyrir nokkru og ræddu þann vanda sem er til staðar í skólakerfinu fyrir ákveðinn hóp barna. Ákveðið var að ráðast í stofnun Arnarskóla sem er ætlaður fyrir fötluð börn með fjölþættan vanda. Það sem Arnarskóli hefur upp á að bjóða fyrir Davíð er að hann er byggður upp á heildrænan hátt. Annars vegar með því að flétta saman skóla- og frístundatíman- um, sem skapar Davíð þannig það svigrúm sem hann þarfnast vegna svefnvandamála sem hann glímir við. Þannig er hægt að tryggja að hann fái nægilega margar klukku- stundir til náms þrátt fyrir sína fötlun og sínar sérþarfir. Hins vegar með þeirri heildrænu þjónustu sem verður innan Arnarskóla. Heildræn þjónusta mun felast í því að sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfar og talmeina- fræðingar munu koma inn í skóla- starfið með ráðgjöf og íhlutun. Með þessu verður því minna uppbrot og meiri samfella í lífi Davíðs sem auð- veldar honum athafnir daglegs lífs. Í Arnarskóla verða starfandi atferlisfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum börnum. Allt starfsfólk skólans mun vinna eftir sömu aðferðafræði og tryggja þannig samfellu í vinnu með börnin hvort heldur sem er í skóla- eða frí- stundastarfi. Arnarskóli mun veita börnum skólavist alla virka daga ársins ásamt því að sinna sumar- frístundum. Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjöl- skyldunnar. Þetta snýst ekki ein- ungis um réttindi Davíðs og ann- arra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjöl- skyldna fatlaðra barna í heild sinni. Af hverju Arnarskóli? Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjölskyld- unnar. Þetta snýst ekki ein- ungis um réttindi Davíðs og annarra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna í heild sinni. Full þátttaka í sameigin- legum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda. Gunnar Þór Gíslason fyrrum fram- kvæmdastjóri Síldar og fisks ehf. Í búnaðargjaldsmáli Síldar og fisks ehf. vaknar upp sú spurning hvort það eigi ekki að vera nein eftirmál af því þegar stjórnvald brýtur stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Eru t.d. líkur til þess að Síld og fiskur ehf. fái afsökunarbeiðni frá ríkis- skattstjóra eða fjármálaráð- herra? Guðjón S. Brjánsson alþingismaður Sóley Ósk Geirsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og móðir Davíðs Arnar GLAMOUR fylgir nú með Stóra- og Risapakkanum Kynntu þér málið á 365.is 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -B E 0 8 1 C 9 2 -B C C C 1 C 9 2 -B B 9 0 1 C 9 2 -B A 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.