Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 70
998 kr.pk. Pepsi Max/Pepsi kippa 4x2 L + Freyju Rísegg nr. 4 Páska tilboð! Aase Berg (f. 1967) er sænskt ljóð- skáld, sem einnig skrifar m.a. ess- eyjur og bókmenntagagnrýni. John Crace er enskur rithöfundur, blaðamaður og gagnrýnandi sem heldur úti föstum dálki í The Guardian. Yaa Gyasi (f. 1989) er ættuð frá Gana en ólst upp í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur skín stjarna hennar skært um þessar mundir. Han Kang (f. 1970) er suðurkóreskur rithöfundur og ljóðskáld. Hún hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin fyrir bók sína Grænmetisætuna. Hiromi Kawakami (f. 1958) er einn vinsælasti samtímahöfundur Japans, ljóðskáld, esseyjuhöfundur og bókmenntagagnrýnandi. Etgar Keret (f. 1967) er einn af vin- sælustu rithöfundum Ísraels. Þekkt- ur sem afkastamikill og margverð- launaður smásagnahöfundur. Jonas Hassen Khemiri (f. 1978) er einn mikilvægasti höfundur sinnar kynslóðar í Svíþjóð, þekktur fyrir samfélagslega innsýn, lipurð og dirfsku. Tapio Koivukari (f. 1959) er finnsk- ur rithöfundur sem hefur samið skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit bæði fyrir útvarp og svið. Eka Kurniawan (f. 1975) er einn þekktasti höfundur Indónesíu og var tilnefnd til alþjóðlegu Booker- verðlaunanna í fyrra. Maja Lee Langvad (f. 1980) er danskt ljóðskáld af kóreskum upp- runa sem vakti athygli með fyrstu bók sinni Find Holger Danske. Christine De Luca (f. 1947) er eitt helsta ljóðskáld Skota, en er fædd á Hjaltlandseyjum og hefur sent frá sér sex ljóðasöfn, bæði á ensku og móðurmáli sínu, hjaltnesku. Anne-Cathrine Riebnitzsky (f. 1974) er danskur rithöfundur sem var í danska hernum og fór með honum til Afganistan 2007 og hefur sú reynsla orðið henni að yrkisefni. Esmeralda Santiago (f. 1948) er þekktust fyrir endurminninga- bækur sínar sem m.a. fjalla um þá reynslu að tilheyra tveimur löndum. Fredrik Sjöberg (f. 1958) er sænskur rithöfundur og skordýrafræðingur sem öðlaðist heimsfrægð fyrir bók- ina Flugnagildran. Timothy Snyder (f. 1969) er pró- fessor í sagnfræði við Yale-háskóla hefur gefið út sex bækur sem allar hafa verið verðlaunaðar. Morten Strøksnes (f. 1965) er norskur rithöfundur, blaðamaður, ljósmyndari og hugmyndasagn- fræðingur sem vakti heimsathygli fyrir Hafbókina. The Authors er krikketlið frá Lund- únum, sem einvörðungu er skipað rithöfundum. Meðal leikmanna eru höfundarnir Sebastian Faulks, William Fiennes og Tom Holland. Erlendir gestir á bókmenntahátíð í Reykjavík 2017 Það er stundum sagt að rithöfundur sé ekki búinn að meika það fyrr en hann hefur komið út á íslensku,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmennta- hátíðarinnar í Reykjavík sem verður haldin dagana 6. til 9. september. Þó enn sé langt til hátíðarinnar er listinn yfir erlenda gesti hátíðar- innar þegar tilbúinn og Stella segir að þessi flökkusaga innan bók- menntaheimsins um mikilvægi þess að koma út á íslensku hjálpi þeim stundum við að fá hingað stór og spennandi nöfn víða að. „Helsta einkenni hátíðarinnar í ár má kannski segja að sé mikil land- fræðileg breidd. Við fáum höfunda og skáld frá öllum heimshornum, meðal annars frá Japan, Indónesíu, Suður-Kóreu og Ísrael svo dæmi séu tekin. Auk þeirra koma höfundar frá löndum sem eru okkur betur kunn en það er samt einhver exótískur blær yfir þessu öllu saman. Við leit- um alltaf fanga víða en í raun held ég að þessi breidd skýrist af því að bókmenntir frá þessum fjarlægu löndum eru almennt að gera það gott í heiminum.“ Stella segir að vinsældir þessara höfunda fjarlægra landa byggist í raun einfaldlega á sögunum sem þeir eru að segja. „Bæði er þetta spennandi menningarheimur en svo er í þessum verkum mikil sagna- gleði sem höfðar alltaf til fólks. Les- endur vilja alvöru sögur – stórar sögur, þessi þrá lesenda er til staðar hvar sem er í heiminum. Heims- myndin er svo dökk einmitt núna og við viljum fá að lesa eitthvað sem veitir okkur gleði og ánægju en ekki bara áhyggjur.“ En hvað skyldi einkum freista Stellu sem lesanda af þessum veg- lega gestalista? „Ég er mjög spennt að sjá hvernig Eka Kurniawan frá Indónesíu fellur að smekk lands- manna. Honum hefur verið líkt við bæði Murakami og Márquez og hann er einstakur sögumaður. Hann hefur einkum vakið athygli fyrir skáldsögu sína Beauty Is a Wound (innskot: íslenskur titill ekki kominn), sem kom út á frummálinu 2002 en náði ekki flugi á alþjóð- legum markaði fyrr en árið 2012 þegar bókin kom út á ensku. Síðan þá hefur hann komið út á fjölda tungumála og fer víða. Frá okkur mun hann til dæmis fara á ítalska bókmenntahátíð. Sögusvið hans er Indónesía á nýlendutíma Hollend- inga og bókin mjög skemmtilega skrifuð í alla staði. Svo verð ég líka að nefna Jonas Hassen Khemiri en nýverið kom út á íslensku eftir hann bókin Allt sem ég man ekki. Hann kom hingað á Bókmenntahátíðina árið 2007, þá sem ungur rithöfundur að stíga sín fyrstu skref. Hann hefur sannarlega blómstrað á síðustu árum og því sérstaklega gaman að fá hann aftur núna þegar hann er orð- inn stórt nafn í bókmenntaheim- inum. Það er sérstaklega gaman að sjá unga höfunda koma og fylgjast með ferli þeirra í framhaldinu og Khemiri er frábært dæmi um það.“ Annar höfundur sem gaman er að segja frá hér er bandaríski sagn- fræðingurinn Timothy Snyder. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar um sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld og gaf síðan út bók núna í lok febrúar sem er eins konar viðbragð við breyttri heimsmynd og kosningu Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Bókin heitir On Tyranny: 20 Lessons to Learn from the 20th Century og lætur ekki mikið yfir sér, hún er lítil og stutt, en hún er stórmerkileg og eiginlega bara skyldulesning nú í byrjun 21. aldarinnar. Stella segir að mikilvægi hátíðar- innar sé ekki síst fólgið í því að les- endur fái ferska strauma heimsbók- menntanna beint í æð og sjái það sem efst er á baugi í bókmennta- heiminum. „Fyrir bókaþjóð eins og Íslendinga er dýrmætt að eiga slíka hátíð þar sem saman koma bæði erlendir og íslenskir höfundar, hátíð sem er vettvangur umræðu um bók- menntir og skáldskap. Það er líka mikilvægt fyrir íslenska höfunda að mynda tengsl við erlenda kollega sína og gaman að geta boðið upp á slíkt tækifæri hér í Bókmenntaborg- inni Reykjavík. Hingað hefur ratað mörg stórkanónan og tekið þátt í hátíðinni en ég held að heildarfjöldi höfunda sem tekið hafa þátt í hátíð- inni sé eitthvað á fjórða hundraðið.“ Auk erlendra höfunda taka íslenskir rithöfundar einnig þátt og verður tilkynnt um þá í sumar. Þá stendur hátíðin einnig fyrir sérstöku prógrammi fyrir erlenda bókaútgefendur og það þykir sér- staklega eftirsóknarvert að komast í það prógramm sem verður sífellt vinsælla. Umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú. Fyrst og fremst þykir þessi hátíð sérstök fyrir það hversu greiður aðgangur gesta er að höfundunum sjálfum og í raun öfugt. Höfundur kemur kannski og les fyrir nokkur hundruð manns og í framhaldinu er svo möguleiki á spjalli þarna á milli þar sem nándin er mun meiri en á stórum hátíðum úti í heimi. Stemningin hér þykir einstök og aðrar bókmenntahátíðir úti í heimi líta mjög til okkar hvað þetta varðar. Við höfum meira segja dæmi um það að höfundar hafi heimsótt bókaklúbba og leshringi. Við viljum hvetja leshringi og bókaklúbba til þess að hafa samband við okkur ef þeir hefðu áhuga á því að fá til sín höfund eða að hitta þá innan hátíðarinnar. Þetta hefur gerst svo- lítið af sjálfu sér á síðustu árum og við höfum tekið eftir því hvað höf- undunum finnst þetta skemmtilegt þannig að við viljum gjarnan vinna með þetta áfram öllum til gagns og gleði. Það má hafa samband í gegnum Facebook eða tölvupóst á info@bokmenntahatid.is. Svo kemur alltaf eitthvað óvænt og sniðugt upp í tengslum við hverja hátíð. Það kom okkur skemmtilega á óvart þegar krikketspilandi rithöf- undar frá Englandi höfðu samband og vildu endilega fá að taka þátt. Við kynntum okkur málið og úr varð að við munum bjóða upp á þennan göfuga leik á flötinni við Norræna húsið á septembersíðdegi, jafnvel gúrkusamloku og gin og tónik með.“ Ferskir straumar heimsbókmenntanna beint í æð Þó enn sé langt til haustsins og Bókmenntahátíðar í Reykjavík er þegar búið að ganga frá gestalistanum fyrir erlendu höfundana sem er einstaklega exótískur í ár samkvæmt Stellu Soffíu Jóhannsdóttur. Stella Soffía Jóhannesdóttir framan við Norræna húsið þar sem Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur lengi átt sér athvarf. FRéttaBlaðið/GVa Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Við VilJum hVetJa leShRingi og Bóka- klúBBa til ÞeSS að hafa SamBand Við okkuR ef ÞeiR hefðu áhuga á ÞVí að fá til Sín höfund eða að hitta Þá innan hátíðaRinnaR. 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r42 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -A 5 5 8 1 C 9 2 -A 4 1 C 1 C 9 2 -A 2 E 0 1 C 9 2 -A 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.