Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 52
Jakkinn sem Loji klæðist er úr línunni Upp með sokkana og saumaður af Tönju Levý. Hægt er að panta jakka með eigin nafni. Nudie gallabuxur eru úr 17 í Kringlunni og bolurinn átti pabbi kærustu hans. Bolurinn er nú hans og sá flottasti sem hann hefur átt. MYNDIR/GVA Loji Höskuldsson fæst við útsaum og saumar út hvers­dagslega hluti úr sínu nánasta umhverfi. Hann útskrifaðist úr Listháskóla Íslands árið 2010 og var meðfram námi í alls konar hljómsveitum. „Helsta áhugamál mitt er þó fótbolti. Ég er forfallinn aðdáandi Fram og Aston Villa þannig að síðustu ár hafa verið sér­ staklega erfið fyrir mig.“ Síðustu helgi tók hann þátt í HönnunarMars en þar sýndu hann og Tanja Levý nýja lands­ liðsbúninga sem sækja innblástur í íslenskan hversdagsleika. „Þar sem við höfðum bæði bakgrunn í listum og íþróttum lá beinast við að við myndum vinna saman að íþróttalínu. Úr urðu tillögur að nýjum landsliðsbúningum fyrir íþróttir og listgreinar. Innblástur­ inn er sóttur í íslenskan hversdags­ leika eins og storma sem ganga yfir landið og brauðtertur baðaðar í majónesi.“ Loji mun opna myndlistarsýn­ ingu á kaffihúsinu Reykjavík Roast­ ers 22. apríl auk þess sem hann er að vinna að heimildarmynd um bútasaumsklúbbinn Pjötlurnar frá Vestfjörðum. „Síðan er ég í nýju bandi sem heitir Tilfinningar vina minna og ætli við séum ekki að fara að droppa einhverri löðrandi snilld á netið á næstu dögum.“ Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Mér finnst ótrúlega gaman að blanda alls konar rugli saman, fötum sem ég finn uppi á háa­ lofti og svo einhverjum geggj­ uðum „skinny jeans“ úr einhverri tískubúð. Það finnst mér oft vera eitraður kokteill. Hvenær fékkstu áhuga á tísku? Í 10. bekk fór allt í einu að skipta mig einhverju máli í hverju ég klæddist. Þá var allt tínt til til að setja fram eitthvert „statement“ um hver ég væri og hvert ég ætlaði að fara í lífinu. Munurinn þá og nú er kannski aðallega sá að ég get keypt mér dýrari hluti en þegar ég var 15 ára. Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég mundi ekki segja að ég væri sá besti í heiminum að fylgjast með nýjustu straumum. Ætli ég fylgist ekki mest með tískunni þegar ég er niðri í bæ og flottasta lið landsins er að sýna sig þar og sjá aðra. Þar fæ ég minn helsta innblástur. Einnig slysast eitt­ hvað inn í kollinn á mér frá tónlistarmyndböndum. Áttu uppáhalds versl­ anir? Ég læt mig oft dreyma um að eignast eitthvað úr Kron Kron og svo er alltaf geggjað að kaupa á sig spariföt í Kormáki og Skildi. Einn­ ig er gamli góði Rauði krossinn alltaf tryggur við mig. Annars er það Urban Out­ fitters í útlöndum og verslanir með notuð föt, ég elska að finna eitthvað þar. Hverjir eru uppá­ haldshönnuðir þínir? Ég verð að segja Tanja Levý. Áður en ég fór að vinna með henni fannst mér allt sem hún gerði vera eitthvað sem ég sæi sjálfan mig klæðast. Sigrún Halla Unnarsdótt­ ir gerir líka svo falleg föt, ég held að ég myndi gifta mig í einhverju frá henni! Svo verð ég að viðurkenna að ég veit ekki mikið hvað þessir erlendu hönn­ uðir heita en þeir eru eflaust margir sem ég ætti að tékka á. Áttu uppáhaldsflík? Mér áskotnað­ ist gömul Millet­úlpa sem fannst við tiltekt. Vinkona mín, Hrafn­ hildur Helgadóttir, hringdi strax í mig og spurði hvort ég væri til í að eignast gripinn. Ég var ekki lengi að ákveða mig og núna er þetta hlýjasta úlpa sem ég hef nokkurn tímann átt. Bestu og verstu kaup? Ein bestu kaupin voru svartar Nudie­buxur sem ég keypti í 17 um daginn. Ég stúta gallabuxum á þremur á mán­ uðum en þessar er hægt að senda í viðgerð ókeypis. Verstu kaupin voru einhverjar gallabuxur sem ég fann í Rauða krossinum. Ég vissi í búðinni að ég myndi ekki passa í þær en ég keypti þær samt. Þegar ég kom heim og ég ætlaði í þær þá passaði ég auð­ vitað ekkert í þær auk þess sem þær voru bara ekki eitt­ hvað sem ég var að sækjast eftir. Eitraður kokteill Hversdagslegir hlutir koma við sögu í útsaumi Loja Höskuldssonar sem finnst ótrúlega gaman að blanda alls konar rugli saman í klæðaburði sínum. Mamma hans gaf honum Hawaii­ skyrtuna og prjónaði sinneps­ gulu lopapeysuna. Millet­úlpuna góðu, uppáhaldsflíkina sína, erfði hann frá Akureyri. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 „Betri” gallabuxur = þessar má nota í vinnuna - stretch og háar í mittið Verð 12.900 kr. - snið: regular - stærð: 34 - 52 Litur: blátt, svart, kremhvítt - 3 síddir: 76 + 83 + 89 cm. Litur: brúnt - 2 síddir: 76 + 83 cm. Litur: dökkrautt, grænt, sandgrátt - 1 sídd: 83 cm. Einnig til: - snið: slim Litur: svart, kremhvítt, sandgrátt Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn- du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland. Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Ma nleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þes sem farið er í vettvangsferðir. msögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri U sögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -E F 6 8 1 C 9 2 -E E 2 C 1 C 9 2 -E C F 0 1 C 9 2 -E B B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.