Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 12.–15. febrúar 20164 Fréttir Send til Ísafjarðar Kona á níræðisaldri var send frá Reykjavík til Ísafjarðar með sjúkraflugi í vikunni án þess að aðstandendur hennar væru látnir vita. Þetta segir Birna Mjöll Atladóttir. „Ég hringdi ansi reið niður á deildina í gær og þá var ég upplýst um að það hefði verið ákveðið á einhverjum „flettifundi“ að senda hana til Ísafjarðar,“ segir Birna Mjöll en fjöl­ skyldan er frá Patreksfirði þar sem móðir hennar er búsett. Þó á hún marga aðstandendur í Reykjavík. Móðir Birnu fótbrotn­ aði fyrir skömmu og þurfti því að fara til Reykjavíkur í aðgerð. Systir Birnu ætlaði að heim­ sækja móður sína í gær en greip þá í tómt að sögn Birnu og eftir talsverða eftirgrennslan kom í ljós að hún var á Ísafirði. Birna segir að það hefði verið skömminni skárra að senda hana til Patreksfjarðar, en annar veikur maður flaug með sjúkra­ fluginu og var millilent í Bíldu­ dal til þess að koma honum til Patreksfjarðar. Birna Mjöll segist hafa spurst fyrir af hverju móðir sín hafi ekki verið send til Patreksfjarðar, en þá fengust þau svör að þar væri ekki sjúkrahús, heldur einung­ is sjúkraskýli, sem er ekki rétt. Það tekur fjölskyldu Birnu 8–10 tíma að komast fram og til baka til Ísafjarðar. n Tímabundinn skortur á lyfjum en ekki neyðarástand n Hvimleitt fyrir sjúklinga S kortur á lyfjum hérlendis er viðvarandi en yfirleitt tímabundinn. Hjá stærsta lyfja dreifingarfyrirtæki lands­ ins hefur vantað 5–10% allra vörunúmera lyfja sem eru á skrá síð­ ustu tvö ár en meðal biðtími er 14– 17 dagar. Ekki er um neyðarástand að ræða en skorturinn skapar yfir­ leitt hvimleið vandamál fyrir lyfja­ fræðinga og sjúklinga. Hins vegar koma endrum og eins upp alvarleg tilvik þegar skortur er á lífsnauðsyn­ legum lyfjum. Mat Lyfjastofnunar er að allir hlutaðeigandi séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra skort og leysa fljótt og vel úr þeim tímabundna skorti sem upp kemur. Ósáttir lyfjafræðingar Augljóslega kemur lyfjaskorturinn mest niður á sjúklingum, sem þurfa oft á tíðum að fara á nokkra staði til þess að nálgast nauðsynleg lyf. DV hringdi í nokkur apótek til þess að fá álit þeirra sem í þeim starfa. „Það er stór hluti starfsins farinn að snúast um það að hringja í önnur apótek og kanna hvort lyfin séu til þar,“ segir lyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki. „Ástandið er gjörsamlega óþolandi,“ segir kollegi hennar hjá Apóteki Garðabæjar og bætir við að það sé séríslenskt. „Ég starfaði í Þýskalandi í þrjú ár og þar vantaði einfaldlega aldrei lyf,“ segir hann. Annar kollegi hans hjá Lyfjum og heilsu, vestur í bæ, tekur undir að ástandið sé „hræðilegt“ og segir það sérstaklega hvimleitt að erfitt sé að treysta á dagsetningar einstakra lyfja á biðlistum fyrirtækj­ anna og því sé erfitt að veita við­ skiptavinum haldbærar upplýsingar. „Það er gefin upp ákveðin dagsetn­ ing og þá hef ég brennt mig á því að upplýsa viðskiptavininn um að varan verði að öllum líkindum til fljótlega. Svo frestast það hjá dreifingaraðilan­ um og viðskiptavinirnir eru eðlilega ekki sáttir við það,“ segir hann. Óviðráðanlegar aðstæður Tvö fyrirtæki eru með tögl og hagldir varðandi dreifingu á lyfjum hérlendis. Annars vegar er það fyrirtækið Distica, sem hefur um 70% markaðs­ hlutdeild hérlendis, og hins vegar Parlogis. Þessi fyrirtæki flytja sjálf inn lyf en dreifa einnig fyrir önnur fyrir­ tæki, til dæmis dreifir Distica fyrir Actavis. Hægt er að nálgast biðlista fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 185 vörunúmer lyfja á biðlista hjá Distica en daginn áður, miðvikudag, var um að ræða 206 lyf. Alls býður Distica upp á 3.300 vörunúmer lyfja og því hafa 5,6–6,2% þeirra lyfja sem eru í boði verið á biðlista undanfarna tvo daga. Að sögn Gylfa Rútssonar, fram­ kvæmdastjóra Distica, getur ýmislegt komið upp á varðandi innflutning á lyfjum og oft koma upp óviðráðan­ legar aðstæður. Til dæmis sé illvið­ ráðanlegt þegar framleiðandi á til­ tekið lyf ekki til og þá setja vandræði við flutninga oft strik í reikninginn. „Janúar var mjög slæmur hjá okkur en þá voru um 290 vörunúmer lyfja á bið en núna er 181 vörunúmer á bið, sem er þó ekki nema um 5,5% af þeim vörunúmerum sem við erum að dreifa. Það helgast að stærstum hluta af því að framleiðendur gátu ekki af­ hent það magn sem pantað var ásamt hremmingum í flutningum, skip urðu vélarvana í mánuðinum og eldur kviknaði um borð í einu skipanna,“ segir Gylfi. Gæðamálin fyrirferðarmikil Gylfi bendir á að flutningur lyfja sé vandasamur, þar sem gæðamálin séu fyrirferðarmikil og til dæmis sé mikil­ vægt að varan sé flutt við rétt hitastig alla aðfangakeðjuna í samræmi við kröfur framleiðenda. Ef minnsti grun­ ur vaknar um að lyf hafi farið út fyrir hitastigsmörk þá sé lyfið sett í skoðun og í sumum tilvikum samþykkir fram­ leiðandinn ekki að lyfið sé losað inn til sölu, en það tefur mjög allan feril­ inn. Í þeim tilvikum er yfirleitt tekin ákvörðun um að farga því. „Síðustu tvö ár voru minnst 158 vörunúmer sem fóru á biðlista að meðaltali en verst var ástandið í febrúar 2015 þegar 330 vörunúmer voru á bið, 10% af heildarframboði okkar. Meðalbiðtíminn eftir lyfi er 14– 17 dagar en auðvitað skiptir það miklu hvaða lyf fara á bið því sum lyfjanna eru lífsnauðsynleg,“ segir Gylfi. Hann segist hafa fullan skilning á því að biðlistarnir eftir lyfjum geti reynst þeim, sem þurfa á þeim að halda, hvimleiðir. „Það er keppikefli okkar og allra sem eru á þessum markaði að lífsnauðsynleg lyf séu til,“ segir Gylfi. Allir að gera sitt besta Lyfjastofnun hefur eftirlit með lyfja­ iðnaðinum á Íslandi og þar á bæ fylgjast menn grannt með biðlistum dreifingaraðilanna. „Undanfarin ár hefur stofnunin verið í miklum sam­ skiptum við lyfjaheildsölurnar. Við höfum átt marga fundi um hvernig hægt sé að hindra að mannleg mistök endurtaki sig, slípa til verkferla, auka samskipti og upplýsingamiðlun til allra hlutaðeigandi. Það er mat Lyfja­ stofnunar að allir séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra skort og leysa úr þeim tímabundna skorti sem kemur upp. Hins vegar getur margt farið úrskeiðis og það gerist reglulega en almennt séð sýnist mér að brugðist sé fljótt við og leitað allra mögulegra lausna,“ segir Jóhann M. Lenharðsson, sviðstjóri hjá Lyfja­ stofnun. „Alheimsvandamál“ Hann segir að ekki sé um séríslenskt fyrirbrigði að ræða. „Lyfjaskortur er alheimsvandamál og það eru haldn­ ar ráðstefnur vítt og breitt um heim­ inn um þennan skort og hvað sé til ráða. Lyfjaframleiðsla er gríðarlega flókið fyrirbrigði. Það liggur langur undirbúningur að baki framleiðsl­ unni og ef einn liður í framleiðslunni fer úrskeiðis þá riðlast allt kerfið,“ segir Jóhann. Að hans sögn eru Lyfjastofnun og hagsmunaaðilar með puttann á púlsinum eins og hægt er og stofnunin reynir að sýna sveigjan­ leika frá reglum ef brýn nauðsyn ber til. „Það gerist oft að veita þarf ýmiss konar undanþágur og oft er málið leyst áður en sjúklingurinn, apótekið eða sjúkrahúsið verður vart við skort­ inn,“ segir Jóhann. Þekkir þú dæmi um lyfjaskort og viltu deila reynslu þinni? Hafðu sam- band við bjornth@dv.is. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ástandið óþolandi“ Gylfi Rútsson Framkvæmdastjóri Distica.Jóhann M. Lenharðsson Sviðsstjóri hjá Lyfjastofnun. „Stór hluti starfsins farinn að snúast um það að hringja í önnur apótek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.