Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 40
36 Menning Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Uppvakningur í óbyggðum F lestir vestrar gerast undir lok 19. aldar, þegar sexhleypur héngu við mjaðmir og bæir með álitlegum börum, bönkum og gleði- húsum voru á hverju strái. Því er gaman að fá einu sinni mynd sem gerist um hálfri öld fyrr, þegar vestrið var raunverulega villt, frum- byggjar áttu stundum í fullu tré við að- komumenn og náttúran sjálf gat verið skeinuhættur óvinur. Leikstjórinn Alejandro G. Inárritu er á miklu flugi eftir að hafa unnið Óskarinn í fyrra fyrir Birdman. Hér heldur hann út í óbyggðir með allan mannskapinn, neitar að notast við tölvutækni og voru víst margir sem gáfust upp á volkinu. Harkið skilar sér að mestu, landslagið er stórbrotið að sjá, bjarnarárásin líklega sú besta sem hefur verið fest á filmu og byrjunar- orrustan ein sú magnaðasta síðan Saving Private Ryan. En eins og með þá mynd tekst ekki fyllilega að byggja á frábærri byrjun. Tom Hardy er orðinn eftirlætis siðblindingi Hollywood, en hefndin er eitt þreyttasta þema kvikmyndanna og þótt það sé ágætlega útfært bætir það litlu við. Myndin er því meira fyrir augað en hugann. Einnig eru óþarfa villur, svo sem að skotið sé oft úr púður byssu án þess að hlaða hana. Maður býst eigin lega við meiru þegar svo miklu er tjaldað til. Jafnframt er atriði sem minnir mjög á Hross í oss, þó vafalaust sé það tilviljun. Inárritu á ekki endilega skilið að vinna Óskarinn tvö ár í röð, þótt lík- lega sé kominn tími á DiCaprio. En þrátt fyrir stöku galla er þetta ein besta tilraunin til að lífga vestraformið við síðan Dead Man. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir The Revenant IMDb 8,2 RottenTomatoes 82% Metacritic 76 Leikstjórn: Alejandro G. Inárritu. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Tom Hardy og Domhnall Gleason. Byggð á bók eftir Michael Punke. 156 mínútur Volk og háski Leonardo DiCaprio kemst í hann krappan í þessum nýstár- lega vestra. Sköpum okkar eigið samfélag Listakonurnar Martyna Daniel og Emma Sanderson reka Listastofuna, nýtt menningarrými í JL-húsinu Á milli ísbúðar og hárgreiðslu- stofu í JL-húsinu við Hring- braut stendur Listastofan, sjálfstætt listamannarekið sýningar- og vinnurými. Listastofan er hugarfóstur tveggja erlendra listakvenna sem búsettar eru á Íslandi, þær áttu erfitt með að finna leiðir inn í íslenska listasenu og ákváðu því að taka málin í eigin hendur og skapa sjálfar sinn vett- vang. Frá því að rýmið var opnað í október hafa verið haldnar listsýn- ingar, tónleikar, námskeið og vinnu- stofur. Opið fyrir alla Hugmyndin að Listastofunni fæddist síðastliðið sumar hjá listakonunum Martynu Daniel og Emmu Sanderson. Emma er grafískur hönnuður og vídeólista- kona frá Ástralíu sem kom upp- haflega til Íslands í vinnustofu- dvöl á vegum Sambands íslenskra listamanna og ákvað að flytjast til landsins í kjölfarið. Martyna er ljós- myndari og kvikmyndagerðarkona frá Sviss sem kynntist íslenskum manni sínum í námi og flutti til Ís- lands að námi loknu. „Okkur langaði að búa til rými þar sem við gætum skipulagt þá viðburði sem við vildum sjá, og þróa menningarlífið í borginni áfram. Fyrst þegar ég fluttist hingað fannst mér magnað hvað tónlistar- senan var virk, það voru alls kon- ar tónleikar úti um allt. Aftur á móti fannst mér vanta upp á þetta í öðrum listgreinum,“ segir Martyna. „Kannski er það bara tungumálið sem er hindrunin, en listasenan virðist ekkert sérstaklega aðgengileg fyrir utanaðkomandi,“ skýtur Emma inn í. Þær segja erfitt fyrir aðflutta listamenn sem eru hvorki nafn- kunnir né hluti af félagsskap lista- háskólans að fá aðgang að rýmum, stofnunum og samfélagi listaheims- ins. „Við vildum því hafa þetta rými opið fyrir alla, líka áhugalistamenn,“ segir Martyna „Þar sem erfitt var fyrir okk- ur að komast inn í listasamfélagið ákváðum við að skapa okkar eigið samfélag og bjóða öðrum að koma inn í það,“ segir Emma. Vertu ungur og haltu kjafti Hinu nýja listasamfélagi í Vestur- bænum hefur verið vel tekið og margir mætt á viðburði og nám- skeið. Auk listsýninga og tónleika hefur verið boðið upp á vikulega módelteikningu, alþjóðlega prjóna- tíma á íslensku og upplestrarkvöld þar sem skúffuskáld jafnt sem lengra komnir höfundar lesa upp úr verkum sínum. Samfélagið sem er að verða til í Listastofunni er alþjóðlegt, en um helmingur listamannanna sem starfa í rýminu er erlendur. Nemendur úr Myndlistarskóla Reykjavíkur, sem staðsettur er í sama húsi, hafa þá tekið Listastofunni fagnandi og nokkrir þeirra leigt rýmið undir sýningar. Þær segja áhugann vera mikinn og forvitnir Vesturbæingar kíki ósjaldan inn þegar þeir eru á leið í bakaríið eða apótekið. Slagorð Listastofunnar, sem fest er í letur á skilti fyrir ofan innganginn, er gamalt slagorð „Situation istanna“ úr mótmælunum í París 1968: „Be young and shut up“, eða „Vertu ungur og haltu kjafti“, sem þær segja vera eins konar mani festó rýmisins. „Þetta snýst um að fólk eigi að vera óhrætt við að framkvæma, að gera hluti án þess að ritskoða sig,“ segir Emma. „En þetta snýst ekki um ald- ur, heldur viðhorf,“ segir Martyna og bendir á að margir af elstu notendum rýmisins séu yngstir í anda. Martyna og Emma stefna á að gera rýmið sjálfbært og vonast til þess að þær geti náð að lifa af rekstri þess, á sama tíma og þær auðgi sam- félagið í kringum sig. Þær hafa ekki sóst eftir styrkjum en rukka fyrir þátttöku í námskeiðum og vinnu- stofum, notkun á myrkraherbergi, auk þess sem þær leigja rýmið út undir sýningar og önnur tilefni. Næsta sýning í Listastofunni er Wheel of senses, eftir listahópinn Art Gamers, sem verður opnuð í kvöld, föstudag 12. febrúar, og stendur í tvær vikur. n Martyna og Emma Starf- rækja lista- og sýningarrýmið Listastofuna við Hringbraut. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þar sem erfitt var fyrir okkur að komast inn í listasam- félagið ákváðum við að skapa okkar eigið sam- félag og bjóða öðrum að koma inn í það. MynD ÞORMAR VIGnIR GunnARSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.