Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 12.–15. febrúar 201624 Fólk Viðtal heldur hvenær drykkjan dræpi mig. Ég fékk í fyrsta sinn delerium trem­ ens síðla árs 2004 og endaði í kjöl­ farið inni á geðdeild.“ Innlagnirn­ ar urðu allnokkrar á þessu tímabili og það tók Bigga ár að jafna sig í höndunum eftir kalið. Árið 2005 varð hann heimilis­ laus. „Það er hræðilegt að eiga engan samastað. Ef ég var edrú fékk ég stundum að gista hjá mömmu. Ég vann eitthvað úti á landi og fékk þar húsaskjól, bjó á gistiheimilum og leitaði uppi partí þar sem ég gat djammað og gist. Lífið fór að snúast um að finna stað fyrir hverja nótt. Þessu fylgdi mikill ótti. Í nokkur skipti vaknaði ég upp í litlum kofa í bakgarði á Hverfisgötunni og ég gisti oft í ógeðslegum kompum úti um allan bæ. Ég náði kannski ekki rónastatus, fór í sturtu og reyndi að vera vel til fara. Ég reyndi líka að halda tengslum við fólk í lífi mínu og mætti jafnvel stundum í fjölskylduboð. En ég veit svo sem ekki hvernig aðrir sáu mig á þessu tímabili. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að ég á það sem ég á í dag. Ég get ekki hugsað mér að leigja og vil eiga mitt – það er hryllilegt að eiga ekki heimili.“ Lausn á húsnæðisvanda Biggi hafði kynnst garðyrkjuvinnu sem unglingur og ákvað að sækja um garðyrkjunám í Landbúnað­ arháskólanum á Reykjum í Ölf­ usi þegar hann sá auglýst að þar væri heimavist. Snjöll leið til að leysa húsnæðisvandann. „Ég hafði aldurinn og starfsreynslu þó að ég væri ekki með menntunar grunninn sem var krafist. En ég komst inn í skólann og flutti í Hveragerði með algjöra glansmynd í hugan­ um um hvernig það væri að búa á heimavist. Það kom strax í ljós að námið átti mjög vel við mig, bæði verklega og bóklega. Ég drakk samt mikið – oftast einn inni á herbergi og gerði það sem ég þurfti til að komast í gegn­ um námið. Eftir fyrsta árið fékk ég að búa áfram á heimavistinni yfir sumarið, ég átti ekkert annað heim­ ili. Og áfram drakk ég og tremma­ köstin urðu tíðari. Í einni innlögn­ inni á geðdeild fékk ég þær fréttir að ég væri kominn með skorpulif­ ur á byrjunarstigi og hættur að geta unnið næringu almennilega úr fæðunni. Ég var þarna í nokkrar vikur til að tjasla mér saman en fór strax að drekka þegar ég kom út.“ Biggi sneri aftur í skólann og var fullur fyrstu dagana. Hann vakti og drakk fjóra tíma í einu og svaf í tvo til þrjá tíma inni á milli. „Daginn byrjaði ég á að taka sopa af viskíi eða vodka til að geta ælt og komið meiru ofan í mig. Allir í skólanum vissu hvernig í málum lá og ég var búinn að fá viðvaranir úr öllum átt­ um. Ég fór inn á Vog í tíu daga og kom aftur í skólann, lokaði mig inni á herbergi og drakk. Ég fór á stjá eftir að allir voru farnir, þorði ekki að horfast í augu við neinn og var uppfullur af skömm.“ Í lok september var Biggi beðinn um að taka hafurtask sitt og yfir­ gefa skólann. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, var 29 ára gamall á leiðinni á götuna aftur, sem var minn mesti ótti. Ég var gjörsamlega búinn að klúðra öllu.“ Morguninn 3. október 2007 opnaði Biggi augun og starði á hálfa vodkaflösku sem hann átti. „Ég sá þessa flösku og vissi að þetta væri búið. Ég stóð upp og hellti víninu niður og yfirgaf skólann.“ Leiðin lá til Keflavíkur þar sem Biggi fékk inni hjá föður sínum og tók út skelfilegt fráhvarf. Hann var við það að gefast upp, en komst í meðferð í Hlaðgerðarkoti hálfum mánuði síðar, og dvaldi þar í fjóra mánuði. Föðurmissir og frelsi Biggi ákvað að flytja til Keflavíkur þar sem föðurfjölskylda hans bjó. Hann leigði íbúð og fékk verknáms­ samning í garðyrkju. Það var bjart­ ara framundan og Biggi var edrú. Hann ræddi við skólayfirvöld og fékk að byrja þar aftur 2009. Þetta var stórt skref. „Enginn bjóst við því að sjá mig þarna aftur. Enda hafði ástandið á mér verið hörmulegt.“ Axel, faðir Bigga, veiktist af krabbameini sem dró hann til dauða þetta sumar. „Við vorum búnir að ná góðum tíma saman og byggja upp samband eftir að ég hafði verið týndur öll þessi ár. Þegar ljóst var hvert stefndi hafði ég áhyggjur af því hvernig dauði pabba mundi fara með mig – hvort ég gæti verið edrú. Ég hélt í höndina á honum þegar hann dó í sjúkrarúminu og þegar það gerð­ ist upplifði ég í fyrsta sinn fullkom­ ið frelsi. Það var ekkert annað sem skipti máli, stundin var friðsæl og áfengið togaði ekki í mig. Það var undarlegt að kveðja pabba sem mér þótti óendanlega vænt um og upplifa líka þetta frelsi. Fyrst þessi erfiði missir kveikti ekki löngun í vín innra með mér vissi ég að ann­ að myndi ekki hafa áhrif á mig.“ Eftir að Biggi missti föður sinn fann hann nýja ástríðu í líf­ inu, mótor hjólin. „Ég erfði Harley David son­mótorhjól pabba og náði mér í mótorhjólapróf. Ég hafði verið sneyddur áhugamálum í gegnum árin vegna fyllerís, en þarna kom eitthvað sem hjálpaði mér að tak­ ast á við að vera edrú. Það er von­ laust að standa í þessu eða hafa efni á svona sporti sem fyllibytta. Þetta varð líka ákveðin tenging við pabba.“ Mótorhjólið var áhugamál, en Biggi vildi meira og gerði það að lífsstíl sínum. „Ég lifi og hrærist í þessu. Í dag á ég góða vini og nán­ ast aukafjölskyldu sem deilir þessu áhugamáli með mér. Það hefur gefið mér nýja dýpt í lífið og tilgang. Árlega förum við saman hringveg­ inn og hittumst oft þess á milli til að dytta að og hugsa um hjólin okkar.“ Námið gekk vel og Biggi út­ skrifaðist með fyrstu einkunn vorið 2010. Hann tók sveinspróf og meistararéttindi í meistaraskól­ anum. „Þetta var ágætis endur­ koma. Ég fékk heiðursverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið mitt í sveinsprófinu og það leið ekki á löngu áður en ég fór að kenna við Garðyrkjuskólann. Svo kviknaði áhugi minn á grjóthleðslu og ég fann hvað það var gott að skapa eitthvað með höndunum, sem ég hafði næstum misst. Það er líka fátt jafn karlmannlegt og að vera ein­ hvers staðar uppi á fjalli að brjóta grjót.“ Allt komið en eitthvað vantaði Hvað með konur? spyr ég. „Ég byrjaði í sambúð 2011. Vann eins og brjálæðingur, enda var ég heppinn að geta unnið eftir hrun. Í febrúar 2012 stofnaði ég fyrir­ tæki, keypti hús og eignaðist barn. Þegar Adrían fæddist upplifði ég nákvæmlega sömu tilfinningu og þegar pabbi dó. Þessir tveir at­ burðir voru algjörar andstæður, en vöktu þó sömu tilfinningar. Ég upp­ lifði að það var ekkert annað sem skipti máli – ekkert utanaðkomandi gat haft áhrif á mig – ég var frjáls. Mér fannst líf mitt vera að hefjast fyrir alvöru.“ Þarna var hann kom­ inn með allt sem hann hafði stefnt að, fjölskyldu, flott hús, fyrirtæki og menn í vinnu. „Þetta var allt sem ég vildi. Samt var eitthvað að. Mér leið ekki vel á morgnana og fannst eins og eitthvað vantaði.“ Besta barnsmóðir í heimi Árið 2013 slitnaði upp úr sam­ bandinu. Barnsmóðir Bigga flutti út með son þeirra. „Við deilum for­ ræði og ég á bestu barnsmóður í heimi. Til að byrja með var þetta þó mikil barátta. Adrían grét mik­ ið þegar hann kom til mín og var feginn að fara aftur til mömmu sinnar. Ég hafði unnið svo mikið að ég þekkti hann kannski ekki nógu vel. Ég bjó einn í stóru húsi og mig skorti ekki neitt, samt var ég ekki hamingjusamur og fannst ég ekki vera á réttum stað. Kannski var ég þunglyndur en ég held að mig hafi vantað útrás fyrir listamanninn innra með mér. Að festast í gang­ stéttum og verkefnum sem voru meira vélræn var ekki fyrir mig og ég naut ekki vinnunnar. Ég vil frekar vera í verkefnum sem fegra umhverfið og skipta máli. Í lok 2013 tók ég þá ákvörðun að stíga út úr fyrirtækinu sem ég rak með félaga mínum. Ég tók út fæðingarorlof til að vera með stráknum og tímabært frí frá vinnunni. Það var langþráður draumur að vinna í skapandi verk­ efnum og ég fór að einbeita mér að hleðslu. Síðan þá hef ég unnið verk efni eftir verkefni og er það heppinn að geta ferðast um allt land og unnið.“ Á veturna er minna að gera hjá Bigga en þann tíma hefur hann notað til að vera með syninum og í ferðalög. „Ég ákvað að leigja hús­ ið út og koma mér upp aðstöðu í Hafnarfirði. Þar á ég yndislegar stundir með syninum og sinni áhugamáli mínu. Það sem ég hef fengið til baka er frelsi. Allur sá tími sem ég hef átt með barninu er ómetanlegur. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir, í þessu kapp­ hlaupi öllu, að það eru ekki pen­ ingarnir sem skapa hamingjuna. Ég er minntur á það á hverjum degi.“ Ekki nóg að hætta að drekka Biggi er módel í hjáverkum og hefur leikið í auglýsingum og sjónvarps­ þáttum auk tónlistarmyndbanda. Síðasta verkefnið var myndband við lag franska tónlistarmannsins Ananda, en því var leikstýrt af hinum virta franska ljósmyndara Bernard Benant. Biggi segir þetta vera eina leið til að vinna úr eftir­ köstum drykkjunnar. „Ég glími við feimni og brotna sjálfsmynd og þegar ég sá auglýst eftir fólki ákvað ég að sækja um. Þetta er leið til að reyna eitthvað nýtt og takast á við áskorun. Ég hef oft mætt í prufur fyrir verkefni sem ég hef ekki fengið, og það hefur verið ágætis tækifæri til að læra að takast á við höfnun. Ég tek mig ekki mjög alvar­ lega sem leikara eða módel, en ber samt virðingu fyrir því sem þessi verkefni hafa kennt mér og þetta er gott fyrir sjálfstraustið. Ég kom mölbrotinn út úr neyslunni og það tekur tíma að byggja upp sjálfs­ myndina aftur, það er ekki nóg að hætta að drekka.“ Tekur því sem að höndum ber En Biggi, segi ég að lokum, hvað langar þig í næst, konu, fleiri börn eða hvað? „Já, mig langar í konu en hún verður að vera dýralæknir,“ segir hann. „Nei, svona án gríns þá finnst mér fínt að vera einhleypur, en auðvitað væri líka stórkostlegt að verða ástfanginn. Ég á yndislegt barn og ég veit að ef ég eignast ann­ að verður það alveg jafn dásamlegt. Ég stefni kannski ekki að því en tek því fagnandi ef það gerist. Ég vil ekki plana framtíðina heldur gefa sjálfum mér frelsi til að taka því sem að höndum ber.“ n „Ég hafði verið lífgaður við og fékk að vita að ég hefði fund- ist úti í 15 stiga frosti. Feðgar Birgir ásamt syni sínum Adrían. Þeir feðgar eru duglegir að fara saman í ferðalög og njóta lífsins. Bjössi Thor og unglingahljómsveitin Laufið 40 ára Í Bæjarbíói Hafnarfirði Laugardaginn13. febrúar kl. 20.00 Bjössi Thor og laufið 40 ára Miðasala á midi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.