Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 19
viðburði. Þegar þau loks koma heim spyr Helga móðir Gríms hvort ferðin hafi ekki verið þreytandi fyrir frænk- una, sem var sest í stól og hugleiddi atburði kvöldsins: „Nei, hún gat ekki hafa gert þetta allt – ellegar séð svona margt. Það var ógerning- ur – alveg óhugsandi! Hana hlaut að hafa dreymt þetta. Hún hafði horft á einhvern annan gera þetta. Sjálf hlaut hún að hafa gengið um í hægðum sínum og horft á Grím skemmta sér. Þannig hlaut það að hafa verið! Hún brosti örlítið rauna- mædd og svaraði: „Auðvitað er ég dálítið þreytt. En mér sýndist Grím- ur litli skemmta sér vel.““ Grímur og sálfræðingurinn. Ég man eftir að í einni þessara bóka, sem hét „Grímur og sálfræðingur- inn“ og ég eignaðist sem krakki, en er nú búinn að brjóta og týna, segir einmitt frá ungum barnasálfræðingi sem er að gera hosur sínar græn- ar fyrir Auði, stóru systur Gríms, og kemur í heimsókn á heimili þeirra og fær að gista þar. Sálfræðingurinn hafði mjög boðað endalausa þolin- mæði fullorðinna gagnvart börn- um, spurningum þeirra og fróðleiksfýsn. Til allrar óham- ingju hef- ur Grímur haft veð- ur af þess- um kenn- ingum unga mannsins, og það fer reyndar svo að þegar sá yfirgefur heim- ilið daginn eftir er hann alger- lega búinn að snúa baki við sín- um fyrri boðskap. Fyrsta sagan í „Grímur grallari og Lotta frænka“ seg- ir af því að Róbert, eldri bróðir Gríms, og vinir hans – þeir eru um tvítugt – ákveða að stofna „bolsévikafé- lag“ ( frumútgáfan kom vel að merkja út á þriðja áratug liðinnar aldar, sem skýrir nafngiftina.) Þeim rennur nefnilega til rifja að allir eigi ekki jafnt; sjálfir eru þeir fátækir skólapiltar á meðan feður þeirra skarta digrum seðla- veskjum. Grímur kemst á snoðir um þetta og hrífst af hugmyndinni og stofnar ungherjadeild bolsévika með vinum sínum; sumir þeirra eiga líka eldri bræður í nýstofnuðum klúbbi Róberts. Það sem þeim yngri svíð- ur auðvitað er það óréttlæti að þeir sjálfir eigi ekkert á meðan stóru bræðurnir búa yfir allskyns dásemd- um eins og reiðhjólum, vasaúrum og sjálfblekungum, og jafnvel peninga- seðlum. Og allt þetta verður til þess að stóru bræðurnir verða afhuga sinni jafnaðarhugsjón. Alþjóðleg könnun Einhvern tímann fyrir svona 20 árum tók ég þátt í alþjóðlegri könnun um hvað væru bestu barnabækur allra tíma, mig minnir að könnunin hafi verið á vegum fagblaðs sænska útgef- endafélagsins, og eitthvað í tengslum við Gautaborgarmessuna. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað ég setti í efstu sætin, nema að þar var Gulleyja Stevenson og eitthvað eftir Astrid Lindgren, og ég man að þar setti ég líka eina íslenska bók: Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helga. En ég rifja þetta upp nú vegna þess að ég gleymdi, til algerrar skammar, að nefna Grallarann. En það kom þó ekki að sök því að þegar ég sá niður- stöðuna birta í umræddu blaði – ég held það hafi verið þúsund eða tíu þúsund manns hvaðanæva að úr heiminum; rithöfundar, útgefendur, kennarar, bókaverðir o.s.frv. sem svöruðu – þá var Just William-serí- an þar á topp tíu. Og ég bíð eftir að íslenskir útgefendur fari að hugsa sér til hreyfings og gefa út þennan bóka- flokk á ný. Þess má geta að aðeins partur af bókunum hefur enn kom- ið út á íslensku – og það er að sjálf- sögðu menningarþjóð til vansa. n Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Umræða 19 Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Bætiefni www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland BENSÍN BÆTIEFNI Fyrir allar bensínvélar með eða án hvarfakúts · Hreinsar bensíndælu, leiðslur og innspýtingarkerfi. · Kemur í veg fyrir botnfall í soggrein, túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun · Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnisskynjara. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í elds- neytiskerfi og sprengirými. · Kemur í veg fyrir stíflaða ventla. · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið. DÍSEL BÆTIEFNI Fyrir allar díselvélar þ.m.t. common rail og öðrum olíuverkum · Hreinsar eldsneytiskerfi og brennslukerfi. · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í umhverfið. · Kemur í veg fyrir botnfall í túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytisgeymi. · Minnkar bank í mótor. Inniheldur yfirborðsvirk efni, tæringar- og ryðvörn. Inniheldur yfirborðsvirk efni, tæringar- og ryðvörn. SÓTAGNASÍUHREINSIR Hreinsiefni til að hreinsa kolefni og sótagnir úr sótagnasíum. · Losar um og fjarlægir kolefn- isagnir úr sótagnasíu. · Ekki þarf að taka kút úr við hreinsun. · Sparar peninga þar sem ekki þarf að skipta um sótagnasíu. (þetta fer eftir ástandi á sótagnasíu) · Efnið er ekki eldfimt. · Málm- og öskulaus formúla · Gufar upp án þess að skilja eftir sig óhreinindi fyrir allar vélar Daniel Roche sem Grímur grallari Roche lék ólátabelginn óforbetranlega í breskum sjónvarpsþáttum sem gerðir voru árið 2010. Hann hlaut BAFTA-verðlaun fyrir túlkun sína. „Og ég bíð eftir að íslenskir útgefendur fari að hugsa sér til hreyfings og gefa út þennan bókaflokk á ný. Á toppnum Bækurnar um Grím grallara lenda iðulega á lista yfir bestu barnabækur allra tíma. MynD ThoRRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.