Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti Nýjar vörur Streyma iNN Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Fréttir Erlent 13 „Við drepum þá samt“ hringinn n Veiðiþjófum er engin miskunn sýnd í Kenía sem eltast við nashyrninga, eða bjóða þeim að leggja niður vopn- in, skjóta þeir þá einfaldlega. Fram kemur á BBC að í fæstum tilvik- um viti veiðiþjófarnir hvaðan á þá stendur veðrið, en 19 veiðiþjófar hafa eins og áður segir fallið. Haft er eftir Dyer að þetta sé öruggasta leiðin til að eiga við veiðiþjófana, sem annars yrðu dæmdir í 25 ára fangelsi. „Tæknilega séð eigum við að bjóða þeim að gefast upp, en það gerist yfirleitt ekki fyrr en þeir eru orðnir óvígir.“ Hver á að vernda þá? Eftir miklu er að slægjast. Fyrir níu kílóa horn fær veiðiþjófur 2,1 millj- ón króna. Í Hanoi í Víetnam er götuverðið 57 milljónir króna. Þeir hafa því ekki gefist upp þrátt fyrir að í fyrra hafi enginn nashyrning- ur í Lewa verið felldur. Í Borana var einn skotinn, í júlí. Blaðamaður spyr hvort það sé siðferðilega verjandi að skjóta veiðiþjófa til bana – og hvort það sé löglegt. Dyer gefur lítið fyrir spurn- inguna. „Nashyrningarnir hafa verið á þessari jörð í fimm milljónir ára. Hver á að vernda þá, ef ekki við?“ Blaðamaður segir að samfélagið virðist taka undir með Dyer. „Veiði- þjófar eru vondar manneskjur,“ hefur hann eftir fjárhirði. „Við sjáum þá stundum í bænum. Fátækir menn sem verða skyndilega ríkir. Þeir fá ekki að eyða peningunum sínum hér heldur eru flæmdir á brott.“ Veiðiþjófarnir hopa Sums staðar í heiminum, svo sem í Asíu, trúir fólk því – þvert á stað- reyndir - að efnið í hornunum hafi lækningamátt. Það geti læknað allt frá þynnku til krabbameins. Það að eiga nashyrningshorn er auk þess nokkurs konar stöðutákn. Skot- ið sem felldi nashyrninginn í júlí situr enn í sveitinni. „Við heyrðum skotið,“ segir liðþjálfinn. „En við vissum ekki hvaðan það kom. Þegar við fundum hræið voru þeir horfn- ir á braut.“ Hann segir þó að ekki sé víst að fleiri skotum verði hleypt af í átt að nashyrningum á svæðinu. „Veiðiþjófarnir eru farnir að læra. Núna eru þeir farnir að nota boga og eitraðar örvar.“ Blaðamaður spyr hvort það þýði að auðveldara sé að handtaka veiðiþjófana. Liðþjálfinn hristir höfuðið. „Við drepum þá samt.“ n „Ef hann er hér til að drepa nas­ hyrning er hann að ræna samfélagið. Og þá skýt ég hann til bana. Hart mætir hörðu Heimamenn hafa sagt veiðiþjófum stríð á hendur og skjóta þá miskunnarlaust, ef þeir eltast við nashyrninga. Það er kostnaðarsamt en ber sýnilegan árangur. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.