Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 12.–15. febrúar 201610 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 T veir æðstu stjórnend- ur Landsbankans, Stein- þór Pálsson bankastjóri og Tryggvi Pálsson, formað- ur bankaráðs, voru sam- starfsmenn Hauks Oddssonar, for- stjóra Borgunar, í stjórnendateymi Íslandsbanka á tíunda áratug síð- ustu aldar. Þeir störfuðu saman hjá bankanum í áratug og sátu um tíma allir í framkvæmdastjórn Íslands- bankasveitarinnar svokölluðu. Haukur og æðstu stjórnendur Borg- unar keyptu hlut í greiðslukorta- fyrirtækinu í nóvember 2014 þegar Landsbankinn seldi tæpan þriðj- ungshlut sinn í því til stjórnenda- hópsins og meðfjárfesta þeirra í lokuðu söluferli þar sem öðrum fjárfestum var ekki gefinn kostur á að bjóða í eignina. Stýrðu þremur sviðum Þann 24. september 1998 birti Morgunblaðið frétt um breytingar á stjórnskipulagi Íslandsbanka. Var þar vísað í fréttatilkynn- ingu fyrirtækisins um að Íslands- bankasveitinni, það er bankanum og þáverandi dótturfélögum hans, yrði stýrt af ellefu manna stjórn- endateymi. Upplýsingatækni yrði gerð að sérstöku stoðsviði og Hauk- ur Oddsson, sem hafði stýrt upp- lýsingatæknideild bankans frá stofnun hans árið 1990, yrði fram- kvæmdastjóri þess. Tryggvi Páls- son, bankastjóri Íslandsbanka á árunum 1990–1993, yrði fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bank- ans. Steinþór Pálsson, sem hafði áður gegnt starfi forstöðumanns áhættustýringar og verið hluti af stjórnendateymi bankans frá 1990, tæki við starfi forstöðumanns fyrir- tækjaþjónustu. Steinþór og Tryggvi voru einnig samstarfsmenn í Verslunar- banka Íslands á níunda áratugn- um. Tryggvi var ráðinn bankastjóri 1988 og gegndi lykilhlutverki í sam- runa þeirra fjögurra banka sem síðar mynduðu Íslandsbanka árið 1990. Steinþór var um tíma fram- kvæmdastjóri lánasviðs Verslunar- bankans. Haukur Oddsson var aftur á móti forstöðumaður rafreiknis- viðs Iðnaðarbankans sem rann inn í nýja bankann. Hann starfaði hjá Ís- landsbanka, síðar Glitni, til 2007 eða þangað til hann var ráðinn forstjóri Borgunar hf. Steinþór og Tryggvi hættu báðir hjá Íslandsbanka alda- mótaárið 2000. Tryggvi var kjörinn formaður bankaráðs Landsbank- ans í apríl 2013 þegar Steinþór hafði gegnt stöðu bankastjóra í þrjú ár. Seldi bréf í Borgun Landsbanki Íslands átti 20% hlut í Borgun í árslok 2007 en Glitn- ir var þá stærsti hluthafinn með 55%. Haustið 2010 keypti Lands- bankinn hluti í Borgun af Íslands- banka þegar bankarnir tveir skiptu á hlutabréfum í því og fyrirtækinu Kreditkort. Vorið 2011 rann SpKef inn í Landsbankann og fylgdu þá með hlutabréf í Borgun. Á endan- um átti Landsbankinn 31,2% í fyr- irtækinu. Þann 13. mars 2014 gerði fjár- festahópur sem nú myndar Eignarhaldsfélagið Borgun slf. til- boð í alla hluti Landsbankans í Bankastjóri og formaður bankaráðs Landsbankans unnu báðir í áratug hjá Íslandsbanka með forstjóra Borgunar Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Voru allir stjórnendur í Íslandsbankasveitinni Íslandsbankasveitin Árið 1998 fjallaði Morgunblaðið um breytingar á stjórnskipulagi Íslandsbanka. Tryggvi Pálsson, bankaráðsformaður Landsbankans, hafði þá tekið við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Íslandsbanka. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, stýrðu þá öðrum sviðum innan Íslandsbanka og störfuðu báðir undir Tryggva í bankastjóratíð hans á árunum 1990–1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.