Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða Tónlistaratriði Isavia kosta 3,7 milljónir Ríkisfyrirtækið bókaði Úlf Úlf, Friðrik Dór, Sölku Sól og Sálina hans Jóns míns H eildarkostnaður vegna árs­ hátíðar Isavia, sem er opin­ bert hlutafélag í eigu ríkisins, nemur 19,5 milljónum króna og greiðir ríkisfyrirtækið þar af 3,7 milljónir fyrir átta tónlistar­ atriði. Árshátíðin verður haldin á Hilton Nordica­hótelinu og þar boðið upp á tónlistaratriði frá hljómsveitum á borð við Sálina hans Jóns míns og Úlf Úlf og listamönnunum Jóni Jóns­ syni, Friðriki Dór, Júníusi Meyvant og Sölku Sól. Um 1.000 manns hafa boð­ að komu sína og greitt 3.000 króna aðgönguverð og kostnaður Isavia hefur því lækkað í 16,5 milljónir. Þrír salir Árshátíðin verður haldin laugar­ daginn næstkomandi í þremur söl­ um á Hilton Nordica. Alls starfa 1.200 manns hjá Isavia og dóttur­ félögunum Fríhöfninni og Tern. Samkvæmt svari Isavia við fyrir­ spurn DV hefur kostnaður á hvern árshátíðargest lækkað síðustu ár. „Starfsfólk Isavia vinnur á yfir 20 stöðum hringinn í kringum landið. Einu sinni á ári, á árshátíðinni, koma starfsmenn frá öllum starfs­ stöðvum saman og fagna árinu og kynnast hver öðrum. Síðasta ár var tekin upp sú nýbreytni að halda árs­ hátíð með nýju fyrirkomulagi þar sem ekki er um hefðbundið sitjandi borðhald að ræða. Með því var hægt að lækka kostnað við sal og ákveðið var að leggja meira í listamenn í staðinn,“ segir í svari Isavia. Standandi veisla DV fjallaði í febrúar í fyrra um árshá­ tíðina sem Isavia hélt það árið þegar ríkisfyrirtækið breytti fyrirkomulagi hátíðarhaldanna. Í stað hefðbundins borðhalds með skemmtiatriðum var ákveðið að bjóða upp á „stand­ andi veislu“ þar sem mat og drykk var að finna víða um hótelið. Isavia hélt þá úti skráningarsíðu þar sem starfsmenn gátu boðað komu sína og kynnt sér dagskrána og matseðil­ inn. Síðan var öllum opin og á henni mátti lesa að „tónlistarveislan“ yrði haldin í þremur mismunandi söl­ um á Hilton Nordica. Það ár stigu meðal annars tónlistarmennirn­ ir Sigríður Thorlacius og Svavar Knútur á svið ásamt hljómsveitun­ um Amabadama og Prins Póló. Fáeinum dögum áður en árs­ hátíðin 2015 var haldin, þegar frétt DV var skrifuð, stefndi í að hún ætti eftir að kosta Isavia á milli 15 og 16 milljónir króna. Ríkisfyrirtækið var rekið með 2,2 milljarða króna hagn­ aði árið 2014 og var afkoman rúm­ um einum milljarði lakari en árið á undan. Fyrirtækið, sem annast upp­ byggingu og rekstur allra flugvalla á landinu og stýrir flugumferð í ís­ lenska flugstjórnarsvæðinu, hefur ekki greint frá afkomu síðasta árs. Langstærstur hluti starfseminnar fer fram á Keflavíkurflugvelli. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Tónlistarveisla“ Boðið verður upp á alls átta tónlistarat­ riði á árshátíð Isavia. Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant, sem fór frá Íslensku tón­ listarverðlaununum 2015 með tvenn verð­ laun, fyrir lag ársins og titilinn Bjartasta vonin, mun spila í veislunni og einnig Stefán Hilmarsson og aðrir meðlimir Sál­ arinnar hans Jóns míns. Rappsveitin Úlfur Úlfur, ein vinsælasta hljómsveit landsins, treður einnig upp sem og tónlistar fólkið Jón Jónsson, Friðrik Dór og Salka Sól. Isavia bók­ aði einnig hljóm­ sveitina Brimnes og tónlistar­ konuna Steinunni Harðardóttur, betur þekkta sem dj. flugvél og geimskip, og plötusnúðatvíeykið Hits and Tits. Troða upp Júníus Meyvant kemur fram á árshátíð Isavia ásamt hljómsveitunum Úlfi Úlfi og Sálinni hans Jóns míns og tónlistarfólkinu Jóni Jónssyni, Friðriki Dór og Sölku Sól. MynD ÞorMar ViGnir GunnarSSon Salka Sól Margir þekktir tónlistarmenn eru á meðal flytjenda. MynD SiGTryGGur ari Veisla Bræðurnir Jón og Friðrik Dór stíga á svið. B örnin reyndu að breyta hreimnum svo fólk uppgötv­ aði ekki að þau væru frá Sýr­ landi,“ segir Fayrouz Abdl Rahman Nouh í samtali við Akur­ eyri vikublað um nöturlega dvöl fjölskyldu sinnar sem flóttamenn í Líbanon. Fyrsta tölublað nýs rit­ stjóra, Indíönu Ásu Hreinsdóttur, er komið út fyrir norðan en hún hefur undanfarinn áratug starfað á DV. Í viðtalinu ræðir Indíana við hjón með tvö börn, sem sest eru að á Akur­ eyri, eftir að hafa þurft að flýja heim­ ili sitt, sem var í borginni Homs í Sýr­ landi. Mágur þeirra hjálpaði þeim í Líbanon en þar eru Sýrlendingar í stórum stíl og eru ekki velkomnir. „Eina leiðin til að geta verið þar var að tala ekki við neinn, fara undan í flæmingi og láta allt yfir sig ganga.“ Lykilatriði var að fólk uppgötvaði ekki að þau væru frá Sýrlandi. Fjölskyldan var farin að íhuga að reyna að snúa aftur til Sýrlands þegar þeim bauðst að flytja til Ís­ lands. „Þegar maðurinn minn sagði mér að okkur hefði verið boðið hing­ að dansaði ég og hló. Ég vissi ekkert um landið en var svo ánægð. Börnin skildu ekkert hvað var í gangi,“ segir hún í viðtalinu en þau bíða þess enn að börnin byrji í skóla. Á Akureyri hafa móttökurnar verið framar björtustu vonum fjöl­ skyldunnar. „Við bjuggumst við að finna að við værum velkomin en aldrei datt okkur í hug að móttökurnar yrðu svona. Við erum heppin og svo þakklát.“ n baldur@dv.is Homs Borgin er rústir einar eftir stríðsátökin. Oftar en ekki yfir á rauðu Oftar en ekki óku ökumenn í Grafarvogi yfir á rauðu ljósi þegar VÍS fylgdist með umferð við gatnamót til móts við Olís á Fjall­ konuvegi nýverið. Í 60% tilvika óku einn eða fleiri bílstjórar yfir á rauðu, að því er fram kemur á vef tryggingafélagsins. Fram kemur að aðstæður hafi ekki verið góðar, því hálka hafi verið nýtilkomin á göturnar. Eftir því sem umferðin jókst fóru fleiri yfir á rauðu. Síðdegis var fylgst með um­ ferð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar. Þar óku öku­ menn yfir á rauðu í annað hvert skipti. Fram kemur að sekt við slíku broti sé 15 þúsund krónur en bent er á að það séu smámun­ ir samanborið við líkamstjónið sem hlotist getur af athæfinu. Reyndu að lokka börn Reynt var að lokka drengi í þriðja bekk í Laugarnes­ skóla upp í bíl á fimmtudags­ morgun, með því að bjóða þeim sælgæti. Í tölvupósti frá skólastjóra skólans til for­ eldra nemenda við skólann kemur fram að drengirnir hafi brugðist rétt við; sagt nei og sótt starfsmann. Drengirnir tóku eftir tegund bílsins og lit og náðu að leggja á minnið hluta af númerinu. Málið hefur verið tilkynnt til lög­ reglu en auk þess hefur vakt á bílaumferð við skólann verið aukin. Í tölvupósti sínum til foreldra segir skólastjóri að starfsfólk skólans hafi hugfast að vekja ekki óþarfa ótta hjá nemendum en fræða þá um hvað þeir eigi að gera í að­ stæðum sem þessum. Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is www.kraftbilar.is Hjólastillingar á bílum af öllum stærðum og gerðum Framrúðuskipti Allar almennar bíla og vélaviðgerðir Vetrarskoðun Himnasending? Ný Happaþrenna er komin á næsta sölustað. • Íslensk framleiðsla, smíði og samse tning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt m áli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurð um. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Stuttur afgreiðslutími. IS Hurðir | Sími 564 0013 | www.ishurd ir.is | ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR Vetrartími frá 29. ágúst – 31. maí: Mánud. til föstud. kl. 06:45 – 21:00 Laugard. til sunnud. kl. 9:00 – 18:30 SUNDLAUG AKUREYRAR TUDOR RAFGEYMAR Jötunn-vélar ehf - Lónsbakki – 601 Akureyri – sími: 4800 440 – www.jotunn.is MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir og viðhaldsfríir - Örugg ræsing í miklum kulda - Endurhlaðast allt að 50% hraðar“ (Car bon Boost) - Nýjar og endurbættar blýgrindur (3DX ) - Góðir fyrir jeppa með miklum auka raf búnaði Frí ástandsskoðun á rafgeymum Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar 11. febrúar 2016 • 1. tölublað 6. árgangur VI KU BL AÐ Fayrouz Nouh er frá Homs í Sýrlandi: „Ég mun aldrei gleyma“ Fayrouz Abdl Rahman Nouh kom hingað til lands í janúar ásamt hópi sýrlenskra flóttamanna. Fayrouz og fjölskylda hennar flúði stríðið í Sýrlandi fyrir rúmum þremur árum og settist að í Líbanon við illan kost. Þegar eiginmaður hennar sagði henni að þeim byðist að setjast að á Ís- landi dansaði hún og söng þrátt fyrir að vita ekkert um landið. Fayrouz ræðir hér um hörmungar stríðsins, flóttann, Assad forseta, lífið í Homs fyrir átökin og þakklætið í garð Akureyringa sem hún segir taka fjölskyldunni opnum örmum. Viðtal á bls. 12-13. Ísland eins og draumur Fayrouz abdl rahman nouh lýsir veruleika flóttamanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.