Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 32
28 Skrýtið Sakamál Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 B elginn Frédéric Marchal hafði setið í unglingafangelsi og einnig fengið 18 mánaða dóm fyrir vopnað rán. Árið 2003 lifði hann á bótum auk þess sem hann vann svarta vinnu þegar færi gafst. Móðir Marchal sagði hann síðar vera „engil og ára í senn“ og fyrrver- andi kærasta sagði hann hafa verið „mjög indælan í upphafi, en síðar sýnt af sér afbrýðisemi“ og hann hefði sí- fellt elst við hverja konu sem hann sá. Að kvöldi 12. nóvember, 2003, sat Marchal á bar í Verviers, litlum belgískum bæ í hálftíma aksturs fjar- lægð frá Liège, í félagsskap konu sem var þó nokkrum árum eldri en hann. Drekkti sorgum sínum Konan sem veitti Marchal félagsskap þetta kvöld hét Dominque Winkin. Áður en Marchal gekk inn á barinn hafði hún verið eini gesturinn þar. Henni fannst sem hún væri ekki ein- göngu ein á kránni heldur ein í heim- inum. Dominique var 44 ára og fannst líf- ið tilgangslaust; eiginmaður hennar hafði yfirgefið hana, tvö barna hennar í fósturvist og önnur tvö dáin. Hana dreymdi um að einhver blési lífi í þær glæður sem enn var að finna innra með henni, að einhver gerði líf- ið þess virði að halda í það. Það er þó möguleiki eða hitt þó heldur, hugsaði hún með sér. Gleymdi eymdinni Vart hafði þessi eymdarhugsun flog- ið um höfuð Dominique þegar kráar- dyrnar voru opnaðar. Í gættinni stóð ungur maður, herðabreiður, með rak- að höfuð og brosti breitt. Hann hafði yfirbragð týnds, ungs drengs þar sem hann staldraði við í dyrunum. „Hæ skvísa,“ sagði hann við Dominique um leið og hann gekk til hennar og án frekari kynningar tyllti hann sér á stól við hlið hennar. Þrátt fyrir að maðurinn, sem kynnti sig ekki með nafni, væri greinilega einhverjum árum yngri en Dominique lét hún sér vel líka að hann masaði við hana sem væru þau gamlir kunningjar. Hún þarfnaðist félagsskapar, kunni vel við daður hans og fannst sem sá skuggi depurðar og ein- manaleika, sem hafði umleikið hana, leystist upp á staðnum. Sjálfsöruggur skratti „Vinir mínir kalla mig Momo sígauna,“ sagði Marchal. Hann minntist ekki einu orði á dómana sem hann hafði fengið eða aðra neikvæða þætti tilveru sinnar. Hann vissi að hann var laginn hvað konur snerti og að hann gæti heillað þær með þeim afleiðingum að þær kærðu sig ekki um að heyra það slæma. Innan tíðar spjölluðu þau saman um allt og ekkert, arfaslök í návist hvort annars. Hversu lengi er ekki vitað en þau yfirgáfu barinn saman og komu við í búð sem var opin og keyptu bjór. Síðan lá leið þeirra heim til Marchals, Place de l'Abbatoir númer 7. Það sem Dominique ekki vissi var að næsta klukkutímann, eða þar um bil, myndi hún upplifa vítiskvalir sem aðeins hennar eigin dauði byndi að lokum endi á. Illa farið lík Klukkan sjö næsta morgun var hringt í lögregluna; konu sem bjó við Place de l'Abbatoir hafði verið litið út um svefnherbergisgluggann og hugnaðist ekki það sem fyrir augu bar. Á dýnu á gangstéttinni var líkið af Dominique, fullklætt og vafið inn í blóðugt lak. Meinafræðingi mætti hryllileg sýn þegar hann hafði afklætt líkið; annað brjóstið hafði nánast verið rifið af og hitt var sundurskorið. Búið var að fjarlægja svo gott sem öll líffæri í neðri hluta líkamans. Með berum höndum hafði morðinginn numið brott garnir, maga, lifur, eggjastokka og móðurlíf. Líffærin hafði morðinginn rifið út um líkams- op með berum höndum – á meðan Dominique var enn á lífi. Það var ekki fyrr en hann reif í sundur ósæðina sem dagar Dominique voru taldir. Ábending móður Lögreglan hafði ekki úr miklu að moða og var enn, daginn eftir, litlu nær. En þá hljóp á snærið hjá henni. Kona nokkur hafði samband og sagði að tíu ára dóttir hennar hefði verið úti að leika sér ásamt nokkrum vinkon- um. Þá hefði maður gefið sig á tal við þær og boðið þeim 50 evrur ef þær kæmi heim til hans og fengju snakk. Í barnaskap héldu stúlkurnar að maðurinn væri hið mesta gæða- blóð og fóru með honum heim. En þá „breyttist maðurinn skyndilega í skrímsli“ og öskrandi og veinandi tókst stúlkunum að komast út úr íbúð- inni. Móðirin sagði að henni þætti leitt að hafa ekki haft samband við lög- regluna þá og þegar – hún hefði reynt að gleyma þessu. Stúlkurnar mundu þó heimilis- fangið; Place de l'Abbatoir númer 7, skammt frá þeim stað sem líkið af Dominique hafði fundist. Undir vökulu eftirliti lögreglu Í stað þess að kalla Marchal til yfir- heyrslu ákvað lögreglan að fylgjast með honum um sinn. Úr felum sáu þeir að hann var önnum kafinn við að þrífa gangstéttina fyrir framan húsið og síðar vann hann ötullega að því að umturna og breyta einu herbergi íbúðarinnar. Þá ákvað lögreglan að láta til skar- ar skríða og innan tíðar kom í ljós að umrætt herbergi var einmitt vett- vangur ódæðisins. „Já, hún dó heima hjá mér,“ sagði Marchal aðspurður. Hann sagði að þau hefðu haft kynmök og Dom- inique hefði síðan farið og keypt heróín. „Hún kom til baka um klukk- an tvö um nóttina og var með slæma kviðverki og dó innan nokkurra mín- útna án þess að geta gefið nokkrar út- skýringar,“ sagði Marchal. Í virðingarskyni Marchal sagðist hafa, í ljósi ferils síns, haft áhyggjur af að grunur félli á hann og því ekki haft samband við lög- regluna. „Í virðingarskyni við hana þá lokaði ég augum hennar, þvoði henni, lagaði á henni fötin og dró hana síðan á dýnunni út á gangstétt þar sem ég skildi hana eftir í von um að einhver fyndi hana um morguninn,“ sagði hann enn fremur. Skýringar Marchals þóttu ekki trúverðugar en hvað sem því leið þá hófust réttarhöld yfir hon- um í apríl 2006, þá var hann 21 árs. Marchal virtist afslappaður og sjálfs öruggur og á því varð lítil breyting eftir því sem nær dró lokum réttarhaldanna. Rétt er að halda því til haga að geðlæknir sem fenginn var til að bera vitni taldi engum vafa undir- orpið að Marchal væri fullkomlega siðblindur. Í ljósi þess er kannski ekki undarlegt að það kom aðeins einni manneskju við réttarhöldin í opna skjöldu þegar Marchal var sakfelldur og dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar – honum sjálfum. n Engill og ári n Dominique var einmana n Frédéric Marchal var einfaldlega siðblindur Dominique Winkin Var einmana, á fimm- tugsaldri og fannst lífið tilgangslaust. Frédéric Marchal Félagsskapur við hann hafði dauðann í för með sér.„En þá „breyttist maðurinn skyndi- lega í skrímsli“. Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.