Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Það er yndislegt að labba úti í ferska loftinu Fólk hélt að ég myndi ekki keppa aftur Ekki koma með afsökun um að þetta sé bara einu sinni á ári Þær eru víða Reynisfjörurnar Jón Þór Ólafsson er orðinn stöðumælavörður og kann vel við það. – Fréttablaðið Margrét Edda Gnarr veiktist alvarlega og þurfti að taka því rólega um tíma. – DV Davíð Kristinsson gagnrýnir sælgætisát á öskudaginn. – dv.is H örmulegt banaslys varð í Reynisfjöru í vikunni. Er­ lendur ferðamaður lést eftir að kröftug alda reið yfir hann. Umræðan sem hefur verið um þennan mikla ferða­ mannastað undanfarin misseri hefur verið mikil. Stundum jafnvel æsinga­ kennd. Nú er rætt um vöktun á svæðinu og jafnvel einhvers konar lögreglu á ströndinni. Er það eitthvað sem okk­ ur hugnast? Viljum við skilgreina hættulega staði fyrir ferðamenn og setja þar upp vöktun? Hvað með Krísuvíkurbjarg, Dettifoss, Glym og jafnvel Esjuna? Allt eru þetta hættu­ legir staðir ef fólk fer óvarlega. Við seljum mörgum ferðamann­ inum þá ímynd af Íslandi að landið sé óspillt og fagurt. Við sem erum svo lánsöm að búa hér alltaf, viljum svo gjarnan að ferðamenn fái að njóta náttúrufegurðarinnar með okkur. Sennilega er hættulegasti ferða­ mannastaðurinn á Íslandi Hring­ vegurinn sjálfur. Þjóðvegur númer eitt, með sínum einbreiðu brúm, hálku sem óvanir bílstjórar eiga auð­ velt með að misreikna og bílum sem ljósmyndaþyrstir ferðamenn stökkva út úr í tíma og ótíma. Við erum með vöktun á þjóðvegi eitt. Þar er lög­ reglan við störf. Engu að síður er slysatíðni mikil og ferðalangar, inn­ lendir og erlendir, látið lífið. Verðir á ferðamannastöðum munu engu bjarga. Fólk fer þangað sem það vill. Eigum við ekki bara að leyfa það áfram en um leið uppfræða ferðamennina betur um hætturnar? Á Íslandi eru náttúruöflin kröftug og um leið fögur og geta verið hættuleg. Níu ár eru frá því að ferðamaður fórst síðast í Reynisfjöru. Miðað við þann gríðarlega fjölda sem sækir staðinn heim segir það meira en mörg orð. Setjum upp viðvörunarskilti og fræð­ um ferðamenn en missum okkur ekki í eftirlitinu. Í öllum löndum eru hættur ef ekki er farið varlega. Þær eru nefnilega víða Reynisfjörurnar og ekki bara hér á landi. Fræðum ferða­ menn sem hingað koma og, umfram allt, minnum þá á að þeir eru hér á eigin ábyrgð og eru velkomnir. Eyði­ leggjum ekki upplifunina með enn einni eftirlitsstofnuninni. n Allt fyrir ekkert Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti í vikunni athygli á þeim „30 að­ ferðum“ sem fjármálafyrir­ tækin beittu til að „rukka almenning um tugi milljarða í formi alls kyns þjónustugjalda.“ Þar kýs Karl að blanda saman þóknanatekjum fjármálastofnana, sem innheimt­ ast af lána­ og verðbréfaviðskipt­ um auk kostnaðar vegna vanskila, við þjónustugjöld. Þá vekur það eftirtekt í upp­ talningu þingmannsins að þar má finna úrvinnslugjald, sem fram til þessa hefur einkum verið lagt á þá sem véla með lífræn leysi­ efni, og leigugjald, sem neytend­ ur greiða til fjarskiptafyrirtækja vegna beinis. En hugsanlega er Karl þarna að boða áherslur hins nýja samfélagsbanka: Banka­ þjónusta án endurgjalds, enginn kostnaður vegna vanskila á lán­ um, frítt internet og afnám úr­ vinnslugjalds á bifreiðar. Víða þörf á endurnýjun Árni Páll Árnason virðist ekki ætla að gefast baráttulaust upp fyrir þingflokki Samfylkingar sem vill að hann láti af embætti formanns flokks­ ins. Árni Páll á þó nokkurn stuðning vísan meðal almennra flokksmanna og þegar svo er þá er engin ástæða til uppgjafar. Fylgistap flokks­ ins skrifast varla á formann­ inn einan og ýmsum finnst að fremur tilþrifalaus þingflokkur Samfylkingar ætti að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína. Þar gæti einmitt verið þörf á endur­ nýjun. Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Blaut brúðhjón Þessi mynd er tekin í Reynisfjöru, daginn áður en banaslysið varð. Hefði gæslumaður stöðvað þetta framferði? MynD AnnA HulD ÓsKArsDÓttir Leiðari Eggert skúlason eggert@dv.is Færra fólk þarf fjárhagsaðstoð í Reykjavík R étt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykja­ vík og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunar­ mörkum. Aðstoðin getur ver­ ið í formi láns eða styrks, til einhvers ákveðins þáttar eða til framfærslu. Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leituðu eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Unnið hefur verið í að mæta þörfum þeirra sem þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð til framfærslu með það að markmiði að stuðla að því að styrkja og efla einstak­ linga til að komast í virkni og viðhalda færni til þátttöku á vinnumarkað. Frá árinu 2014 byrjuðum við í Reykjavík að sjá hægfara fækkun einstaklinga á fjárhagsaðstoð en hraðari þróun varð árið 2015. Á tímabilinu jan­ úar til nóvember á síðasta ári fækkaði fólki sem fékk fjárhagsaðstoð til fram­ færslu um 11% ef miðað er við sama tímabil árið 2014, eða um 340 einstak­ linga. Reykjavíkurborg ráðstafaði um 150 milljónum minna í fjárhagsaðstoð á síðasta ári en gert var ráð fyrir og gerir ráð fyrir að ná enn meiri árangri í ár eða lækkun um 200 milljónir. Mikilvægt er að hafa í huga að árið 2011 var tímabil atvinnuleysisbóta stytt úr 5 árum í 2,5 ár í dag. Þetta hefur leitt til þess að fleiri einstaklingar en áður verða að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins til framfærslu og líklegt er margir í þeim hópi hafi einnig fullnýtt rétt sinn úr sjúkrasjóðum. Þetta hefur að mati sér­ fræðinga velferðarsviðs leitt til þess að hluti hópsins er í mun meiri þörf fyrir sértækan stuðning sökum margþættari og langvarandi vanda. Árangurinn sem hefur náðst má að hluta til rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu en ekki síður til mark­ vissrar vinnu Velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjár­ hagsaðstoð af einhverju tagi en kannski sérstaklega þá sem þurfa fjárhagsað­ stoð sér til framfærslu þar sem engar aðrar tekjur eða eignir eru til staðar. Hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þiggja fjárhagsað­ stoð og því þarf að vinna með hverjum og einum í að finna hans styrkleika og horfa á þá frekar en veikleikana og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu. Umsóknir eru flokkaðar í ákveðna flokka, þeir sem eru atvinnu­ færir fá þjónustu hjá Vinnumála stofnun en fyrir aðra eru ýmis úrræði og þjón­ usta sem þróuð eru út frá hópum í svip­ uðum aðstæðum eða aldri. ungt fólk þarf tækifæri Unnið hefur verið markvisst í því árum saman að valdefla ungt fólk sem sækir fjárhagsaðstoð sér til framfærslu með það að markmiði að hjálpa þeim sem fyrst til virkni, náms eða vinnu. Rann­ sóknir hafa sýnt að það er mikilvægt að grípa hratt inn í því ef ungt fólk fær fjár­ hagsaðstoð til lengri tíma er ólíklegra að það nái fótfestu á vinnumarkaði í framtíðinni og getur þannig fest í fá­ tækt. Þegar talað er um fjölda ungs fólks á fjárhagsaðstoð er mikilvægt að hafa í huga að hluti þess er að klára óláns­ hæft nám og þarf til þess stuðning. Það er gleðilegt að sama ár var hlutfall not­ enda yngri en 25 ára 26% og hefur þessi hópur ekki verið hlutfallslega minni það sem af er þessari öld. Virkniráð­ gjafar vinna með einstaklingum og leiðbeina en fjölmargar leiðir eru til staðar. Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa fjárhagsað­ stoð sveitarfélags til framfærslu virðist í flestum tilvikum lakara en almenn­ ings. Þeim líður verr og upplifa sig sem annars flokks þegna samfélagsins, rætt hefur verið um mismunandi leið­ ir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðar­ svið hefur unnið út frá bestu upplýsing­ um hverju sinni við þróun sérúrræða til að mæta þörfum ákveðinna hópa og farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við aðra. Mikilvægt er að áfram verði unnið markvisst að þessu verkefni með um­ hyggju og kærleik í huga til þeirra borg­ ara sem þurfa hjálp og stuðning. Við í Reykjavík munum vanda okkur við þetta verkefni áfram og stefn­ um á að ná því markmiði að fækka enn frekar einstaklingum á fjárhagsaðstoð með því að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu. Lengri útgáfa af þessari grein mun birtast á vefnum eyjan.is n Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skrifar Kjallari MynD ÞorMAr ViGnir GunnArsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.