Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Glæsilegur bíll með miklum aukabúnaði! M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE Nýskráður 10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel 170hö, sjálfskiptur 7 gíra. Bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi og start, Íslenskt leiðsögukerfi, krómpakki, öryggispakki , LED ljósapakki, inrétting- arpakki, rafmagnsopnun/-lokun á skottloki, USB, bluetooth og aux tengi og fleiri aukahlutir. Verð 7.990.000. OKKAR BESTA VERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254705 á www.BILO.is S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . • b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s „Þau gera sjálf – því þau geta það“ Börnin á Sunnuási gera sína eigin öskudagsbúninga alveg sjálf Þ etta eykur sjálfstæði barn- anna, sjálfstraust og trú á eigin getu,“ segir Candace Alison Laque, deildarstjóri Langasands á leikskólan- um Sunnuási í Reykjavík. Á leik- skólanum gera börnin sína eigin öskudagsbúninga frá grunni. Undir- búningurinn byrjar í janúar og þá teikna börnin búningana sína á blöð og ákveða hvernig þau vilja hafa þá. Leikskólakennararnir og leiðbein- endur skipta sér ekki af hugmynda- vinnunni, nema til að hvetja börn- in áfram. „Við skiptum okkur nú bara eiginlega ekkert af þessu,“ segir Candace og hlær. Leikskólinn vinnur mikið með skapandi starf og hefur það að leiðarljósi að hvetja börn til skapandi verk efna, til þess að hugsa og vinna sjálfstætt. „Við erum að vinna með lýðræði og jafnrétti í öllum náms- þáttum. Svona er leikskólinn okkar,“ segir hún. Hugmyndaflugið á að ráða ferðinni og börnin geta valið sér hvaða liti sem er, eins og sést á með- fylgjandi myndum. „Ef barnið vill hafa þetta svona, þá má barnið gera það. Það er svo miklu skemmtilegra,“ segir hún. Þegar hafist er handa við sauma- skapinn er starfsfólk skólans börnun- um innan handar, en þau fá snemma að spreyta sig á að nota saumavélar skólans. „Við reynum að hjálpa þeim eins lítið og við getum. Það hjálp- ar þeim kannski meira, eykur sjálfs- traust þeirra. Þetta er ekki auðvelt í fyrstu en verður alltaf auðveldara og þau læra að gera þetta þegar þau koma fyrst á leikskólann. Þetta er gott fyrir fínhreyfingarnar þeirra. Þegar þau útskrifast frá okkur eru þau orðin svo flink að sauma,“ segir hún. „Það voru tvö börn sem fluttu úr hverfinu og skiptu um leikskóla, en við saumuðum líka búninga fyr- ir þau. Það hefði verið svo leiðinlegt ef þau hefðu misst af því að fá bún- ingana sína,“ segir Candace. Þegar öskudagur svo rennur upp eru all- ir spenntir fyrir deginum, máta bún- ingana sína og börnin fá sjálf að mála sig með andlitsmálningu. Eitt af því mikilvægasta er að bún- ingarnir eru barnanna frá grunni. „Það er enginn að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé skakkt eða ekki í réttum lit. Þetta er allt þeirra hug- mynd og byggir á þeirra hugmynda- flugi. Ef það er ekki beint, þá er það allt í lagi. Þetta er fullkomið fyrir þau. Það erum við fullorðna fólkið sem erum frekar að spá í svoleiðis hluti. Börnunum finnst þetta alltaf mjög flott, þau eru stolt af því sem þau gera og eiga að vera það,“ segir Candace. „Þau gera sjálf – því þau geta það.“ n Ljón Hér má sjá hana Guðrúnu Von Þormarsdóttur sem var ljón á öskudaginn. Búninginn gerði hún alveg sjálf. Börnin á Langasandi eru í bakgrunni, en það var mikið fjör hjá þeim allan miðvikudaginn. Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson Faglega gert Hér má sjá búninga barnanna. Mynd ÞorMar Vignir gunnarssonBorgun. Haukur Oddsson er hlut- hafi í félaginu, sem keypti á endan- um 24,96% í Borgun af Landsbank- anum í nóvember 2014, og félag í eigu eiginkonu hans er skráð fyrir öðrum hlut í fyrirtækinu sem einka- hlutafélagið BPS, sem er í eigu tólf æðstu stjórnenda Borgunar, eign- aðist í sama söluferli. Bankaráð Landsbankans fjallaði um tilboðið í apríl 2014 eða tveim- ur vikum eftir að starfsmenn Lands- bankans höfðu fundað með fjár- festahópnum. Ráðið ræddi söluna á hlutnum í Borgun aftur í júní sama ár. Mánuði síðar gerði hópur- inn tilboð í hlut Landsbankans ein- göngu en hann hafði áður einnig gert tilboð í 62,2% hlut Íslands- banka í Borgun. Tilboðið nam 2.184 milljónum króna og í lok júlí 2014 var undirrituð viljayfirlýsing milli Landsbankans og fjárfestahóps- ins um samningaviðræður. Þá ósk- uðu tilboðsgjafar og Landsbankinn sameiginlega eftir því við Borgun að stjórnendur félagsins kynntu félag- ið fyrir þeim í því skyni að gera þeim kleift að taka afstöðu til verðmætis hlutafjár Borgunar. Þær kynningar, sem helstu stjórnendur Borgun- ar stóðu fyrir, fóru fram þann 22. og 26. ágúst 2014. Í október kynnti Steinþór fyrirhugaða sölu á hlut bankans í Borgun á fundi banka- ráðsins. Engar athugasemdir voru þar gerðar við að haldið yrði áfram með söluna en kauptilboðið var síðan samþykkt af Landsbankanum í lok október með fyrirvara um sam- þykki ráðsins. Það fékkst 6. nóvem- ber 2014. Harðlega gagnrýndir Salan var gerð opinber með frétta- tilkynningu Landsbankans þann 25. nóvember 2014. Eignarhaldsfé- lagið Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og fjárfestisins Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, hafði þá greitt 1.751 milljón króna fyrir rétt tæp 25% í fyrirtækinu og BPS 433 milljón- ir fyrir 6,2%. Tveimur dögum síð- ar greindi vefmiðillinn Kjarninn frá hluta fjárfestahópsins og að kaup- in hefðu farið fram á bak við lukt- ar dyr. Stjórnendur bankans, sem íslenska ríkið á 98% í, voru í kjöl- farið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki boðið eignina út í opnu og gegnsæju söluferli. Um það leyti buðu æðstu stjórnendur Borgunar öllu sínu starfsfólki að kaupa hluta af eign BPS í fyrirtækinu. Á endan- um ákváðu 33 að taka boðinu og á aðalfundi Borgunar í febrúar 2015 var ákveðið að greiða 800 milljónir króna í arð til hluthafa félagsins. Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði í ræðu á aðalfundi fyrirtækisins þann 18. mars 2015, að Lands- bankinn hefði betur selt hluti sína í Borgun og samkeppnisaðilan- um Valitor í opnu söluferli „forms- ins og ásýndarinnar vegna“. Bank- anum hefði verið vandi á höndum við söluna þar sem aðkoma hans að fyrirtækjunum tveimur hefði verið takmörkuð og helstu keppinautar hans eigendur þeirra. „Bankinn gat ekki tryggt að upp- lýsingagjöf til hugsanlegra kaup- enda yrði nægjanleg og taldi því óhjákvæmilegt að selja hlutina til aðila sem höfðu mikla innsýn í starfsemi fyrirtækjanna,“ sagði Tryggvi í ræðunni. Milljarðagreiðslan Borgun mun eins og komið hef- ur fram fá um 6,5 milljarða króna auk afkomutengdrar greiðslu árið 2020 vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ástæðan er hlutdeild Borg- unar í valréttarsamningi á milli Visa Inc og Visa Europe sem tryggir félaginu rétt til greiðslna vegna sölunnar á síðarnefnda fyrirtækinu. Stjórnendum og eigendum Borg- unar var tilkynnt um upphæðirnar sem um ræðir þann 21. desember síðastliðinn. Stjórn Borgunar hafði tveimur mánuðum áður fengið KPMG til að verðmeta fyrirtækið og var niðurstaðan 19 til 26 milljarðar króna. Hluturinn sem Landsbank- inn seldi í nóvember 2014 hafði þá rúmlega þrefaldast að virði. Eins og áður segir tók virðismat KPMG ekki tillit til milljarðanna sem koma til með að renna til Borgunar vegna Visa Europe. Borgun greindi frá upphæð val- réttargreiðslnanna í yfirlýsingu síð- asta þriðjudag. Landsbankinn hafði þá beint spurningum til fyrirtækis- ins í kjölfar þeirrar miklu gagnrýni sem upp kom eftir að í ljós kom að Borgun ætti von á greiðslum vegna Visa Europe og að Landsbankinn hefði ekki gert neina fyrirvara um hlutdeild. Í svari Borgunar segir að fyrirtækið hafi aldrei haft ástæðu til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um valréttarsamn- inginn enda hafi bankaráðið rætt hann á fundi sínum 7. mars 2013. Landsbankinn hefur ítrekað full- yrt að stjórnendur fyrirtækisins hafi enga vitneskju haft um að Borg- un ætti rétt til greiðslna vegna Visa Europe. Bankaráðið hafnar alfarið ásökunum um að það eða starfs- menn Landsbankans hafi unnið að sölunni í Borgun af óheilind- um. Þess vegna hafi bankinn birt ítarlegar upplýsingar um söluferl- ið þar enda hafi hann ekkert að fela. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sagt að bank- inn muni leita réttar síns komi í ljós að stjórnendur Borgunar hafi búið yfir vitneskju um að kortafyrirtækið ætti rétt á greiðslum vegna valrétt- arins. n „Ekki haldið neinu sambandi“ DV óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Lands- bankans, en fékk þau svör að hann væri upptekinn í allan gær- dag, fimmtudag, við að svara bréfi Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ekki náðist í Tryggva Pálsson, formann bankaráðs Landsbankans, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir í samtali við DV það af og frá að samstarf hans, Steinþórs og Tryggva hafi haft áhrif á söluferli greiðslukortafyrirtækisins. „Ég hef ekki haft nein samskipti við þá Steinþór og Tryggva, hvorki fyrir, á meðan né eftir söluna á Borgun. Þegar Steinþór hringdi í mig í síðustu viku voru það okkar fyrstu samskipti í 16-20 ár, eða síðan þeir Tryggvi hættu hjá Íslandsbanka hinum eldri. Við höfum því ekki haldið neinu sambandi,“ segir Haukur.„Bankinn gat ekki tryggt að upplýs- ingagjöf til hugsanlegra kaupenda yrði nægjanleg og taldi því óhjákvæmi- legt að selja hlutina til aðila sem höfðu mikla innsýn í starfsemi fyrir- tækjanna. steinþór Pálsson Tryggvi Pálsson Haukur oddsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.