Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 12.–15. febrúar 20168 Fréttir Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum Frumherji metið á yfir milljarð í söluferli Íslandsbanka n Eigendur Frumherja greiddu sér út 425 milljónir í arð n Tilboðum upp á tæplega milljarð hafnað E igendur Frumherja greiddu sér út 425 milljónir króna í arð með því að lækka hlutafé um tæplega þriðjung skömmu áður en Íslandsbanki, sem fer með hlut 80% í félaginu, setti skoðunarfyrirtækið formlega í sölu­ ferli í byrjun þessa árs. Miðað við þau tilboð sem hafa borist frá fjár­ festum í söluferlinu þá má ætla, sam­ kvæmt heimildum DV, að kaupverðið á Frumherja muni nema ríflega millj­ arði króna. Auk Íslandsbanka þá eiga Ásgeir Baldurs, stjórnarformað­ ur Frumherja, og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri 20% hlut í Frum­ herja í gegnum félagið Tröllastakk. Stjórn Frumherja samþykkti á hluthafafundi 21. október á síð­ asta ári að lækka hlutafé félagsins um 14,51 milljón króna að nafn­ verði – úr 46,86 milljónum í 32,35 milljónir – á genginu 29,29 þannig að hluthafar myndu fá greiddar 425 milljónir króna. Beiðni félagsins um undanþágu frá innkölllunarskyldu vegna lækkunar á hlutafé þess var samþykkt af fyrirtækjaskrá um miðj­ an desember þar sem skuldir Frum­ herja við lánardrottna voru því ekki til fyrirstöðu að slík hlutafjárlækkun gæti farið fram. Seldu mæla fyrir 1,6 milljarða Ákvörðun stjórnar Frumherja um að greiða út arð til hluthafa í lok síð­ asta árs kemur í beinu framhaldi af því að dótturfélag Orkuveitu Reykja­ víkur keypti um 150 þúsund mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn af Frumherja í september á liðnu ári. Fram kom í tilkynningu frá OR að mælasafnið, sem Frumherji hafði upphaflega eignast eftir útboð árið 2001, hefði verið keypt fyrir 1.570 milljónir króna. Á árinu 2014 þurfti Orkuveitan að greiða 395 milljónir króna til Frumherja fyrir leigu og rekstur mælanna. Þær greiðslur námu ríflega fjórðungi af heildar­ rekstrartekjum Frumherja á því ári. Fyrir utan eignarhluti í tveimur eignarhaldsfélögum – Atorku Group og IG Invest – þá er 80% hlutur í Frumherja eina eign Íslandsbanka í óskyldum rekstri sem bankinn á eftir að selja frá sér. Fjöldi fjárfesta hefur sýnt Frumherja áhuga frá því að söluferlið hófst hinn 4. janúar síð­ astliðinn. Fjárfestar sem skiluðu inn tilboðum fyrir 100% hlut í félaginu, þar sem fyrirtækið var verðmetið á rétt undir milljarð króna, voru hins vegar upplýstir um það í þessari viku að þeir myndu ekki komast áfram í söluferlinu, samkvæmt heimildum DV. Samkvæmt fjárfestingakynningu fyrir tækjaráðgjafar Íslandsbanka, sem hefur umsjón með söluferlinu, er lagt upp með að vænt EBITDA – hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – Frumherja sé um 150 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að ganga frá sölu á fyrir­ tækinu á þessum ársfjórðungi. 20% hlutur á 100 milljónir Íslandsbanki og Tröllastakkur eign­ uðust Frumherja í árslok 2013 í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar þar sem skuldir félagsins voru lækk­ aðar um ríflega tvo milljarða króna. Á sama tíma fór Finnur Ingólfsson, sem var aðaleigandi Frumherja, út úr hluthafahópnum en hann, ásamt fleiri fjárfestum, hafði keypt rekstur fyrirtækisins árið 2007. Við endur­ skipulagningu Frumherja lögðu þeir Ásgeir Baldurs og Orri Hlöðversson, sem þá gegndu einnig starfi stjórnar­ formanns og framkvæmdastjóra, fé­ laginu til nýtt hlutafé og eignuðust með því 20% hlut í Frumherja. Hlutur Ásgeirs, sem starfar í dag sem for­ stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku fjárfestingabanka, í Tröllastakki er 65% á meðan Orri fer með 35% hlut. Samkvæmt ársreikningi félagsins er 20% hlutur þeirra í Frumherja bók­ færður á 100 milljónir króna. Á árinu 2014 hagnaðist Frum­ herji um 147 milljónir króna og var sá hagnaður allur greiddur út sem arður til hluthafa. Þá námu eignir félagsins tæplega 2,3 milljörðum í árslok 2014 og bókfært eigið fé þess 1.525 millj­ ónir króna. Frumherji rekur lang­ flestar skoðunarstöðvar á landinu, 32 talsins, og samtals starfa um 100 manns hjá félaginu. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Á sama tíma og vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Frumherja stóð yfir á árinu 2013 endurákvarðaði embætti ríkisskattstjóra skattgreiðslur á fyrirtækið fyrir árin 2007 til 2011 í tengslum við öfugan samruna þegar Finnur og meðfjárfestar hans keyptu Frumherja. Endurákvörðun ríkisskattstjóra, sem nam tæplega 400 milljónum króna, varð til þess að hraða þurfti endurskipulagningu Frumherja. Þegar tilkynnt var um að Íslandsbanki hefði eignast 80% hlut í Frumherja í janúar 2014 kom fram að bankinn myndi hefja söluferli á fyrirtækinu tólf mánuðum síðar. Það hófst hins vegar ekki fyrr en tveimur árum síðar. Öfugur samruni er þegar eignarhalds- félag tekur lán til kaupa á fyrirtæki og sameinar það eignarhaldsfélaginu með eignum og skuldum. Fyrirtækið fjármagnar því kaupin á sjálfu sér að stórum hluta. Staðfest var í svonefndum Toyota-dómi Hæstaréttar í febrúar 2013 að vaxta- kostnaður vegna slíks samruna væri ekki frádráttarbær frá skatti. Tók tvö ár að hefja söluferlið Eiga 20% hlut Ásgeir Baldurs stjórnarfor- maður og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri. Í söluferli Íslands- banki hefur átt 80% hlut í Frumherja í meira en tvö ár. S teingrímur J. Sigfússon, þing­ maður Vinstri­grænna, hefur ekki svarað beiðni DV um við­ tal um kostnaðinn sem hefði fallið á íslenska ríkið ef Icesave­samn­ ingarnir sem voru kenndir við Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og formann samninganefndar íslenska ríkisins, hefðu verið samþykktir. Samningarnir voru undirritað­ ir 5. júní 2009 í fjármálaráðherratíð Steingríms. Vísindavefurinn birti í vikunni svar Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við Háskóla Ís­ lands, við spurningu Jónasar Björns Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra BF­útgáfu, um kostnaðinn sem hefði fallið á ríkið vegna samninganna. Í svarinu kom fram að eftirstöðvar þeirra hefðu þann 5. júní næstkom­ andi numið tæpum 208 milljörðum króna. Það gerir um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. „Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum árs­ fjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði vegna samning­ anna þar sem samningarnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016,“ segir í svarinu. n Steingrímur svarar ekki Fyrrverandi fjármálaráðherra hefur ekki gefið kost á viðtali Sat í ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra á árunum 2009–2011. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.