Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 42
Vikublað 21.–23. júlí 2015 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 12. febrúar 16.45 Íslendingar 17.45 Táknmálsfréttir (161) 17.55 KrakkaRÚV (27:365) 17.56 Lundaklettur (3:32) 18.07 Vinabær Danna tígurs 18.20 Sara og önd (2:33) 18.28 Drekar (2:8) 18.50 Öldin hennar (9:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (112) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (7:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu Sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 20.00 Gettu betur (2:7) (Kvennó - MS) Spurn- ingarkeppni framhalds- skólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemningu, spennu og virkri þátttöku allra í salnum. Í kvöld keppa Kvennaskólinn í Reykja- vík og Menntaskólinn við Sund. Spyrill er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru þau Stein- þór Helgi Arnsteinsson og Bryndís Björgvins- dóttir. 21.10 Vikan með Gísla Marteini 21.55 Hljómsveitargryfjan (Lindell 6: Orkestergra- ven) Norsk sakamála- mynd byggð á sögu Unni Lindell. Hæfileik- aríkur fiðluleikari hjá óperunni er myrtur með hrottalegum hætti og Cato Isaksen fær nýtt mál til að leysa. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.40 Víkingarnir (4:10) 01.25 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok (24) 01.30 Næturvarp Stöð 3 11:50 League Cup 14:20 Premier League Review 15:15 Premier League 16:55 Premier League World 17:25 Premier League 19:05 Football League Show 19:35 Messan 20:45 PL Match Pack 21:15 Premier League Preview 21:45 Premier League 23:25 League Cup 01:10 PL Match Pack 01:40 Premier League Preview 17:35 Masterchef USA (7:19) 18:20 Ravenswood (4:10) 19:05 Guys With Kids (8:17) 19:30 Comedians (8:13) 19:55 Suburgatory (11:13) 20:20 NCIS Los Angeles (7:24) Sjötta þátta- röðin um starfsmenn sérstakrar deildar innan bandaríska hersins sem hafa það sérsvið að rannsaka glæpi sem tengjast sjóhernum eða strangæslunni á einn eða annan hátt. 21:05 Justified (10:13) Dramatískir þættir um lögreglumanninn Raylan Givens sem reynir að halda uppi lögum og reglu í smábæ í Kentucky með óhefð- bundnum aðferðum. 21:50 First Dates (4:8) 22:40 Supernatural (4:23) 23:25 Sons of Anarchy (5:14) 00:30 Comedians (8:13) 00:55 Suburgatory (11:13) 01:20 NCIS Los Angeles 02:05 Justified (10:13) 02:50 First Dates (4:8) 03:40 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:40 Batman 08:05 The Middle (20:24) 08:25 Grand Designs (3:7) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (36:175) 10:20 Hart of Dixie (21:22) 11:10 Bad Teacher (13:13) 11:35 Planet's Got Talent 12:05 Eldhúsið hans Eyþórs 12:35 Nágrannar 13:00 The Switch 14:40 Multiplicity 16:35 Batman 17:00 Tommi og Jenni 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (12:22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (5:12) Logi Bergmann stjórnar frá- bærum og stórskemmti- legum spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppendum hvort, sem allir eiga það sameig- inlegt að vera í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir og þurfa að svara laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar. 20:15 American Idol (11:24) Fimmtánda þáttaröð þessa vinsælu þátta en allir sigurvegarar fyrri þáttaraða hafa slegið í gegn á heimsvísu. Draumasveitin frá því í fyrra situr enn í hásætinu en hún samanstendur af Keith Urban, Jennifer Lopez og hinum silkimjúka söngvara og leikara Harry Connick Jr. 21:00 American Idol (12:24) 22:25 Jarhead 2: Field of Fire 00:10 Splinter 01:35 True Lies 03:55 Kill The Irishman 05:40 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (17:25) 08:20 Dr. Phil 09:00 Top Chef (1:15) 09:50 Minute To Win It 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:15 King of Queens (5:25) 13:40 Dr. Phil 14:20 America's Funniest Home Videos (18:44) 14:45 The Biggest Loser - Ísland (4:11) 15:55 Jennifer Falls (6:10) 16:20 Reign (11:22) 17:05 Philly (6:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 The Late Late Show with James Corden 19:50 The Muppets (12:16) Prúðuleikararnir eru mættir aftur á skjáinn eftir 17 ára hlé. Kermit, Svínka og allar hinar hetjurnar hafa verið kallaðar aftur til starfa og áhorfendur fá að kynnast þessum ein- söku persónum í blíðu og stríðu. 20:15 Legally Blonde 21:55 Blue Bloods (9:22) 22:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:20 Satisfaction (1:10) Skemmtileg þáttaröð um giftan mann sem virðist lifa hinu full- komna lífi en undir niðri kraumar óánægjan. Hann er orðinn leiður á vinnunni og ekki batnar ástandið þegar hann kemur að eiginkonunni með öðrum manni. 00:50 State Of Affairs (6:13) 01:35 The Affair (6:12) 02:20 House of Lies (2:12) 02:45 The Walking Dead 03:30 Hannibal (6:13) 04:15 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:55 The Late Late Show with James Corden 05:35 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 10:00 Dominos deildin 11:35 Körfuboltakvöld 13:10 Formúla E - Beijing 14:35 Meistaradeild Evrópu í handbolta 16:00 Meistaradeildin í hestaíþróttum 19:00 La Liga Report 19:25 NFL Gameday 19:55 NFL 23:50 Ítalski boltinn Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum Hackman í ham The French Connection stendur enn fyrir sínu S íðastliðið laugardagskvöld gladdi RÚV kvikmyndaá­ hugamenn með sýningu á gömlu Óskarsverðlauna­ myndinni The French Connect­ ion frá árinu 1971. Myndin var mjög seint á dagskrá og því varð maður að taka ákvörðun um það hvort rétt væri að vaka frameftir. Maður ákvað að láta slag standa og fara ekki að sofa fyrr en um tvöleytið. Vaka eins og þessi vefst ekki fyrir fólki sem eyðir helgun­ um á barnum en fyrir okkur sem kunnum best við okkur heima og erum ekki á miklu róli eftir mið­ nætti er ákvörðun eins og þessi ekki einföld. En áhorfið og vakan var sannarlega þess virði. Gene Hackman var í essinu sínu sem lögreglumaðurinn Popeye sem svífst einskis í báráttu sinni við eiturlyfjasmyglara. Hann fékk verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir túlkun sínum á þessum grófa og harðsnúna manni sem eltist við eiturlyfjasmyglara og glæpa­ menn ásamt félaga sínum sem Roy Scheider lék ágætlega. Fern­ ando Rey var síðan verulega eft­ irminnilegur sem yfirlætisfull­ ur glæpaforingi. Hann þurfti ekki að segja neitt, bara vera þarna og augu manns voru á honum í hvert sinn sem hann birtist. Það var hrár blær yfir þessari mynd sem hæfði efninu vel og mátulegur drungi, enda ekki ver­ ið að fjalla um léttvæg málefni. Nokkur atriði voru þannig að manni brá, eins og þegar kona með barnavagn var skotin og hneig niður á gangstétt og atriðið þegar Popeye skaut illmenni á flótta í bakið var sömuleiðis slá­ andi. Nokkrir eltingaleikir voru í myndinni og þar komu járn­ brautalestir nokkuð við sögu. Undir lokin var sýndur einn magnaðasti eltingaleikur kvik­ myndasögunnar og þar sat mað­ ur límdur í sófanum og sá mjög eftir því að hafa ekki haft vit á að poppa. Þvílíkur hraði! Mikið var þetta nú góð kvik­ mynd. RÚV ætti að sýna fleiri klassískar kvikmyndir og þær mega alveg vera sýndar á versta sýningartíma. Við sérvitringarnir leggjum það á okkur að vaka til að horfa á góða bíómynd. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið „Mikið var þetta nú góð kvikmynd. RÚV ætti að sýna fleiri klassískar kvikmyndir og þær mega alveg vera sýndar á versta sýn- ingartíma. Óskarsverðlaunahafi Gene Hackman í verðlaunahlutverki sínu í The French Connection. 38 Menning Sjónvarp dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Þ rjátíu og þrjár sveitir tóku þátt í gríðarlega fjölmennu Reykjavíkurmóti grunn­ skólasveita sem fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykja­ víkur á mánudaginn var. Ætla má að á milli 150–200 börn og fullorðnir hafi verið samankomin í salarkynnum TR þar sem mótahald fór afskaplega vel fram. Venju samkvæmt voru krakkar á öllum aldri og af öllum getustigum á meðal þátttakenda og börðust þau öll af miklum drengskap á borðunum köflóttu. Ánægjulegt var að sjá þátt­ töku sjö stúlknasveita sem allar stóðu sig með miklum sóma og er það von mótshaldara að gróska sé í skák­ ástundun stúlkna. Fyrirfram mátti búast við að baráttan um sigur myndi standa á milli Laugalækjarskóla, Ölduselsskóla og Rimaskóla sem allir hafa á að skipa öflugum skákmönn­ um. Svo fór að Laugalækjarskóli sigldi sigrinum nokkuð örugglega í höfn og eftir góða sigra á fyrrnefndum skól­ um í fjórðu og fimmtu umferð var í raun ljóst hvar gullið myndi hafna. Að loknum umferðunum sjö höfðu liðs­ menn Laugalækjarskóla halað inn 25 vinningum af 28 mögulegum, fjórum vinningum meira en kapparnir úr Ölduselsskóla sem komu næstir með 21 vinning. A­sveit Rimaskóla fékk 20 vinninga í þriðja sæti, hálfum vinn­ ingi meira en C­sveit sama skóla. Það er til marks um öflugt skáklíf í Rima­ skóla að sveitir skólans skipuðu sæti 3­6, þeirra á meðal A­sveit stúlkna sem hafnaði í 5. sæti með 17 vinninga og eru þær stöllur því Reykjavíkur­ meistari stúlknasveita. Meistarar síð­ asta árs, stúlknasveita Melaskóla, var önnur með 15,5 vinninga og þriðju með 14 vinninga var stúlknasveit Foldaskóla. Árangur Laugalækjar­ skóla þarf ekki að koma á óvart. Mikið skákstarf er unnið í skólanum og fara tugir nemenda gegnum skákkennslu á hverjum vetri. n Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.