Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Blaðsíða 38
34 Menning Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Pillur, rafstuð og erfðabreytingar n agnes allansdóttir ræðir taugaeflandi tækni n Hvernig geta listir dýpkað umræðu um taugavísindi? V ísindarannsóknir og tækni- þróun ýta samfélaginu stöð- ugt í áður ófyrirséðar áttir – en hvort við séum að stefna í rétta átt er ekki spurning sem vísindin geta svarað. Þegar vís- indin eru spurð hvort mögulegt sé að þróa ofurheila segja þau „JÁ!“ en geta hins vegar ekki svarað því hvort það sé æskilegt. Slíkum spurningum geta aðeins borgarar þessa heims svarað í sam- einingu, í samfélagslegri umræðu um gildi, um siðferði og hvernig þeir sjá góða framtíð fyrir sér. Ein leið sem samfélög manna hafa þróað til að eiga í slíkri samræðu er listin. List- sköpun hefur í gegnum aldirnar verið öflugt tæki til að vekja máls á hlut- um, velta óheflað fyrir sér siðfræði og framtíðarsýn, ógnum og tækifærum. Laugardaginn 13. febrúar efnir Siðfræðistofnun til pallborðsum- ræðna og listviðburðar þar sem fengist verður við spurninguna: Hvernig geta listir dýpkað samfélags- lega umræðu um vísindi? Málþingið er liður í NERRI-verkefninu (Tauga- efling: Ábyrgar rannsóknir og ný- sköpun). DV ræddi við einn þátttakenda í málþinginu, Agnesi Allansdóttur fé- lagssálfræðing, um vísindi, tauga- eflingu og listir. Samfélög þurfa að tala saman um tækniþróun Agnes Allansdóttir er félagssál- fræðingur frá London School of Economics en hefur búið og starfað á Ítalíu undanfarin 20 ár, þar sem hún hefur rannsakað og kennt sálfræði samskipta og samband vís- inda og samfélags. Hún starfar nú við Toscana Life Science sem er ein af 18 stofnunum í 11 löndum sem tekur þátt í NERRI, verkefni á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sem snýst um ábyrgar rannsókn- ir og tækniþróun á sviði taugavísinda. „Verkefninu er ætlað að búa sam- félög undir þá tækniþróun sem er auðséð að muni verða á sviði tauga- vísinda á næstunni. Þeir sem standa að verkefninu leggja ekki fram ákveðin svör heldur er markmiðið að fá samfélög til að tala saman. Að skapa upplýsta umræðu milli vís- indamanna, siðfræðinga, félags- fræðinga og almennings um tauga- vísindi, og sérstaklega það sem kollegar mínir á Íslandi hafa kall- að taugaeflingu, en heitir á ensku „neuro-enhancement“,“ segir Agnes. Tækni til að efla heilastarfsemi Á undanförnum árum hafa tauga- vísindin gert manneskjum kleift að lækna eða vinna á ýmsum taugasjúk- dómum með lyfjagjöf og tækjum, en taugaefling snýst um möguleika manneskjunnar til að gera heil- brigða heila og taugakerfi enn öfl- ugri og kraftmeiri. Lyf, tæki og erfða- breytingar sem ætlað er að auka einbeitingu, styrkja minni og skerpa hugsun. „Það er spurning hvort það sé í raun og veru hægt að efla hugs- un okkar. Nú þegar eru komin fram ýmis tæki og tól sem fólk telur að það geti notað til að efla taugastarfsemi sína. Í dag eru það fyrst og fremst lyf. Í sumum löndum hefur til dæmis verið mikil umræða um að nem- endur í prófatörnum séu að nota flogaveikislyfið Modafinil, Ritalin eða önnur örvandi lyf til að standa sig betur. Þetta er mjög misjafnt eft- ir starfsstéttum, ákveðnar stéttir eru undir miklu álagi og þurfa að halda einbeitingu: læknar, flugmenn og aðrir sem vinna vaktavinnu, en svo er líka hlutfallslega mikil notkun á ýmsum pillum í skapandi greinum,“ segir hún. „Í öðru lagi eru komin á markað tól sem senda létt rafstuð í gegnum hauskúpuna og eiga að hafa áhrif á virkni heilans þannig að fólk nái betri einbeitingu, á ensku er þetta kallað „trans-cranial stimulation“. Ég hef reyndar prófað þetta og það virkaði ekkert á mig. En svo er flóknari tækni í burðarliðnum þar sem notast er við erfðabreytingar. Innan erfðavísinda er sífellt verið að þróa nýja tækni sem gerir okkur kleift að taka út valin gen og breyta þeim, en hingað til hefur markmiðið fyrst og fremst verið að fást við ýmsa sjúkdóma,“ segir Agnes. Mismunandi viðhorf í löndum Evrópu Agnes hefur skoðað viðhorf al- mennings í mismunandi lönd- um til taugaeflingar, hugmynd- ir þeirra, spurningar og efasemdir. Hún segir Evrópubúa ekki sérstak- lega meðvitaða um möguleikana, hætturnar og spurningar sem fylgja slíkri tækni. „Nei. Fólk verður svolítið hvumsa þegar þetta er nefnt: „taugaefling, hvað er nú það?“ En hins vegar finnur fólk strax vinkil á umræðuna. Það er nú sennilega vegna þess að það er svo mikið fjallað um tauga- eflingu í vísindaskáldskap í popp- menningunni. Tvö nýleg dæmi eru kvikmyndin Lucy með Scarlett Johansson, og Limitless, sem er bæði kvikmynd og sjónvarpsþátta- röð. Þetta er kannski ekki mál mál- anna hjá fólki en við finnum að það eru samt heilmiklar samfélagslegar væntingar,“ segir hún. „Viðhorfin eru mjög mismunandi eftir löndum. Bretar, Hollendingar og Danir eru jákvæðir en Austurríkis- menn eru alls ekki hrifnir af slíkri framþróun. Þjóðverjar eru af sögu- legum ástæðum mjög skeptískir, þar er yfirleitt mikil andstaða við þetta. Landsiðaráð á Ítalíu hefur lagt fram álit sitt á taugaeflingu og þeir eru frekar skeptískir á hana og leggja sér- staka áherslu á að slíkt megi aldrei nota á börn eða þá sem minna mega sín. En segja aftur á móti að kannski sé það í lagi fyrir fullorðið fólk, þá sé þetta einfaldlega val neytenda.“ Það eru ýmsar spurningar sem brenna á fólki varðandi taugaeflingu og nauðsynlegt að samfélagið allt taki þátt í að ræða. „Spurningin er hvort að þessi tækni verði notuð til að efla mannkynið á skipulagðan hátt, hvort að í þessu felist svolitlir nas- istadraumar. En svo er það spurning, ef þetta virkar, hver á að hafa aðgang að þessu – eru það bara þeir sem eru nógu ríkir til að geta keypt sér þetta á internetinu?“ segir Agnes. Hún bendir líka á að lagara- mminn sé enn sem komið er óskýr og gloppóttur í flestum löndum Evrópu og geri það óprúttnum aðil- um kleift að selja lyf sem séu kynnt sem taugaefling, en séu í raun bara skottulækningar. Þá segir hún að oft og tíðum hafi áhrif langtímanotkun- ar á slíkum tækjum ekki verið rann- sökuð til hlítar. Listir og vísindi Á málþinginu á laugardag verður skoðað hvort og hvernig listin getur dýpkað samfélagslega um- ræðu um þessi mál, í þeim tilgangi verða sýnd video-listaverk eftir Auði Önnu Kristjánsdóttur, Fritz Hendrik Berndsen og Minu Tomic og Gjörn- ingaklúbbinn. „Ég held að listir hafi leikið mjög stórt hlutverk í gegnum aldirnar í samtali tækniþróunar og samfélaga. Vísindin eru bara glerhörð, en listin gerir okkur kleift að velta upp nýjum flötum sem vísindamennirnir geta ekki. Listin er miðill sem getur tek- ist á við loðin hugtök og framtíðar- legar hugmyndir eins og taugaefl- ingu,“ segir hún. „Hlutverk poppmenningarinnar, bíómynda, sjónvarpsþátta og svo framvegis er líka mjög stórt, því hvaðan koma hugmyndir almenn- ings um vísindi eftir að námi lýk- ur? Það kemur úr allri þeirri menn- ingarframleiðslu sem fólk neytir.“ Við þekkjum öll dystópíska sýn vísindaskáldsagnanna en það eru ekki einungis slíkar sögur sem geta lagt eitthvað fram til umræðunn- ar. „Vísindaskáldsögur eru vissu- lega einn þráðurinn. En listir gefa okkur almennt nýja sýn á heiminn, sem er ekki sjálfsögð og hún getur vakið mjög áhugaverðar samræður,“ segir Agnes og nefnir til að mynda sýninguna Neuro-art sem fer fram í Róm í mánuðinum. Listin getur þannig bæði sýnt okkur mögulega þróun samfélags- ins en einnig sýnt okkur hvernig skynjun okkar og hugsun er sveigj- anleg, sýnt okkur hvaða möguleik- ar og skelfing geta falist fyrir okkur persónulega í taugaeflingu. Málþingið Sigurverk heilans – Hvernig geta listir dýpkað samfélags- lega umræðu um vísindi? fer fram í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á laugardag klukkan 13.30. n Hvernig ræðum við um vísindi? Agnes Allansdóttir tekur þátt í málþingi um hvort listir geti dýpkað samfélagslega umræðu um vísindi og taugaeflingu. Heilarafstuð Nú þegar eru tæki komin á markað sem veita notandanum létt rafstuð sem eiga að hafa áhrif á starfsemi heilans. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Að stytta sér leið Auður Anna Kristjáns- dóttir veltir fyrir sér hvernig við styttum okkur leiðir í myndbandsverki sem sýnt verður á málþinginu. „Hvaðan koma hug- myndir almennings um vísindi eftir að námi lýkur? Það kemur úr allri þeirri menningarfram- leiðslu sem fólk neytir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.