Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 2
Sýndarveruleikavalkyrjur EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fer nú fram í þrettánda sinn í Reykjavík. Þessi skemmti sér vel við að spila nýjan leik frá CCP sem heitir EVE: Valkyrie með PlayStation VR sýndarveruleikabúnaðinum frá SONY. Fréttablaðið/Vilhelm Veður Sunnan- og suðvestankaldi og skúrir en þurrt að mestu austan til. Allhvöss norðaustanátt nyrst á landinu, hvass- ast á norðanverðum Vestfjörðum. sjá síðu 36 P Á S K A E G G með fylltum lakkrís Alþingi Fleiri kynferðisbrot voru skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á síðasta ári en öll ár frá árinu 2007 að árinu 2013 undanskildu. Alls hafa samtals verið tilkynnt 4.183 kynferðisbrot á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Alls var 501 kynferðisbrot skráð á síðasta ári. Þau voru 442 árið 2015, 419 árið 2013, 731 árið 2013, 367 árið 2012, 365 árið 2011, 323 árið 2010, 318 árið 2009, 368 árið 2008 og 349 árið 2007. Tölurnar eru þó settar fram með þeim fyrirvara að tölur fyrir árið 2016 séu til bráðabirgða. Eru þær teknar úr málaskrárkerfi lögregl- unnar þann 13. mars síðastliðinn. Árið 2013 voru þó óvenju mörg brot skráð vegna átaks í mála- flokknum „kaup á vændi“ . Voru þá 165 brot skráð í þeim flokki saman- borið við fjögur til 24 öll hin árin. Þá voru tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum óvenju mörg sama ár og var um að ræða fleiri eldri mál en áður að því er segir í svari dóms- málaráðherra. Í svarinu segir að líkleg skýring á því sé umræða sem skapaðist í sam- félaginu í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málaflokkinn. – þea Mun fleiri brot skráð á síðasta ári BAndAríkin Drykkjarvöruframleið- andinn Pepsi tók í gær úr birtingu nýja auglýsingu fyrir gosdrykkinn Pepsi sem skartaði raunveruleika- stjörnunni Kendall Jenner. Í auglýsingunni mátti sjá Jenner ganga út úr myndatöku til þess að ganga til liðs við mótmælendur. Voru mótmælendurnir umkringdir lögreglu en Jenner létti stemninguna með því að bjóða lögregluþjóni Pepsi- dós við mikla hrifningu viðstaddra. Auglýsingin var harðlega gagnrýnd. Var hún sögð gera lítið úr mótmælum sem fram hafa farið eftir að lögregla hefur skotið svart fólk til bana. Meðal annars í Baltimore, Maryland og Ferguson. Pepsi baðst afsökunar og sagði markmiðið einungis vera að stuðla að sameiningu, friði og skilningi. Það hafi hins vegar mistekist og því baðst fyrirtækið afsökunar. – þea Jenner-auglýsing Pepsi úr birtingu 501 kynferðisbrot var skráð á síðasta ári. Fleiri kynferðisbrot voru skráð á síðasta ári en öll ár frá árinu 2007 að árinu 2013 undanskildu. sAmfélAg Ríflega fjórðungur með- lagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 með- lagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríf- lega 3.200 farið í gegnum árangurs- laust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síð- ustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í van- skilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á fram- færi við banka og aðrar lánastofnan- ir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunar- samningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samn- ingi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í ein- hverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar. snaeros@frettabladid.is Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld Á Íslandi eru innheimt meðlög fyrir ríflega þrjá og hálfan milljarð á ári hverju. Árangurslaust fjárnám hefur verið reynt hjá 27 prósentum meðlagsgreiðenda á síðastliðnum fjórum árum. Þeir meðlagsgreiðendur eru nú á skrá CreditInfo fyrir vanskil og mega búast við að eiga erfitt með að fá lánafyrirgreiðslu hjá bönkum. Á Íslandi er greitt meðlag með rúmlega 10 þúsund börnum á ári. Fréttablaðið/Vilhelm 6 . A p r í l 2 0 1 7 f i m m T u d A g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T A B l A ð i ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -0 6 7 8 1 C 9 E -0 5 3 C 1 C 9 E -0 4 0 0 1 C 9 E -0 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.