Fréttablaðið - 06.04.2017, Side 28
Umræða um niðurstöður mælingar á mengandi efnum frá verksmiðju Uni
ted Silicon í Helguvík hafa verið
áberandi í fjölmiðlum undanfarna
viku og þá einkum um hversu
áreiðanlegar slíkar mælingar séu.
Orkurannsóknir ehf. sem ábyrgðar
aðili þessara mælinga hefur dregist
inn í þá umræðu og fengið gagn
rýni fyrir að benda á hugsanlega
skekkju í niðurstöðum greininga á
þungmálmum.
Umfang mælinga
Orkurannsóknir ehf. hafa annast
umhverfismælingar í Helguvík
samkvæmt samkomulagi við
United Silicon. Orkurannsóknir
eru óháður rannsóknaraðili sem
starfar innan Keilis. Fyrirtækið var
stofnað árið 2010 og er samþykkt
af Umhverfisstofnun en kostn
aður við þetta tiltekna verkefni er
greiddur af United Silicon.
Haustið 2015 voru tekin bak
grunnssýni af mosa, öðrum gróðri,
jarðvegi og ferskvatni og í byrjun
árs 2016 voru settar upp þrjár
mælistöðvar í nágrenni verk
smiðjunnar þar sem fram fara sí
mælingar á lofttegundum og ryki. Á
tveimur mælistöðvunum er einnig
safnað ryk og úrkomusýnum.
Vottað mæliferli
Mælibúnaður er vottaður sam
kvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Brennisteinsdíoxíð, köfnunar
efnisoxíð og örfínt ryk er mælt með
sjálfvirkum mælibúnaði á 10 mín
útna fresti og eru niðurstöður birt
ar í rauntíma á vefsíðunni www.
andvari.is. Ryksöfnun fer fram með
því að draga loft í gegnum síu og er
safnað samfellt í sex daga í einu allt
árið.
Allir verkferlar eru skilgreindir
samkvæmt gæðakerfi Orkurann
sókna og rekjanleiki tryggður með
skráningum á öllum stigum. Sýni
eru send til rannsóknarstofu ALS í
Svíþjóð sem fylgir vottuðum mæli
aðferðum samkvæmt ISO 9001.
Mælingar þungmálma
Mælingar á þungmálmum í ryki frá
Helguvík hófust í mars 2016 og hafa
sýni verið greind mánaðarlega.
Fyrsti hluti var frá mars til septem
ber 2016, annar frá október til des
ember 2016 og sá þriðji frá janúar
til mars 2017. Á línuritinu er sýnd
niðurstaða þessara mælinga.
Í öðrum áfanga mældust gildin
fyrir flesta málma um fimmfalt
hærri heldur en í fyrsta og þriðja
áfanga. Ljóst var að niðurstöður
annars áfanga stóðust ekki skoðun
um áreiðanleika. Verksmiðjan var
ekki gangsett fyrr en um miðjan
nóvember 2016 auk þess sem
suðlægar áttir voru ríkjandi allt
þetta tímabil og vindur því frá
mælistöð til verksmiðju. Saman
burður á styrk þungmálma í ryki
frá mælistöðvum annars vegar
og ryki úr útblæstri kísilverk
smiðjunnar sýndu allt að 27falt
hærri styrk á arseni í ryki. Undir
venjulegum kringstæðum hefðu
þessi gildi einfaldlega verið tekin
til hliðar þar til frekari mælingar
lágu fyrir sem staðfestu eða úti
lokuðu þau. Aðstæður kröfðust
hins vegar skjótra viðbragða og því
var tekin ákvörðun um að tilkynna
Umhverfisstofnun að um hugsan
lega skekkju væri að ræða.
Hvernig er hægt að fyrirbyggja
rangar niðurstöður?
Það er ekkert til sem heitir „rétt“
niðurstaða í mælingum. Með
endurteknum mælingum er reynt
að komast sem næst því. Við mat
á niðurstöðum eru núllpunkts
skekkja, kerfisbundin mæliskekkja,
mælióvissa og staðalfrávik lykil
atriði.
Orkurannsóknir fylgja viður
kenndum ferlum við mælitækni.
Þegar hlutir fara úrskeiðis skipta
viðbrögðin mestu máli og því verð
ur gripið til eftirfarandi aðgerða:
l Rannsóknarstofa ALS, sem annast
greiningar, hefur að beiðni Orku
rannsókna hafið rannsókn vegna
umræddrar mælingar.
l Samanburðarsýni fyrir ryk verða
send til annarra rannsóknarstofa.
l Verkferlar Orkurannsóknar verða
yfirfarnir og skráningar auknar.
Samantekt
Í vinnslu er ársskýrsla fyrir umhverf
ismælingar í Helguvík fyrir árið
2016. Hún mun lýsa öllum þáttum
mælinga sem farið hafa fram, þar á
meðal mælingum á jarðvegs, gróð
ur og vatnssýnum sem tekin voru
haustið 2015. Gerð verður grein
fyrir símælingum á lofttegundum
og ryki sem hófust í janúar 2016
og samanburður á gildum fyrir og
eftir gangsetningu verksmiðjunnar
í nóvember 2016.
Þessi skýrsla mun varpa skýrara
ljósi á mælanleg áhrif kísilverk
smiðju United Silicon á nánasta
umhverfi. Umhverfisstofnun hefur
falið Orkurannsóknum ehf. að
annast skýrslugerðina sem sýnir að
fyrirtækið nýtur trausts hjá stofnun
inni.
Umhverfismælingar í
Helguvík – mikilvægi
óháðs mælingaaðila
✿ Þungmálmar í ryki
Egill Þórir
Einarsson
lektor /
yfirmaður rann-
sóknarstofu Það er ekkert til sem heitir
„rétt“ niðurstaða í mæl-
ingum. Með endurteknum
mælingum er reynt að
komast sem næst því.
6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
365.is Sími 1817
iPhone 7 Jet Black
99.990 kr. stgr
Fullt verð: 134.990 kr.
Það borgar sig að vera hjá 365
Á FRÁBÆRU VERÐI
TAKMARKAÐ
MAGN Í BOÐI
GLÆSILEGUR
KAUPAUKI
AÐ VERÐMÆTI 15.000 KR.
- Mánaðaráskrift af Fjölvarpi Veröld
- Inngöngutilboð í GSM áskrift hjá 365
- Tvö nýjustu tímaritin
Tilboðið gildir bæði í Skaftahlíð og Kringlunni. Minnum á miðnæturopnun í Kringlunni, 6. apríl.
0
6
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
E
-5
F
5
8
1
C
9
E
-5
E
1
C
1
C
9
E
-5
C
E
0
1
C
9
E
-5
B
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K