Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 68
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Sol-utions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan Allir á tánum vegna risaborðspils Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undanfarið hefur hópur samstarfs­ manna nýtt hádegis­ hléið til að spila borðspil sem snýst meðal annars um að gera bandalög og það er lítið annað sem kemst að. kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír vara- menn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrir- taksleið til að kynnast vinnufélög- unum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civil- ization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varð- bergi fyrir mögulegum árásum ann- arra leikmanna sem horfa öfundar- augum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa hand- söluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ johannoli@frettabladid.is ÞAð eru mArgAr hópspjAllrásir í gAngi fyrir hvert og eitt bAndAlAg og ÞAð er mjög óÞægilegt Að gAngA frAm hjá tölvuskjá hjá ein- hverjum og sjá Að hAnn er í hópspjAlli sem Þú ert ekki í sjálfur. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fimm flokkum Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingar vott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í apríl. Hefur þú orðið vitni að góðverki? Óskað er eftir tilnefningum til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2017 Frestur til að senda til nefningar er til miðnæ ttis í kvöld 6. apríl SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN 1 HvunndagsHetjan Einstaklingur sEm sýnt hEfur sérstaka óEigingirni Eða hugrEkki, hvort sEm Er í tEngslum við Einn atburð Eða mEð vinnu að ákvEðnum málaflokki í lEngri tíma. 2 Frá kynslóð til kynslóðar hér koma til grEina kEnnarar, lEiðbEinEndur, þjálfarar Eða aðrir uppfræðarar sEm skarað hafa fram úr á EinhvErn hátt. Einnig koma til grEina félagasamtök sEm sinna börnum af sérstökum mEtnaði og alúð. 3 til atlögu gegn Fordómum Einstaklingur Eða félagasamtök sEm hafa unnið ötullEga að því að Eyða fordómum í samfélaginu. 4 Heiðursverðlaun Einstaklingur sEm mEð ævistarfi sínu hEfur stuðlað að bEtra samfélagi. 5 samFélagsverðlaunin félagasamtök sEm hafa unnið framúrskarandi mannúðar- Eða náttúruvErndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gEra íslEnskt samfélag bEtra fyrir okkur öll. vErðlaunafé 1,2 milljónir. 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r52 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 E -2 9 0 8 1 C 9 E -2 7 C C 1 C 9 E -2 6 9 0 1 C 9 E -2 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.