Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 32
Viktor Hagalín starfar hjá nýlega stofnuðu ferðaþjón-ustufyrirtæki sem heitir Tripical en fyrirtækið tók þátt í HönnunarMars nýlega í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Happie furniture. Sannarlega óvenju- legt samstarf en Happie furniture smíðaði allar borðplötur fyrir Tripical þegar fyrirtækið flutti inn í nýtt og tómt húsnæði í Borgar- túni. „Vegna mikillar vináttu sem myndaðist á milli okkar ákváðum við að henda í smá samstarfsverk- efni á HönnunarMars sem fékk nafnið Happical. Sýningin fékk mjög góða aðsókn og gekk vel,“ segir Viktor. Áhugi Viktors á tísku kviknaði fyrir nokkrum árum þegar allir í kringum hann gengu í hjólabretta- fatnaði og Supra-skóm. „Ég var fastakúnni í Noland í Kringlunni og átti stærsta safn af Supra-skóm á landinu á tímabili eða um 18 pör. Síðan er ég búinn að selja þau öll og er farinn að klæða mig meira eftir gömlu tískunni. Undan- farið hef ég verið pínu skotinn í fatatískunni frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, þar sem menn voru mikið í jarðlitum og þegar það þótti eðlilegt að allir væru alltaf fínt klæddir. Það er bara eitthvað svo flott við það að vera í töff jakkafötum með vesti og klæða sig aðeins öðruvísi en meðal B5-djammarinn.“ Hvernig fylgist þú með tískunni? Uppáhaldsmiðillinn minn til að finna flíkur er Pinter- est. Ef maður kann að slá inn réttu leitarorðin þá er þessi miðill algjör snilld. Hvað einkennir helst klæðnað karla í dag? Í dag klæðast karl- menn á mínum aldri rosalega mikið „streatwear“ fatnaði sem búðir eins og Smash og Húrra selja en sú tíska hentar ekki mínum fatastíl. Áttu uppáhaldsverslanir? Ég versla lítið á Íslandi. Bæði því föt eru dýr hér og framboðið er lítið. Því kaupi ég öll mín föt í Búlgaríu en þar eru merkjavörur um 70% ódýrari. Ég held mikið upp á búðir eins og Massimo Dutti, Mango og Banana Republic. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Gullna reglan mín er að eyða þrisvar sinnum meira í föt en kaupa þrisvar sinnum færri flíkur. Með smá hugsun er nefnilega hægt að búa til margar góðar fatasamsetningar úr ein- földum fataskáp. Áttu uppáhaldsflík? Uppáhaldsflíkin mín er rauði flauelsjakkinn minn en hann var sér- saumaður fyrir mig af einum virtasta klæðskera Indlands. Sá hefur t.d. saumað allt á Shah Rukh Khan sem er stærsta kvikmyndastjarna Indlands. Notar þú fylgihluti? Mér finnst gaman að skipta á milli nokkurra armbanda sem ég á og svo eru úr alltaf skemmtilegur fylgihlutur. Hvað er helst í vændum hjá þér á árinu? Við hjá Tripical bjóðum upp á beint flug til Búlgaríu og Króatíu í sumar og erum að kynna landsmönnum þessu nýja valkosti. Búlgaría hefur þann skemmtilega kost að vera einstaklega fallegt og menningarríkt land á sama tíma og verðlag er með því lægsta í allri Evrópu. Króatía er algjör paradís og frábær áfangastaður fyrir þá sem eru áhugasamir um fornminjar. Sjórinn þar er einn sá tærasti í Evrópu og þess vegna ætla ég að eyða nokkrum vikum næsta sumar í að sigla á milli eyja Króatíu og slappa af. Fyrir þá sem vilja fylgjast með mér á ferðalögum um heiminn er hægt að fylgja mér eftir á Insta- gram(@viktorhagalin). Það er bara eitt- hvað svo flott við það að vera í töff jakka- fötum með vesti. Viktor Hagalín Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott sumarföt, fyrir flottar konur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Verð 14.900 kr. - stretch - háar í mittið - rennilás neðst á skálmum - stærð 34 - 48 - 8 litir: ljósbleikt, hvítt, beige, ljósblátt, svart, dökkblátt, milliblátt, dökkrautt Flottar gallabuxur Viktor Hagalín klæðist hér sérsaumaða uppáhaldsjakkanum sínum frá klæð- skeranum á Indlandi. Buxur og skyrta eru frá Sand og keyptar í Búlgaríu. MYNDIR/ANTON BRINK Buxurnar og peysan eru frá Massimo Dutti en skyrtan frá Banana Repu- blic. Hrifinn af tísku fortíðarinnar Einu sinni átti Viktor Hagalín stærsta safn af Supra-skóm á landinu. Síðar seldi hann öll pörin og er í dag helst skotinn í fatatískunni frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -4 6 A 8 1 C 9 E -4 5 6 C 1 C 9 E -4 4 3 0 1 C 9 E -4 2 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.