Fréttablaðið - 06.04.2017, Síða 32
Viktor Hagalín starfar hjá nýlega stofnuðu ferðaþjón-ustufyrirtæki sem heitir
Tripical en fyrirtækið tók þátt í
HönnunarMars nýlega í samstarfi
við hönnunarfyrirtækið Happie
furniture. Sannarlega óvenju-
legt samstarf en Happie furniture
smíðaði allar borðplötur fyrir
Tripical þegar fyrirtækið flutti inn
í nýtt og tómt húsnæði í Borgar-
túni. „Vegna mikillar vináttu sem
myndaðist á milli okkar ákváðum
við að henda í smá samstarfsverk-
efni á HönnunarMars sem fékk
nafnið Happical. Sýningin fékk
mjög góða aðsókn og gekk vel,“
segir Viktor.
Áhugi Viktors á tísku kviknaði
fyrir nokkrum árum þegar allir í
kringum hann gengu í hjólabretta-
fatnaði og Supra-skóm. „Ég var
fastakúnni í Noland í Kringlunni
og átti stærsta safn af Supra-skóm
á landinu á tímabili eða um 18 pör.
Síðan er ég búinn að selja þau öll
og er farinn að klæða mig meira
eftir gömlu tískunni. Undan-
farið hef ég verið pínu skotinn í
fatatískunni frá fimmta og sjötta
áratug síðustu aldar, þar sem
menn voru mikið í jarðlitum og
þegar það þótti eðlilegt að allir
væru alltaf fínt klæddir. Það er
bara eitthvað svo flott við það að
vera í töff jakkafötum með vesti og
klæða sig aðeins öðruvísi en meðal
B5-djammarinn.“
Hvernig fylgist þú með
tískunni? Uppáhaldsmiðillinn
minn til að finna flíkur er Pinter-
est. Ef maður kann að slá inn réttu
leitarorðin þá er þessi miðill algjör
snilld.
Hvað einkennir helst klæðnað
karla í dag? Í dag klæðast karl-
menn á mínum aldri rosalega
mikið „streatwear“ fatnaði sem
búðir eins og Smash og Húrra selja
en sú tíska hentar ekki mínum
fatastíl.
Áttu uppáhaldsverslanir? Ég
versla lítið á Íslandi. Bæði því föt
eru dýr hér og framboðið er lítið.
Því kaupi ég öll mín föt í Búlgaríu
en þar eru merkjavörur um 70%
ódýrari. Ég held mikið upp á búðir
eins og Massimo Dutti, Mango og
Banana Republic.
Eyðir þú miklu í föt miðað við
jafnaldra þína? Gullna reglan
mín er að eyða þrisvar sinnum
meira í föt en kaupa þrisvar
sinnum færri flíkur. Með smá
hugsun er nefnilega hægt
að búa til margar góðar
fatasamsetningar úr ein-
földum fataskáp.
Áttu uppáhaldsflík?
Uppáhaldsflíkin mín
er rauði flauelsjakkinn
minn en hann var sér-
saumaður fyrir mig af einum
virtasta klæðskera Indlands.
Sá hefur t.d. saumað allt á
Shah Rukh Khan sem er stærsta
kvikmyndastjarna Indlands.
Notar þú fylgihluti? Mér finnst
gaman að skipta á milli nokkurra
armbanda sem ég á og svo eru úr
alltaf skemmtilegur fylgihlutur.
Hvað er helst í vændum hjá þér
á árinu? Við hjá Tripical bjóðum
upp á beint flug til Búlgaríu og
Króatíu í sumar og erum að kynna
landsmönnum þessu nýja valkosti.
Búlgaría hefur þann skemmtilega
kost að vera einstaklega fallegt
og menningarríkt land á sama
tíma og verðlag er með því
lægsta í allri Evrópu. Króatía
er algjör paradís og frábær
áfangastaður fyrir þá sem eru
áhugasamir um fornminjar.
Sjórinn þar er einn sá tærasti
í Evrópu og þess vegna ætla
ég að eyða nokkrum vikum
næsta sumar í að sigla á milli
eyja Króatíu og slappa af. Fyrir
þá sem vilja fylgjast með mér
á ferðalögum um heiminn er
hægt að fylgja mér eftir á Insta-
gram(@viktorhagalin).
Það er bara eitt-
hvað svo flott við
það að vera í töff jakka-
fötum með vesti.
Viktor Hagalín
Netverslun á tiskuhus.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Smart föt, fyrir smart konur
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið
virka daga
kl. 11–18
laugardaga
kl. 11-15
Verð 14.900 kr.
- stretch
- háar í mittið
- rennilás neðst
á skálmum
- stærð 34 - 48
- 8 litir:
ljósbleikt, hvítt,
beige, ljósblátt,
svart, dökkblátt,
milliblátt, dökkrautt
Flottar
gallabuxur
Viktor Hagalín klæðist hér sérsaumaða uppáhaldsjakkanum sínum frá klæð-
skeranum á Indlandi. Buxur og skyrta eru frá Sand og keyptar í Búlgaríu.
MYNDIR/ANTON BRINK
Buxurnar og
peysan eru frá
Massimo Dutti
en skyrtan frá
Banana Repu-
blic.
Hrifinn af tísku
fortíðarinnar
Einu sinni átti Viktor Hagalín stærsta safn af Supra-skóm á
landinu. Síðar seldi hann öll pörin og er í dag helst skotinn
í fatatískunni frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
0
6
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
E
-4
6
A
8
1
C
9
E
-4
5
6
C
1
C
9
E
-4
4
3
0
1
C
9
E
-4
2
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
5
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K