Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 34
Listagyðjan okkar var Ólafur Stefánsson handboltamaður. Hann er í senn afreksmaður í íþróttum og skapandi í hugsun en þetta tvennt er rauði þráðurinn á bak við línuna,“ segir Tanja Leví Guðmundsdóttir fatahönnuður en hún og Loji Höskuldsson myndlist- armaður sýndu íþróttafatalínuna „Upp með sokkana“ á Hönnunar- Mars við góðar undirtektir. „Óli addaði okkur meira að segja á Facebook. Við vorum alveg í skýj- unum með það og gáfum honum jakka. Okkur langar að vinna með íþróttafólki og biðlum til ÍSÍ um að hafa endilega samband. Fram undan er framleiðsla á völdum flíkum úr línunni og frekari þróun á stærri línu af sérhæfðari íþrótta- fatnaði,“ segir Tanja. Af hverju íþróttagalli? „Við Loji eigum sameiginlegan bakgrunn úr íþróttum. Hann var í fótbolta og ég í handbolta og svo fórum við bæði í skapandi nám. Við vildum sameina þessa heima, við höfðum nefnilega bæði upp- lifað einhvers konar óáþreifan- lega ósamstöðu milli þessara greina. Ekki endilega illindi, en okkur fannst vanta meira samtal og samstöðu. Við gerðum rann- sókn á landsliðsbúningum þjóða á Ólympíuleikunum og komumst að raun um að það var alltaf landsliðið í hönnun í hverju landi sem hannaði búningana. Þetta fannst okkur fallegt samstarf og spurðum okkur, af hverju er þetta ekki tilfellið á Íslandi? Af hverju er ekki meira samstarf milli þessara greina? Við gerðum því tillögu að nýjum landsliðsbúningum sem eru sameiningartákn lista og íþrótta.“ Óli addaði okkur meira að segja á Facebook. Við vorum alveg í skýjunum með það og gáfum honum jakka. Okkur langar að vinna með íþróttafólki. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Tanja Huld Levý og Loji Höskuldsson gáfu listagyðjunni Ólafi Stefánssyni jakka úr nýju línunni. mynd/Ernir Fagurfræðin í íþróttavöllum sem búið er að strika á línur fyrir ólíkar íþróttir heillaði hönnuðina. mynd/ EygLÓ gíSLadÓTTir Vindjakki innblásinn af veðurkorti. Veðurpílurnar eru úr endurskinsefni. mynd/EygLÓ gíSLadÓTTir Sundbolur með brauðtertumunstri. mynd/EygLÓ gíSLadÓTTir Listagyðjan fékk jakka Tanja Leví og Loji Höskuldsson hönnuðu íþróttaföt sem sameina list og íþróttir eftir að hafa upplifað ósamstöðu milli þessara tveggja heima. „Íslensk ber eru ofurfæða“ Segir Eyjólfur Friðgeirsson eigandi Íslenskrar hollustu ehf. Rannsóknir benda til að regluleg bláberjaneysla geti haft fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein, alzheimer og hjartakvilla. Þekkt er að berin hafa mjög góð áhrif á heilbrigði augnanna. Í þeim er mikið af andoxunarefnum. Nýlegar rannsóknir í Háskólanum í Exeter á Englandi hafa leitt í ljós að heilbrigt fólk á aldrinum 65 til 77 ára, sem drakk saft úr bláberjum á hverjum degi fékk bætt minni, blóðflæði til heilans jókst og prófun sýndi aukna heilastarfsemi. Dr. Joanna Bowtell, yfirmaður Íþrótta og heilsuvísinda Háskólans í Exeter, sagði:“Í þessari rannsókn höfum við sýnt fram á að dagleg neysla á 30 ml af bláberjasafa í tólf vikur eykur blóðflæði heilans og starfsemi hans batnar.” Íslensk hollusta ehf er stærsti seljandi íslenskra berja hér á landi. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið verið með á hverju hausti 10 til 12 tonn af berjum. Berin eru seld fersk á haustin og frosin allt árið. Frosin ber frá fyrirtækinu í eru seld í Bónus, Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Frú Laugu og fleiri verslunum. Mikið af berjum er selt til veitingahúsa, brugghúsa og fl. Fyrirtækið vinnur sultur úr íslenskum aðalbláberjum, bláberjum, krækiberjum og hrútaberjum. Sulturnar inni- halda 80% ber og mjög lítið af sykri eða aðeins 20%. Úr krækiberjum er gerður hrásafi sem er 100% hreinn safi án nokkurra viðbættra efna. Eðalsaft frá Íslenskri hollustu ehf er gerð úr aðalbláber- jum og bláberjum. Saftin er ekki soðin og heldur því fersku náttúrulegu bragði og öllum innihaldsefnum óskemmdum. Í eðalsaftinni er viðbættur sykur um 7%. Fyrirtækið þurrkar aðalbláber við lágan hita og selur þau í duftformi og einnig í hylkjum til inntöku. Innblásturinn sóttu þau ekki í fánalitina eins og venjan er með landsliðsbúninga heldur í hvers- daglegan, íslenskan veruleika, veðrið og veislur. „Við skoðuðum veðurkort og stormviðvaranir sem hægt er að fylgjast með í beinni en með fagurfræðina í huga. Gerðum vind- jakka með vindkorti og höfðum vindpílurnar úr endurskinsefni. Þá heillaði okkur fagurfræðin í íþróttavöllum sem búið er að strika á línur fyrir ólíkar íþróttir. Brauðtertan finnast okkur ein- kennandi fyrir íslenskar veislur og hún varð að munstri á sundbol,“ segir Tanja. „Það voru allir kátir með þetta á HönnunarMars. Fyrst og fremst var gaman og fallegt að sjá hvað margir tengdu við þetta, líka fólk sem hefur kannski ekki sérstakan áhuga á fötum.“ 6 KynningarBLaÐ FÓLK 6 . a p r í L 2 0 1 7 F i m mT U dag U r 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -3 2 E 8 1 C 9 E -3 1 A C 1 C 9 E -3 0 7 0 1 C 9 E -2 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.