Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 12
J13J.
°9
J SJ)te ( Sc
14• nóuemíer
1969
u
Formáotur skemmtinefndar,
Aðalheiður Rafnar, flytur ávarp.
Ljósm. Sveinn Þormóðsson.
Formaður H.F.Í. ásamt nokhrum lieiðursgestnm. — Ljósm. Sveinn Þormóðss.
ö
-ö
50 ára afmælishátíð Hjúkr-
unarfélags Islands var haldin
í Súlnasal Hótel Sögu föstudag-
inn 14. nóv. sl.
Súlnasalurinn var blómum
skrýddur, félagsmerkið okkar í
heiðurssessi og allir í hátíða-
skapi. Þátttaka var góð og mátti
sjá félaga og gesti þeirra úr
öllum landshornum.
Formaður skemmtinefndar,
frú Aðalheiður Rafnar, flutti
ávarp, bauð gesti velkomna og
gerði grein fyrir dagskrá kvölds-
ins.
Hófst síðan borðhaldið og
höfðu matsveinarnir líka staðið
í ströngu og útbúið risastóra
ísstafi, sem mynduðu upphafs-
stafi HFl og ártölin, var þessi
ábætir lýstur upp með logandi
blysum og borinn fram í myrkri.
Formaður HFl, frú María
Pétursdóttir, flutti ræðu og höf-
um við fengið leyfi til að birta
hana í heild hér í blaðinu.
Félaginu var sýndur mikill
sómi þetta kvöld, fjöldinn allur
af kveðjum, blómum og gjöfum
bárust víðs vegar af landinu
og úr heiminum.
Vegna þeirra, sem ekki voru
viðstaddir hófið, birtum við lista
yfir kveðjur og gjafir.
Bjarney Samúelsdóttir, hjúkr-
unarkona, var gerð að heiðurs-
félaga HFl, en Bjarney lauk
hj úkrunarnámi frá Kommune-
hospitalet í Kaupmannahöfn ár-
ið 1919, eða sama ár og Hjúkr-
unarfélag Islands var stofnað.
Bjarney hefur tekið virkan þátt
í félagsstörfum, m. a. í stjórn
HFÍ frá 1920—1928.
Afhjúpað var málverk af frú
Sigríði Eiríksdóttur, fyrrver-
102 TÍMAKIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS