Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 31
stefnumála stofnunarinnar. Slíkt hefur einnig þann kost í för með sér að örfa samskipti og skilning milli hjúkrunarliðs- ins og spítalastjórnarinnar (spítalastjórans) og vænta má að aðilar í hjúkrun verði fúsari til nýbreytni og gjörist áhuga- samari um allar framfarir. 3. Aukinn stöðugleiki vinnu- afls í hjúkrun. Þótt þessi liður kunni að valda ágreiningi, þá er nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd að laun hjúkrunarkvenna verða að vera samkeppnisfær innan þjóðfélagsins, til að nægur fjöldi æskilegra einstaklinga sæki í stéttina og hleypi stoðum undir góða þjónustu. Aukinn fjöldi karla innan stéttarinnar myndi gjöra vinnukraft hennar stöð- ugri, en slíkt verður varla nema að takmörkuðu leyti, fyrr en launin jafnast á við laun ann- arra stétta, sem hýsa karlþjóð- ina í ríkum mæli. U. Aðstaða og andrúmsloft hjúkrunarskólans er eitt höfuð- atriði framtíðarþróunar hjúkr- unar. Hugmynd sú, að staðgóð undirstöðumenntun og náms- gáfur séu aukatriði við val ein- staklinga til hjúkrunarnáms, verður að hverfa fyrir fullt og allt. Færri en stærri hjúkrun- arskólar virðast gefa betri að- stöðu til fullnægjandi menntun- ar. Séu háskólarnir lifandi kjarni menntasetra, þar sem hjúkrunarskólinn er m. a. ann- að hvort hluti sjálfs háskólans eða í beinum tengslum við hann, þá skapast andrúmsloft glætt vitsmunalegum áhuga og fram- sækni, sem á djúgan þátt í að leysa fólk frá kyrrstöðu og minnimáttarkennd. Hjúkrunar- nemar slíkra menntasetra eru öðrum líklegri til sóknar að æðri menntun, sem er lífsnauð- syn kennurum og leiðtogum allra virtra stétta, og hjúkrun- arstéttin á sér enga framtíð án slíks. HJúkrun í nýju Ijósi. Innan allra sérhæfðra stétta finnast einstaklingar, er hafa tilhneygingu til að hverfa frá því hagnýta að hugsjóninni. Sem stendur er sums staðar við- leitni innan háskóladeilda á sviði hjúkrunar í þá átt að sér- hæfa nemendur til „klíniskrar" hjúkrunar í stórum ríkari mæli en áður. Úr þessum skólum er von nýrra krafta með nýja getu og nýjar hugmyndir, sem kunna að valda róti á gamla hefð og venjur. Vonandi verkar þessi viðleitni sem ferskur blær, sem fagnað verður í stað þess að áfram verði hreiðrað um sig í kyrrstöðu afturhaldsstefnunnar, sem óttast hvers kyns breyting- ar öllu öðru fremur. Hvern kostinn viljið þið taka? Efiirináli. Þannig hljóðaði þessi ritgerð í stórum dráttum. Mér fannst hún einkar athyglisverð, þótt ég saknaði þess að greinilega komi fram hver hinn sjálfstæði þátt- ur hjúkrunarþjónustu spítalans til sjálfræðis sé eða ætti að vera, því kunnugt er að í Bandaríkj- unum er titillinn „Director of Nursing Service“ meir en nafn- ið tómt, þótt hér á landi sé af- staða forstöðukonu sjúkrahúss mjög óljóst mörkuð gagnvart spítalastjórn, stjórnarnefnd, yf- irlæknum og öðrum forráðaað- ilum. Heyrt hef ég því fleygt fram af málsvara heilbrigðis- yfirvaldsins að á Islandi vildu allir ráða stjórn heilbrigðismál- anna, en svo réði enginn við neitt, er til kastanna kæmi. Vandrataður er vegur hófsem- innar, ekki sízt milli lýðræðis og stjórnleysis, þar sem allir eru eins gáfaðir og við Islend- ingar teljum okkur vera, þrátt fyrir allar vitleysurnar. Því ber mjög að fagna að hafinn mun undirbúningur að starfslýsing- um heilbrigðisstarfsmanna á vegum heilbrigðisyfirvalda og er von til að hjúkrunarstéttin gæti ýtrustu fordeildar af sinni hálfu við svo mikilvæg störf, en slíkt er frumskilyrði til að greiða megi skynsamlega úr ágreiningi og ráðleysi. Með tilliti til alls þessa er tímabært að við íslenzkar hj úkr- unarkonur og hjúkrunarmenn athugum með gaumgæfni hvar við stöndum og hvert við stefn- um. Samkvæmt núgildandi hjúkrunarlögum (Lög nr. 42 1965) má aðeins ráða fullgildar hjúkrunarkonur og -menn til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við opinberar heilbrigðisstofnanir, nema ráðherra gefi sérstakar undanþágur. Ljóst má okkur vera að lagaleg viðurkenning þess, að til séu sjálfstæð hjúkr- unarstörf, gefur stéttinni rétt og reisn, sem vert er að halda dyggan vörð um, ef reynt skal á slíku að troða. Slík verðmæti fáum við hins vegar ekki vernd- uð nema við vöndum okkur í tvívetna og drögumst ekki hlut- fallslega aftur úr öðrum stétt- um þjóðfélagsins með kröfur til sjálfra okkar, svo að það sem við höfum fram að bjóða sé vand- að og gott, byggt á traustum grunni menntunar og manngild- is og fullnægi kröfum nútíma menningar. HJÚKRUMARSAGA ÓSKABÓK HJÚKRUNARKVENNA María Pétursdóttir tók saman Fœ$t á skrifstofu H.F.Í. og í bókaverzlunum L_________________________________.__________________________~ _____. TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.