Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 10
ust kollegar á Norðurlöndum
með gleði þessa fundar, og ís-
lenzku hjúkrunarkvennanna er
stóðu að því. Mörgum árum
seinna sóttum við 5 íslenzkar
hjúkrunarkonur þing í Róma-
borg. Leiðir skildu, en Sigríður
og Valgerður Helgadóttir héldu
norður á bóginn með lest. Mad-
dama Sigríður var orðin þreytt,
breiddi fyrir andlit og vildi fá
sér hænublund. Inn vappar
sænsk hjúkrunarkona, og lét
auðvitað ekki Valgerði í íriði,
sem láðst hafði að einangra sig.
Og er hún vissi þjóðerni sam-
ferðamannanna, spurði hún
áköf: ,,Hur már den gamla ord-
föranden?" Þá svipti Sigríður
Eiríksdóttir blæjunni frá og
svaraði spræk og hlæjandi: ,,Jag
er den gamla ordföranden".
Vegna þess hvað Sigríður hef-
ur verið fyrir okkar félag og
stétt, ákváðum við að gefa okk-
ur sjálfum málverk af henni,
og vil ég biðja Sigrúnu Magn-
úsdóttur að afhjúpa verk lista-
mannsins Sigurðar Sigurðs-
sonar.
Við erum í þakkarskuld við
marga innan félags og utan, og
þ. á. m. eru margir viðstaddir
eiginmenn hjúkrunarkvenna,
sem hafa verið fyrir okkur bíl-
stjórar, iðnaðarmenn, endur-
skoðendur, söngstjórar, og
margt fleira, eiginkonum sín-
um til aðstoðar fyrir félagið,
og mesta furða að þeir skuli
ekki enn hafa stofnað eigið
félag.
Margir félagsmenn okkar
eiga líka skilið þakklæti fyrir
góð og mikil störf í þágu félags-
ins, en sú hjúkrunarkona, sem
unnið hefur lengst að félags-
málum næst Sigríði Eiríksdótt-
ur, er Bjarney Samúelsdóttir.
Okkur er því sérstök ánægja
að gera hana að heiðursfélaga
Hjúkrunarfélags Islands, á þess-
um merku tímamótum, fyrir
margra áratuga dygga og góða
þjónustu í þágu hjúkrunarmál-
anna. Eins og Sigríður Eiríks-
dóttirð brautskráðist hún hj úkr-
unarkona frá Kommunehospit-
al, en þó 2 árum fyrr, sama ár
og félagið okkar var stofnað.
Hún starfaði fyrst hjá Hjúkr-
unarfélagi Reykjavíkur, síðan
Líkn og síðast Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur, þar til árs-
ins 1964 að hún hætti störfum,
þótt hún sé ennþá ávallt reiðu-
búin að hlaupa undir bagga, ef
þess gerist þörf. Gjaldkeri
Hjúkrunarfélags íslands var
hún í 23 ár til ársins 1943, og
hefur ævinlega sýnt mikinn
áhuga á félagsstarfinu, sótt alla
fundi og fræðsluerindi nær und-
antekningarlaust þessa hálfa
öld, og væri æskilegast að fá
sem flesta henni líka félaginu
til styrktar og þjóðfélaginu til
heilla.
Er einhver áhugasamur reið-
hj ólafélagsmaður er hér inni,
vil ég leyfa mér að benda á það
að Bjarney verðskuldar að vera
heiðursfélagi þar líka, öðrum
til fyrirmyndar, en hún hefur
hjólað áratugum saman og hjól-
ar enn 76 ára. Þegar ég einu
sinni sagði henni, að pabbi minn
væri hjólandi á sama apparat-
inu, sem hann keypti árið 1930,
fannst henni fátt um, hennar
hjól væri svo sem eldra en það.
Á síðasta félagsfundi mætti
Bjarney að vanda og hafði það
fram yfir flestar okkar hinna,
að geta rifjað upp endurminn-
ingar frá 50 ára hjúkrunarferli
sínum. Við höfðum orð á því
við hópinn, sem þá innritaðist
í félag okkar, að gaman væri ef
við gætum líka skyggnst fram
í tímann og séð þennan sama
hóp eftir önnur 50 ár, árið 2019,
er þau hittast aftur til að halda
upp á aldarafmæli félagsins og
hálfrar aldar afmæli þeirra
sjálfra sem hjúkrunarkvenna.
Þótt miklar breytingar hafi átt
sér stað í hjúkrunarmálum á
liðnum 50 árum, varðandi líf
og starf hjúkrunarkvenna, er
þó sennilegt að þær verði stór-
um meiri á komandi tímum.
Við horfum glöð og þakklát
um öxl yfir lönd góðra minn-
inga og vonglöð og hugrökk til
framtíðarinnar. Þökkum góða
samfylgd og samstarf.
/------------------------------------------------------
HJÚKRUNARKVENNATAL
með œviágripi u. þ. b. 1000 hjúkrunarkvenna er komið út.
ÓSKABÓK OKKAR ALLRA
Bókin fœst á skrifstofu félagsins, hjá hjúkrunarkvennatals-
nefnd og í bókaverzlunum.
_____________________________________________________/
100 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS