Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 46
RADDIR HJUKRUNARNEMA liitnej'nd: Margrét Hauksdóttir. Þóra G. Sigurðardóttir. Ásrún Hauksdóttir. Halla Amljótsdóttir, hjúkrunamemi: HJÚKRUN DRENGS MEÐ PYLORUS STENOSIS Stutt sjúkrasaga. Drengurinn, sem ég skrifa um, kemur inn á barnadeildina sex vikna gamall. Kemur hann með foreldrum sínum, sem bæði eru innan við þrítugt, og eiga þau annan dreng, 2ja ára, sem er heil- brigður. Drengurinn vóg 3.400 gr. við fæðingu, sem var eðlilegt. Hann þyngdist um 250 gr. fyrsta mánuðinn, meðan hann var á brjósti. Svaf hann vel um nætur framan af, en eftir að hann fékk pela með brjóstinu, hálfs mánaðar gamall, kúgaðist hann við hverja gjöf og kastaði upp ca klst. eftir, og mókti þess á milli. Hægðir urðu fremur tregar og harðar, dökkbrúnar á lit og diuresan var lítil. Vegna þessa var hann lagður inn á sjúkrahús, í sínum heima- bæ. Var tekin þar Rtg. mynd af maga og rannsökuð tæmingar- geta hans. Sýndi sig, að um litla pylous stenosu væri að ræða. Meðan drengurinn lá á sj úkrahúsinu, fékk hann tvisvar krampa, sem stóð yfir í 7 mínútur í hvert skipti, kastaði hann upp á eftir dökkbrúnu magainnihaldi. Var þá tekin ákvörðun um, að senda drenginn á Barnaspítala Hringsins til frekari meðferðar. Halla Arnljótsdóttir. Sjúkdómscinkcniii, nlmenn. 1. Þetta er fremur algengur galli, sem sést oftar hjá drengj- um, og er talinn arfgengur. 2. Einkennin koma oftast þegar dreng- irnir eru 2—4ra vikna gamlir, og hverfa síðan af sjálf sér eftir 3ja mán. aldur, þótt ekkert sé að gert. 3. Lýsir þetta sér þannig, að pylorus vöðvinn vex óeðlilega mikið og verður þykkari en eðli- legt er, og veldur því, að tæmingargeta magans minnkar. U. Klinisk einkenni eru: Explosiv uppköst strax eftir mjólkurgjöf, eða ca 1 klst. eftir. Peristaltik magans sést greinilega frá vinstri til hægri. Barnið léttist, horast, hefur lélegan húðturgor, innfallna fontanellu og diuresan minnkar. Einnig koma hægðir sjaldan, þá litlar og dökkar. Barnið hefur sérkennilegan, kraftlítinn grát og er óhamingjusamt. 136 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.