Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 35
Nemendur í húsmœðraskóla á frœðslufundi Krahhameinsfélagsins
„Mjög þýðingarmikill þáttur í krabbameinsvörn-
um er almenn fræðsla, sem nær til allrar þjóðar-
innar. Fólkið þarf að læra að gera sér glögga grein
fyrir þeim einkennum, sem geta boðað byrjandi
krabbamein. Því þarf að lærast að hugsa um krabba-
meinið eins og hvern annan sjúkdóm, sem það á
að vera á verði gagnvart án sjúklegs ótta og tilfinn-
ingaofnæmis. Fræðsla fyrir almenning um krabba-
nieinið almennt er geysiþýðingarmikil, ef fólk vill
hlusta á hana og færa sér hana í nyt“.
Ofanritað er úr grein eftir Bjarna Bjarnason
lækni, formann Krabbameinsfélags fslands. f sam-
ræmi við þetta hefur Krabbameinsfélagið leitazt
við að fræða almenning um krabbameinsvarnir með
því m. a. að kaupa fræðslukvikmyndir frá ameríska
hrabbameinsfélaginu og fengið íslenzka lækna til
tala með þeim. Þær kvikmyndir, sem hafa verið
sýndar konum um allt land, vegna góðrar samvinnu
við kvenfélög landsins, eru „Varnir gegn legkrabba-
meini“ og „Leiðbeiningar fyrir konur um sjálfsat-
hugun á brjóstum“. Jafnframt hafa verið prentuð
rit um sama efni, sem úthlutað er ókeypis á fræðslu-
fundunum.
J. O. J.
Krabbameinsfélag íslands flytur
Hjúkrunarfélagi Islands heillaóskir í tilefni
50 ára afmælis þess og þakkar því
mikilsverSa samvinnu í heilbrigÓismálum.
FormáSur Krabbameinsfélags Islands.
BJARNÍ BJARNASON
læknir.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 125