Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 51

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 51
HÓLFIÐ CZZ3 fÁ r* ✓ Kæra pósthólf. Húrra fyrir pósthólfinu, því hef ég lengi beðið eftir. Nú fáum við, sem ekki treystum okkur í stórgrein- ar, loksins tækifæri tii að tjá okkur. Mér finnst blaðið ágætt þó megi fflargt að því finna. T. d. finnst mér alltof lítið berast af fregnum frá hjúkrunarkonum úti á landsbyggð- inni. Við megum ekki gleyma litlu s.iúkrahúsunum, þar sem fjöldi starfs- systra okkar vinna við ákaflega slæm ^innuskilyrði og aðbúnað. Próðlegt væri að heyra eitthvað þessi efni og hver veit nema það gæti hrundið einhverju af stað sem gæti orðið til bóta. Að lokum vil ég þakka ritstjórn fyrir þáttinn „Ný lyf kynnt“, sem kemur sér vel fyrir okkur „sem heima sitjum". Þökk fyrir birtinguna. Ein, sem vill fylgjast meö. □ Mér lízt vel á þessa hugmynd ykk- ar um pósthólfið og vona ég að sem flestar verði til að notfæra sér það. Aðalerindið mitt var að fá að koma smá orðsendingu til hjúkrunarnema °g -kvenna í sambandi við meðferð a afskornum blómum, einkum rósum a sjúkrahúsum. f blómunum liggja miklir peningar og blómin geta stað- 'ð lengi til ánægju fyrir sjúklingana ef þau fá rétta meðferð. Mér finnst oskaplegt að sjá hversu illa er hugs- að um þau víðast hvar. í mínu ung- dæmi pökkuðum við nemarnir hverri i'os í votan prentpappír á hverju kvöldi, og síðan voru blómin látin standa á svölum, loftgóðum stað (eft- lr því sem aðstæður leyfðu) yfir oóttina. Þó það sé mikið að gera stundum a kvöldin er ég viss um að hægt er að verða sér úti um smástund fyrir Wómin ef nægur áhugi er fyrir hendi. Með fyrirfram þökk fyrir birting- ana og margt gott í blaðinu. Blómaunnandi. □ Kæra pósthólf. Eg varð ákaflega hrifin, þegar ég Sa að þessi nýji þáttur var að hefja Söngu sína. Kannski fær maður nú að heyra óljóðið í starfssystrunum bráðlega, tarna fá þær tækifæri til þess. í þetta skipti var erindi mitt að fá að koma orðsendingu til þeirra, Setn staddar eru erlendis. Satt bezt að segja þá finnst mér þið hálflatar við að láta heyra frá ykkur í blaðið okkar. Ég er viss um að þið sjáið og kynnist mörgu, sem okkur hérna heima þætti ákaflega gaman að heyra um, ég tala nú ekki um ef ein og ein mynd fengi að fljóta með ef hún væri fyrir hendi. Nú vona ég, að þið daufheyrist ekki allar við svo smávægilegri bón og látið heyra í ykkur fljótlega. Svo óska ég ykkur gleðilegra jóia (já, hvernig væri t. d. að þið segðuð okk- ur frá jólahaldinu á sjúkrahúsinu, sem þið vinnið á) og farsæls kom- andi árs. Ein forvitin. □ • Skylt er okkur hjúkrunarkonum að gagnrýna hjúkrunarskólann og hjúkrunarmenntunina almennt, telj- um við þörf á. Og er ekki einu sinni nauðsynlegt, að benda á úrbætur. Enginn ætlast til að röntgenlæknir- inn lækni meinsemd, þó svo að hann hafi verið sá, er fann hana. Þessu bréfi er ekki ætlað að flytja neinar sögur um lélega hjúkrunarmenntun á íslandi. En vegna töluverðrar gagn- rýni lækna á hjúkrunarstéttina á vinnustað mínum, sé ég mig knúna til að trúa pappírnum fyrir áhyggj- um mínum. Islenzkir læknar hafa flestir starf- að erlendis og bera þeir okkur gjarn- an saman við starfssystur okkar þar. Er sá samanburður ekki okkur í hag. Oft hef ég heyrt orð frá læknum um agaleysi hjúkrunarkvenna, fá- fræði, leti og áhugaleysi. Oft á þetta allt að fara saman í einni manneskju og sjá allir, hversu skelfileg manns- mynd úr því verður. Læknirinn er ónáðaður i tíma og ótíma vegna smá- ræðis, t. d. hvort gefa megi N. N. Magnyl eða hvort þessi eða hinn á að vera fastandi fyrir þetta eða hitt prófið. Það á að eiga sér stað, að hjúkrunarkonan viti ekki um almennt ástand sjúklings, t. d. geti hún gefið sjúklingi sætan ávaxtasafa þótt próf morgunsins sýndi að sá sami hafi sykur í þvagi. Svona mætti endalaust telja og í framhaldi af því verður manni á að spyrja: Hvers vegna er þetta svona? Veljast óhæfari manneskjur til hjúkr- unarstarfa hérlendis en erlendis eða er íslendingurinn ekki til hjúkrunar- starfa fallinn? Er hjúkrunarmennt- un lélegi'i hér á landi en í útlöndum eða er það e. t. v. uppbygging sjúkra- húsanna og starfræksla hjúkrunar- stéttinni erfiðari hér heima en er- lendis. Ég er engin manneskja til að svara þessum spurningum af viti, en vissulega getur enginn bannað mér að svara þeim einhverju. Fyrstu og annarri spumingu svara ég neitandi. Því þó hjúkrunarlaunin séu iág og ekki beinlínis freistandi, er hjúkr- unarmenntunin tiltölulega ódýr. — Æskufólk þessa lands á ekki um margt að velja sér til menntunar, eigi það ekki auðuga foreldra. Hjúkrunai-menntunin er sjálfsagt ekki svo góð sem skyldi og væri ekki úr vegi að ræða um hana einhvern- tíma. En ég hef starfað erlendis á sjúkrahúsum og fann ekki að ég væri öðrum hjúkrunarkonum aum- ari, ef frá er talin tungumálaerfið- leikar í byrjun. Þá er komið að síð- ustu spurningunni. Er uppbygging og starfræksla sjúkrahúsanna hjúkr- unarstéttinni erfið? Þessari spum- ingu svara ég játandi og gæti bent á svo mörg atriði máli mínu til stuðn- ings, að efnið dygði í mörg hjúkrun- arblöð. í þetta sinn ætla ég að minn- ast aðeins á eitt atriði, sem senni- lega hefur mest áhrif á þekkingu og áhuga hjúkrunarkonunnar á starfi sínu. Á sjúkrahúsi því er ég vinn við, eru fimm sjúkradeildir og eru þær á fimm hæðum hússins. Á sjöttu og sjö- undu hæð eru lyflæknisdeildir og þar TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.