Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 50

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 50
andi stellingu. Gefa mjólkina hægt og leyfa barninu að „ropa“ á milli. Ef barnið kastar upp undir máltíð, eða strax eftir á, er bezt að gefa því strax aftur sama magn, en þá á að aðgæta að þreyta barnið ekki of mikið og gefa því nægan tíma til að sofa á milli. Eftir gjöf er betra að leggja barnið á hægri hlið, fyrst í stað, vegna legu magans, og hafa hærra undir höfðinu. Til að sjá, hversu mikið barnið kastar upp, má vigta það fyrir og eftir gjöf, en þá fara mjög varlega með barnið, því of mikil hreyfing getur valdið því að það kasti meiru upp. Á tíunda degi, talið frá 1. degi aðgerðar, hafði drengurinn náð þeim líkamsþunga, er hann hafði við komu, eða 3.600 gr. Á þess- um degi voru saumar teknir, og leit skurðurinn vel út. Fjórtán dögum eftir aðgerðina var hann kominn á fimm mál- tíðir, kl. 6—10—14—18—22. Þyngdist hann jafnt og þétt og leit vel út. Á átjánda degi hafði hann náð 3.800 gr. Þessi litli snáði fékkst aldrei til að brosa, nema síðustu dag- ana, sem hann var á deildinni, örlaði fyrir smá grettum. Við hjöl- uðum við hann alltaf um leið og við hjúkruðum honum og sýnd- um honum litríkar barnahringlur, einnig héldum við á honum þegar tækifæri gafst. Stór þáttur í hjúkrun þessa drengs var góð samvinna við foreldra hans. flískrífí. Þegar drengurinn var búinn að vera 23 daga hjá okkur á deild- inni, voru læknar og hjúkrunarkonur ánægð með árangurinn og ákveðið var að senda hann heim til föðurhúsa. Móðirin kom inn á deildina tvö kvöld í röð og fékk leiðbeiningar um fæði og með- ferð barnsins og gaf drengnum um leið sjálf að drekka. Þegar kom að kveðjustund, talaði læknir deildarinnar við for- eldrana um eftirmeðferð drengsins og ráðlagði ýtrustu nær- færni, því enn væri drengurinn ekki alveg orðinn heilbrigður, en batinn myndi smá koma. Var skýrsla send til þess læknis, sem átti að stunda drenginn í heimabæ hans. Við kvöddum drenginn með söknuði og óskuðum honum og foreldrum hans allra heilla. En eftir stóð rúmið hans autt, til- búið til að taka á móti næsta barni. RITSTJÓRNARÞÁTTUR - Framh. af bls. 133. blaðinu að vanda fréttir og tilkynningar, m. a. um fræðslu Krabba- meinsfélagsins í skólum. Fyrstu bréfin í pósthólfið hafa borizt og vonandi verða þau fleiri. Að lokum nokkur orð um kjaramálin. Eins og 1963 stöndum við frammi fyrir miklum óróa í launamálunum. Mikill áhugi ríkir nú á því sviði, enda eru núverandi föst laun hjúkrunar- fólks ýkjulaust hálfdrættingur miðað við þau laun sem réttmæt geta talizt. Unnið er að starfsmati og liggja frumdrög þess fyrir. Hjúkrunarstéttin verður að standa vörð um hagsmuni sína, tryggja réttmæta afkomu og varast að lítið sé gert úr einstökum liðum starfsmats — menntun, starfsþjálfun, sjálfstæði og frumkvæði, ábyrgð, — sem starfinu fylgja. Gott dæmi um ábyrgðarmikið starf hjúkrunarfólks er að finna í ágætri grein hjúkrunarnema að þessu sinni eftir Hölíu Arnljótsdóttur um Hjúkrun drengs með Pylorus stenosis. 140 TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.