Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 44
MINNINGARORÐ Ólafía Jónsdóttir hjúkrunarkona, frá Bústöðum Ólafía Jónsdóttir hjúkrunar- kona andaðist þann 31. okt. s.l., en fædd var hún þann 27. júní árið 1885, dóttir hjónanna Sig- ríðar Ólafsdóttur og Jóns Ólafs- sonar, sem lengi bjuggu á Bú- stöðum. Af systkinum Ólafíu lifir Ragnar Jónsson, núverandi bóndi að Bústöðum, en Herborg, systir þeirra, andaðist hér í Reykjavík þann 20. ágúst s.l. og Ólafur, sem var næstelztur systkinanna, dó árið 1966. Ólafía ólst upp hjá foreldrum sínum á Bústöðum, sem í þá daga voru í þjóðbraut margra ferðamanna, enda var Bústaða- heimilið víða kunnugt, bæði hér syðra og austan fjalls, og marg- ir minnast þess enn. Þegar Ólafía var á bernsku- skeiði, voru ekki lærðar hjúkr- unarkonur á Islandi. Hins vegar tók orðrómurinn um þær að breiðast út þegar hún var ung stúlka. Þegar Jón Helgason, síð- ar biskup, reyndi að vekja áhuga Reykvíkinga á hjúkrunarstörf- um laust fyrir aldamót, ,,þá fylgdi honum enginn“ eins og hann sjálfur segir í blaði sínu. En hugsjónin vann á og árið 1903 komst Hjúkrunarfélag Reykjavíkur á stofn. Síðar kom ,,Líkn“ til sögunnar og loks H j úkrunarf élag Islands, sem um þessar mundir á hálfrar ald- ar afmæli. — En mönnum fór að skiljast það smátt og smátt á fyrsta áratug aldarinnar, hve þýðingarmikill þáttur í menn- ingarlífinu hjúkrunin er. ólafía tók ung ástfóstri við hjúkrunarhugsjónina og helgaði henni starfsævi sína, bæði með alkunnum hj úkrunarstörfum og með því að veita forstöðu mikil- vægum stofnunum, sem höfðu þörf fyrir menntun hennar og mannkosti. Flest sveitabörn fyrir aldamót fengu uppfræðslu sína í heima- húsum og framhaldsmenntun í skóla lífsins. En Ólafía stundaði einnig nám í Kvennaskóla Reykjavíkur árin 1910—1911, og vann síðar aðstoðarhjúkrun- arstörf í Laugarnesspítala 1913 —1916 og kynntist þar með mörgu, sem síðar kom að góð- um notum. Árið 1917—1919 stundaði hún nám við hjúkrun- arskólann í Lovisenberg, sem er menntastofnun norsku diakon- issuhreyfingarinnar austan fjalls í Noregi, og verklegt nám við Ríkisspítalann í Osló. Eftir heimkomuna til Íslands vann hún um skeið að einkahjúkrun í heimahúsum. Kunningjum hennar er minnisstæð saga, sem hún sagði frá langri ferð austur í sveitir, sem hún fór til að hjúkra konu, sem lengi hafði legið veik. Þá var flest gjör- ólíkt því sem nú er í samgöngu- málum. Hjúkrunarkona við barna- deild Vífilsstaða var Ólafía árin 1921—23, yfirhjúkrunarkona við Elliheimilið Grund árin 1930 —36, og eftir það eitt ár við framhaldsnám við Biblíuskóla í Osló og hjúkrun við geðlækn- ingastofnunina í Dikemark. Þá kom hún heini og gerðist skóla- hjúkrunarkona að Laugarvatni fram til ársins 1942, og starfaði við upptökuheimili og eftirlit með ungum stúlkum árin 1942 til 1944, og var síðan yfirhjúkr- unarkona á Kleppsjárnsreykj- um til ársins 1958. Eftir að hún lét af störfum, átti hún heima að Hátúni 4 hér í Reykjavík. Ólafía tók mikinn þátt í fé- lagslífi og félagsstdrfum, fói’ alíoft til útlanda á hjúkrunar- kvennaþing og átti vini allvíða á Norðurlöndum. Hún hafði mikinn áhuga, bæði á almennri hjúkrun og einnig á díakonissu- starfi. M. a. hafði hún forgöngu að stofnun minningarsjóðs um ólafíu Jóhannsdóttur, en þessa mikilhæfu andlegu systur sína hafði hún í hávegum. Hún tók þátt í starfi Kristilegs félags hjúkrunarkvenna, KFUK og Kristniboðsfélags kvenna. Allt til síðustu stundar hélzt áhugi hennar á því að greiða veg þeim stúlkum íslenzkum, sem læra vildu díakoníu, þ. e. kirkjulega félagsþjónustu og hjúkrun, enda er það markmið sjóðsins að vinna þeirri hugsjón brautar- gengi. Ólafía var einlæg trúkona og hafði tileinkað sér heilsteypta kristna lífsskoðun, sem henni var mikill styrkur að. Hún var áhugasöm um frjálst kristilegt starf og tók virkan þátt í því. Kirkjuna rækti hún af alúð og hafði lifandi áhuga á heill henn- ar. Þá var hún virk í starfi fyrir fatlaða og lamaða og lét sig 134 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.