Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 40
er ég hef dvalið á, og yfirlækn- isins þar, Jónasar Rafnar, sem eins reglusamasta og göfugasta manns er ég hef unnið með, að öílum öðrum ólöstuðum. — En drottinn minn, langir voru vetraragarndir á Kristneshæli, þrátt fyrir gott bókasafn sem maður hafði aðgang að í frí- stundum. Nú breyttist viðhorfið. Ég lenti í störfum fyrir unglinga- og barnavernd í Reykjavík um 2ja ára skeið og segi ekki þá sögu nánar, þótt það væri raun- ar kafli út af fyrir sig og hann ekki ómerkilegur. — Þetta var á hernámsárunum. En 1. september 1944 var ég ráðin hjúkrunarkona hjá Rauða krossi Islands og hef gegnt þeirri stöðu síðan, að því ári undanskildu (1947 og 1948) er ég dvaldi í háskólanum að Ár- ósum við heilsuverndarnám. Þegar hér er komið máli mun ég staldra við og skýra nokk- uð ýtarlega frá Rauða kross störfunum, en svo mun ritstjóri „Hlínar" fyrst og fremst hafa ætlast til að ég gerði. Rauða-kross hj úkrunarstarfið er sérstætt mjög og ólíkt öðru. Það er ábyrgðarstarf, órólegt, óútreiknanlegt, en jafnframt „interessant“ og sjálfstætt. Hjúkrunarkonan hefur m. a. það starf á hendi, að ferðast um landið og kenna almenningi heimahjúkrun og hjáip í við- lögum — og, eftir að ég kom frá heilsuverndarnámi: einnig heimilisheilsuvernd og meðferð ungbarna. Er það helzt gert að haustinu, fram að jólum, en á sumrin hefur hjúkrunarkonan oft eftirlit með börnum sumar- dvalarheimila. Yfir vetrarmán- uðina, frá janúarbyrjun til maí- loka, er hjúkrunarkonan í Sand- gerði og hefur eina stúlku sér til aðstoðar á sjúkraskýlinu. Það var fyrst tekið í notkun 1937. — Sjómenn, víðsvegar af land- inu, sem dvelja hópum saman í Sandgerði hverja vetrarvertíð, fá ýmis konar hjálp og fyrir- greiðslu í sjúkraskýli Rauða- krossins. Þar geta þeir legið rúmfastir í veikindatilfellum, fengið aðgerð á meiðslum sín- um, baðað sig, o. s. frv. Legu- dagar, aðgerðir ýmiskonar, svo og böðin, skipta hundruðum hverja vertíð. Dag og nótt er hjúkrunarkonan til taks, ef ein- hver þarf hjálpar hennar með. Læknar frá Keflavík eru enn- fremur til viðtals í skýlinu tvisvar í viku, klukkustund í einu. Hægt er einnig að hringja til þeirra, ef meiriháttar slys eða veikindi bera að höndum. Vegalengd miili Sandgerðis og Keflavíkur eru 7 km. — En oft verður Rauða-kross hjúkrunar- konan að taka ákvarðanir og framkvæma það, sem spítala- hjúkrunarkonuna, undir hand- arjaðri læknisins, gæti ekki dreymt um. Sjúkraskýlið hefur tekið mikl- um stakkaskiptum síðan 1945. Þá var þar kolakynding fyrir húsið og böðin, kolavél í eldhúsi, vatninu, sem var takmarkað af vöxtum, dælt úr lélegum brunni, skólpi úr böðunum dælt burtu með lélegri handdælu, o. s. frv. Smám saman hefur þetta verið endurbætt, fengin olíukynding, vatnsleiðsla, skolpleiðsla, raf- magn frá Sogsvirkjuninni, raf- magnseldavél, rafmagnspottur, nýjir ofnar og gólfdúkar — þar sem þá vantaði. — Loks hefur verið komið upp ljósböðum og herbergi í kjallara lagfært fyrir þau. Síðast í sumar var sjúkra- skýiið málað utan og innan og er það nú vistlegt mjög og búið flestum þægindum. Þó er nokk- uð eftir að gera enn, einkum ut- anhúss, og ætti að starfrækja skýlið allt árið, þyrfti að vera afgirtur, ræktaður reitur kring- um húsið. Hjúkrunarkonan gerir meira en að sinna störfum í sjúkra- skýlinu. Hún fer í sjúkravitj- anir svo hundruðum skiptir í braggana og út um þorpið og í nágrenni þess. Hin síðari ár hef- ur hún einnig haft með höndum heilbrigðiseftirlit í barna- og unglingaskólanum og stundum kennt unglingunum hjálp í við- lögum. 1 sjúkraskýlinu þarf að hafa nokkuð af lyfjum og umbúðum til taks, ekki eingöngu til eig- in þarfa, heldur einnig fyrir bát- ana og fólkið yfirleitt, því ekki verður hlaupið til Keflavíkur í snatri, eða hvenær sem er. Þótti mér — einkum í byrjun — vandasamt að sigla milli skers og báru í þessum efnum, láta ekki annað en það, sem leyfi- legt og skaðlaust er, en reyna á hinn bóginn að sinna þörfum fólksins og gera það ánægt. Oft er býsna örðugt að vita, hve miklar byrgðir þarf að útvega, þar sem skýlið starfar aðeins hluta úr árinu og maður vill ógjarnan liggja með mikið, sem svo e. t. v. verður ónýtt. Hjúkrunarkonan ber fjárhag skýlisins fyrir brjósti og reynir að láta hann verða sem beztan. Verðlagi er þó öllu mjög stillt í hóf, en sjómenn og útgerðar- menn hafa árlega styrkt sjúkra- skýlið með nokkrum fjárfram- lögum. 1 seinni tíð hefur hrepp- urinn einnig hlaupið lítils hátt- ar undir bagga og meira að segja lagði ríkissjóður á síðastliðnu ári fram nokkra fjárhæð til við- haldskostnaðar. — Annars rek- ur Rauði-krossinn sjúkraskýlið án opinberra styrkja. Ég læt nú staðar numið. Hélt upphaflega að ég myndi aldrei fá tíma til að skrifa staf um þetta, en úr því hefur rætzt — á hlaupum. Bið ég svo lesendur að lokum velvirðingar á mælginni, sem einna helzt mun líkjaSt minn- ingargrein. Kannski það sé fyr- irboði? Með kærri kveðju. M. J. 130 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.