Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 22
Sigrún Gisladóttir, hjúk'runarkona: Hlutverk gjörgæzludeilda Á öld geimvísinda og örrar tækniþróunar hefur gjörbylt- ing orðið í læknavísindum. Og þar af leiðandi mikil og marg- vísleg breyting á sviði hjúkr- unar. Á vaktstofu hjúkrunarkvenna er svipað umhorfs og í stjórn- klefa síldarleitarbáts, fannst einum gömlum skipstjóra, er hann leit inn á vakstofu III- deildar C Landsspítalans og sá hj artarafs j ártækin. Hvað merkir þá orðið gjör- gæzla, sem er nýtt orð í íslenzkri tungu. Gjörgæzludeild er það heiti, sem við ennþá notum yfir sj úkradeild, sem kallast á enskri tungu intensive care unit, en á norðurlandamálum intensivbe- handlingsavdeling. Islenzkufræðingar hafa ekki lagt blessun sína yfir þessa þýð- ingu og því síður sett hana inn í orðabækur. I orðinu gjörgæzla á að felast skilgreining á starf- semi deildarinnar. Hér á sér ætíð stað erfið hjúkrun, þar sem sjúklingarnir fá intensivmeð- ferð. Það er hægt að segja, að intensivmeðferð sé endurlífgun- araðgerðir með lyfjum og öllum hugsanlegum h j álpartæk j um, t. d. öndunarvél. Þessu fylgir, að deildin verður að geta veitt intensivhjúkrun og jafnframt intensivobservation, þ. e. a. s. hárnákvæma aðgæzlu á líðan sjúklinga, sem geta þurft á int- ensivmeðferð að halda hvenær sem er. öll fyrrnefnd atriði eiga að felast í heitunum gjör- gæzludeild og gjörgæzla og verða þau notuð í þessari grein þó aðrar uppástungur hafi kom- ið fram um heiti deilda af þess- ari tegund. Þróun gjörgæzludeilda getur maður sagt að hafi orðið fyrst vart í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem fljótt var séð ávinn- ingurinn í því að hafa saman þungt haldna sjúklinga. Verulegur skriður kemur á í þessum málum í Evrópu og U.S.A. um árið 1960, og þar frá hefur orðið mjög ör þróun. I dag er talið sjálfsagt, að hafa gjörgæzludeild á hverju sjúkra- húsi og á stærri sjúkrahúsum eru yfirleitt sérhæfar gjör- gæzludeildir, jafnt á handlækn- is- sem lyflæknisdeildum. I sambandi við handlæknis- deild mætti nefna: Almenn postoperativ deild, Thorax postoperativ deild, N evrokir urgisk postoperativ deild. Við lyflæknisdeild: Almenn lyflæknis gjörgæzlu- deild, Infektion gjörgæzludeild, H j artagj örgæzludeild. I Evrópu er umsjón á þess- um deildum oftast í höndum svæfingarlækna, er hafa sam- starf við sérfræðinga sjúkra- hússins, en á sérhæfum gjör- gæzludeildum hefur viðkomandi sérfræðingur yfirumsjón. Hver er ávinningurinn af að hafa gjörgæzludeild á sjúkrahúsi? a) Betri nýting á hjúkrunar- starfskrafti og læknirinn er einnig í betri og örugg- ari aðstöðu. b) Nauðsynleg hjálpargögn eru á einum stað og í hönd- um starfsliðs, sem þekkir þau og kann notkun þeirra. Því er það, að þó stofnkostn- aður gjörgæzludeilda sé ákaf- lega mikill, launar hann sig fljótt. í England er sparsemi dyggð og eru þeir félitlir og hafa víða ekki eins fullkomnar gjörgæzlu- deildir og á Norðurlöndum. En þeir hafa þó skapað aðstöðu til gjörgæzluhjúkrunar á mjög hagkvæman hátt og eiga hjúkr- unarkonur stóran þátt í því. Gjörgæzliideilil fyrir lijartasjúklinga. Dánartíðni af völdum hjarta- sjúkdóma er efst á lista í vel- megunar þjóðfélögum og fer sí- fellt vaxandi. Mikil og viðtæk barátta gegn sjúkdómnum á sér einnig stað. Starfræksla gjör- gæzludeilda fyrir þessa sjúkl- inga er nú orðin veigamikill þáttur í þeirri baráttu. Þar er baráttan háð í hinum acuta fasa, þar sem hættur eru mestar á alvarlegum complikationum við infarctus myocardi, sem leiða til dauða ef ekkert er að gert. Aðalatriðið er að koma í veg fyrir, að complikationir komist á hættulegt stig. Þær gera boð á undan sér í flestum tilfellum, og er þá hægt að upphefja þær eða koma algerlega í veg fyrir þær á hinu hættulega tímabili, ef gripið er inn í nógu fljótt. Á þessum deildum eru jafn- framt meðhöndlaðir aðrir hjartasjúkdómar, m. a. hinar 112 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.