Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 20
Óluftir Örn Arnarson, læknir: Nokkur orð um nýrnaflutning Á síðastliðnum 10 árum hef- ur lífæraflutningur komist af tilraunastigi og er nú í mörg- um tilfellum viðurkennd læknis- meðferð. Tæknilega séð hefur verið sýnt fram á, að unnt er að flytja allmörg líffæri, t. d. nýru, hjörtu, lungu og lifur og jafnvel fleiri. Aðalvandamálið við flutning líffæra frá einum einstaklingi til annars hefur verið tilhneiging viðtakandans til að hrinda frá sér hinu nýja líffæri. Þessum eðlilegu við- brögðum líkamans er hægt að draga úr eða breyta á ýmsan máta, t. d. með vissum lyfjum, röntgengeislum eða blóðvatns- gjöfum. Langmest reynsla við líffæraflutning hefur fengizt með nýru. Á síðustu árum hafa verið flutt um það bil 2500 nýru og þar fengin allmikil reynsla, sem einnig hefur komið að not- um við flutning annarra líffæra. Árið 1955 voru fyrstu nýrna- flutningarnir framkvæmdir í Boston í Bandaríkjunum. Var hér um að ræða eineggja tví- bura, en þar sem þeir eru í vissu tilliti sami einstaklingur- inn, tókst þetta allvel þegar í byrjun. Kom fljótlega í ljós að tæknilega séð er þetta ekki sér- lega erfitt. Sú skurðtækni, sem þá var notuð, er svo til óbreytt enn í dag. Venjulega var vinstra nýrað tekið úr gjafanum, og sett í hægri fossa iliaca viðtakand- ans. Er vena renalis tengd við vena iliaca og arteria renalis við arteria iliaca interna. Síðan er ureter tengdur við blöðru. Enda þótt beztur árangur hafi náðst með flutning nýrna milli eineggja tvíbura, hefur einnig náðst allgóður árangur með nýru, sem tekin eru úr nánu ætt- fólki sjúklings. Er þá oftast um að ræða foreldra eða systkini. Hins vegar eru margir sjúkl- ingar, sem ekki eiga þess kost að fá nýra frá lifandi ættingja og því hafa á seinni árum verið notuð nýru úr iíkum. Er þá hægt að nota bæði nýrun og þau sett í tvo sjúklinga samtimis. Að sjálfsögðu koma þeir sjúklingar einir til greina til nýrnaflutnings, sem hafa ólækn- andi nýrnasjúkdóma. Er hér oft um að ræða ungt fólk á bezta aldri, sem að öðru leyti er við góða heilsu. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að koma þessu fólki aftur út í lífið, þannig að það geti orðið nýtir þjóðfélags- þegnar. Þegar nýrnastarfsemi sjúkl- inganna er orðin það léleg, að til mála kemur að gefa þeim nýtt nýra, þurfa þeir að sjálf- sögðu á hemodialysu að halda. Raunar er hægt að viðhalda sjúklingum á dialysu í mörg ár. Kostnaður við það er hins vegar mjög mikill og mörg vandamál koma upp í sambandi við það. Dialysan er tímafrek, frá 8—10 klst. að minnsta kosti tvisvar í viku. Flestir sjúklinganna eru meira eða minna bundnir við sjúkrahús, enda þótt nokkrir sjúklingar séu dialyseraðir í heimahúsum með hjálp aðstand- enda. Sjúklingarnir þurfa að vera á ströngu mataræði og þeim eru margar takmarkanir settar hvað snertir vinnu og aðr- ar athafnir. Þeim líður sjaldn- ast vel og þjást oft af blóðleysi og neuropatiu. Ef til mála kemur að nota nýra úr einhverjum ættingjum Myndin sýnir hvemig nýraö er tengt við æðamar og blöðmna. 110 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.