Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 44
MINNINGARORÐ
Ólafía Jónsdóttir
hjúkrunarkona, frá Bústöðum
Ólafía Jónsdóttir hjúkrunar-
kona andaðist þann 31. okt. s.l.,
en fædd var hún þann 27. júní
árið 1885, dóttir hjónanna Sig-
ríðar Ólafsdóttur og Jóns Ólafs-
sonar, sem lengi bjuggu á Bú-
stöðum.
Af systkinum Ólafíu lifir
Ragnar Jónsson, núverandi
bóndi að Bústöðum, en Herborg,
systir þeirra, andaðist hér í
Reykjavík þann 20. ágúst s.l.
og Ólafur, sem var næstelztur
systkinanna, dó árið 1966.
Ólafía ólst upp hjá foreldrum
sínum á Bústöðum, sem í þá
daga voru í þjóðbraut margra
ferðamanna, enda var Bústaða-
heimilið víða kunnugt, bæði hér
syðra og austan fjalls, og marg-
ir minnast þess enn.
Þegar Ólafía var á bernsku-
skeiði, voru ekki lærðar hjúkr-
unarkonur á Islandi. Hins vegar
tók orðrómurinn um þær að
breiðast út þegar hún var ung
stúlka. Þegar Jón Helgason, síð-
ar biskup, reyndi að vekja áhuga
Reykvíkinga á hjúkrunarstörf-
um laust fyrir aldamót, ,,þá
fylgdi honum enginn“ eins og
hann sjálfur segir í blaði sínu.
En hugsjónin vann á og árið
1903 komst Hjúkrunarfélag
Reykjavíkur á stofn. Síðar kom
,,Líkn“ til sögunnar og loks
H j úkrunarf élag Islands, sem
um þessar mundir á hálfrar ald-
ar afmæli. — En mönnum fór
að skiljast það smátt og smátt
á fyrsta áratug aldarinnar, hve
þýðingarmikill þáttur í menn-
ingarlífinu hjúkrunin er.
ólafía tók ung ástfóstri við
hjúkrunarhugsjónina og helgaði
henni starfsævi sína, bæði með
alkunnum hj úkrunarstörfum og
með því að veita forstöðu mikil-
vægum stofnunum, sem höfðu
þörf fyrir menntun hennar og
mannkosti.
Flest sveitabörn fyrir aldamót
fengu uppfræðslu sína í heima-
húsum og framhaldsmenntun í
skóla lífsins. En Ólafía stundaði
einnig nám í Kvennaskóla
Reykjavíkur árin 1910—1911,
og vann síðar aðstoðarhjúkrun-
arstörf í Laugarnesspítala 1913
—1916 og kynntist þar með
mörgu, sem síðar kom að góð-
um notum. Árið 1917—1919
stundaði hún nám við hjúkrun-
arskólann í Lovisenberg, sem er
menntastofnun norsku diakon-
issuhreyfingarinnar austan
fjalls í Noregi, og verklegt nám
við Ríkisspítalann í Osló. Eftir
heimkomuna til Íslands vann
hún um skeið að einkahjúkrun
í heimahúsum. Kunningjum
hennar er minnisstæð saga, sem
hún sagði frá langri ferð austur
í sveitir, sem hún fór til að
hjúkra konu, sem lengi hafði
legið veik. Þá var flest gjör-
ólíkt því sem nú er í samgöngu-
málum.
Hjúkrunarkona við barna-
deild Vífilsstaða var Ólafía árin
1921—23, yfirhjúkrunarkona
við Elliheimilið Grund árin 1930
—36, og eftir það eitt ár við
framhaldsnám við Biblíuskóla í
Osló og hjúkrun við geðlækn-
ingastofnunina í Dikemark. Þá
kom hún heini og gerðist skóla-
hjúkrunarkona að Laugarvatni
fram til ársins 1942, og starfaði
við upptökuheimili og eftirlit
með ungum stúlkum árin 1942
til 1944, og var síðan yfirhjúkr-
unarkona á Kleppsjárnsreykj-
um til ársins 1958. Eftir að hún
lét af störfum, átti hún heima
að Hátúni 4 hér í Reykjavík.
Ólafía tók mikinn þátt í fé-
lagslífi og félagsstdrfum, fói’
alíoft til útlanda á hjúkrunar-
kvennaþing og átti vini allvíða
á Norðurlöndum. Hún hafði
mikinn áhuga, bæði á almennri
hjúkrun og einnig á díakonissu-
starfi. M. a. hafði hún forgöngu
að stofnun minningarsjóðs um
ólafíu Jóhannsdóttur, en þessa
mikilhæfu andlegu systur sína
hafði hún í hávegum. Hún tók
þátt í starfi Kristilegs félags
hjúkrunarkvenna, KFUK og
Kristniboðsfélags kvenna. Allt
til síðustu stundar hélzt áhugi
hennar á því að greiða veg þeim
stúlkum íslenzkum, sem læra
vildu díakoníu, þ. e. kirkjulega
félagsþjónustu og hjúkrun, enda
er það markmið sjóðsins að
vinna þeirri hugsjón brautar-
gengi.
Ólafía var einlæg trúkona og
hafði tileinkað sér heilsteypta
kristna lífsskoðun, sem henni
var mikill styrkur að. Hún var
áhugasöm um frjálst kristilegt
starf og tók virkan þátt í því.
Kirkjuna rækti hún af alúð og
hafði lifandi áhuga á heill henn-
ar. Þá var hún virk í starfi fyrir
fatlaða og lamaða og lét sig
134 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS