Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Qupperneq 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Qupperneq 7
Búið er að skipuleggja Lóknámið, þ. e. a. s. fyrstu 2 veturna, en skipulag verknáms mun ekki ennþá vera ákveðið. Forráðamenn skólans hafa ekki séð ástæðu til þess að hafa samband eða samráð við HFI og litlar upp- lýsingar var hægt að fá í menntamálaráðuneytinu þeg- ar félagið hafði samband við það nú nýverið. Formaður HFI boðaði skólastjóra þessa skóla til fundar þ. 4. september sl. ásamt aðilum úr fræðslu- málanefnd félagsins og frá hjúkrunarskólunum. Fengust þar frekari upplýsingar og staðfesting á því sem hér er sagt á undan. Stjórn HFÍ hefur falið sömu fulltrúum að taka þessi mál til umfjöllunar. Það mun óhætt að segja, með tilliti til þess sem hér hefur verið sagt og í ljósi þess að Hjúkrunarfélag Islands hefur lýst þeirri stefnu sinni við opinbera aðila að öll hjúkrunarmenntun eigi að fara á háskólastig að við liöfum ekki meðbyr eins og er,“ sagði Ingibjörg Helgadóttir að lokum. Hópumræður Unnið var í 8 hópum og var umræðugrundvöllur sem hér segir: Fyrirkomulag stjórnunar með megináherslu á stjórnun heilsuverndar á heilsugæslustöðvum og á sjúkrahúsum. Fyrirkomulag stjórnunar með megináherslu á hjúkr- unarþjónustu utan sjúkrahúsa og samræmingu við þjónustuna innan sjúkrahúsanna. Dreifing á ábyrgð og verkaskiptingu í starfi hjúkr- unarfræðinga utan sjúkrahúsa svo og samvinna við þjónustuna innan sjúkrahúsa. Dreifing á ábyrgð og verkaskiptingu í starfi hjúkr- unarfræðinga á sjúkrahúsum svo og samvinna við þjón- ustuna utan sjúkrahúsa. Viðhorf í málefnum starfsmanna. Líkam-, sálar- og félagsleg starfsaðstaða hjúkrunar- fræðinga. Hvaða hlutverki eiga hjúkrunarfræðingar og starfs- mannafélögin að gegna í starfsemi þeirri sem vinnur að öryggi í starfi? Hvaða atriði eru það sem einkum þarf að huga að og breyta í öryggi í starfi hjúkrunarfræðinga? A hvern hátt er unnt að koma slíkum breytingum á? Aðrar skoðanir sem varða öryggi í starfi og vafa- mál, er að því lúta. I. Skoðanir á úthlutun og skiptingu fjármagns til heilsugæslu, sjúkra- og félagsþjónustu. II. Hlutverk og ábyrgð hj úkrunarfræðinga og starfs- mannafélaganna við skiptingu fjármagnsins. Ályktanir Menntun Félög hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum skulu eiga fulltrúa í öllum nefndum, starfshópum og ráðum af svipuðu tagi, sem gera áætlanir um og skipuleggja menntun á sviði heilsugæslu og hjúkrunar. Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga og aðildar- félög að henni skulu vinna að því: aS útlærður hjúkr- unarfræðingur, jafnt í stofnunum sem við almenna heilbrigðisþjónustu, eigi sér að kostnaðarlausu kost á að aðhæfa menntun sína menntunarkröfum líðandi stundar, að vinnuveitanda verði skylt að tryggja skipu- lega framkvæmd þessa viðbótarnáms, að viðhótarnám- ið fari einungis fram sem skólanám. Aðild til áhrifa Alits hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfélaga skal leitað, vegna sérþekkingar þeirra, þegar teknar eru á- kvarðanir um öll mál sem varða heilsugæslu og hjúkrun. Þörf á starfsliði Með hliðsjón af óskum um að fullnægja þörf samfé- lagsins fyrir sem fullkomnasta heilsugæslu og hjúkrun, mælir samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga með því, að aðildarfélögin beini tilmælum til áhyrgra stjórn- valda í landi sínu um að láta sem fyrst fara fram rann- sókn á þörf fyrir heilsugæslu og hjúkrun. Á þann hátt einan er unnt að fá markverðan mælikvarða um sam- setningu og menntun starfsliðs við heilbrigðisþjónust- una. Á þeim grundvelli eru tök á að koma í veg fyrir handahóf og óæskileg starfsskilyrði við heilbrigðisþjón- ustuna. Rannsóknir Samvinna norrænna hjúkrunaríræðinga telur að rannsóknir á sviði hjúkrunar séu ein veigamesta forsenda þess að unnt sé að tryggja einstaklingsbundna og fullnægjandi heilsugæslu og hjúkrun. Er því knýj- andi þörf á að veitt verði fé til rannsókna á heilsu- gæslu og hjúkrun, bæði í einstökum löndum og á Norð- urlöndum í heild. Andlegar og líkamlegar pyntingar I sambandi við þær upplýsingar sem stöðugt berast um andlegar og líkamlegar pyntingar á fólki, vill full- trúafundur SSN taka eftirfarandi fram: Hjúkrunar- fræðingar á Norðurlöndum mótmæla harðlega hvers konar andlegum og líkamlegum pyntingum á fólki. Þeir skora á öll ábyrg stjórnvöld að beita áhrifum sínum við leiðtoga í þeim löndum, sem talið er, að pyntingar eigi sér stað, og að binda endi á þær. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 105

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.