Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Page 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Page 15
Rannveig Þóróljsdóttir og SigríSur Jakobsdóttir. hjúkrunin annast eru komnir yfir sextugt. Sjúkrahúsin virðast ekki ýkja hrifin af þeim aldurshópi og þess vegna reynist mjög erfitt að koma þessum sjúklingum inn á sjúkrahús, jafnvel þó að þeir verði fárveikir. Komist þeir inn, sem helst gerist á „ákutvakt“ spítalanna, eru þeir oft sendir heim um leiS og þeir eru úr lífshættu hvernig sem heim- ilisaSstæSur eru. Þó aS þaS sé ef til vill aS bera í bakkafullan lækinn aS ræSa hér um skortinn á hjúkrunardeildum, verS- ur ekki hjá því komist svo mjög sem þaS mál er tengt vandamálum heima- hjúkrunarinnar. ÞaS er vissulega nauSsynlegt aS auka og bæta heima- hjúkrun og heimilishjálp, en eins og þessum málum er nú háttaS er enn- þá brýnna aS koma á fót hjúkrunar- deildum. Fárveik gamalmenni og langlegusjúklinga er ekki hægt aS hafa í heimahúsum nema viS alveg sérstaklega góSar aSstæSur sem sjaldnast eru fyrir hendi. I þessum málum ríkir neySar- ástand og hefur starfsfólk heima- hjúkrunarinnar kynnst því vel á und- anförnum árum og mætti hér koma meS mörg dæmi. ÞaS eru því mikil vonbrigSi aS ekkert skuli ennþá hylla undir lausn þessa vandamáls. ÞaS versta er aS allir vísa frá sér. Heimilislæknar skrifa aS vísu beiSn- ir á sjúkrahús og dvalarheimili sem þeir vita þó fyrirfram aS lenda í „biSlistabunkanum“. Sjúkrahúsin gera þaS sama og senda sjúklingana svo oft heim meS loforSum um aS þeir muni bráSum fá pláss á þessari eSa hinni stofunni. I slíkum tilfellum er svo oft vísaS á heimahjúkrunina sem situr svo uppi meS vandann, farlama gamalmenni í heimahúsum viS óviSunandi aSstæS- ur og engin stofnun vill taka viS þeim. Þá hefst barátta hjúkrunarkvenn- anna í heimahjúkruninni viS aS reyna aS koma þessum sjúklingum einhvers staSar inn og oft gerist ekk- ert í málinu fyrr en algjört neySar- ástand hefur skapast. í slíkum til- fellum er oft leitaS til aSstoSarlækna borgarlæknis sem geta þá e. t. v. þvingaS einhverja stofnun til þess aS taka sjúklinginn til bráSabirgSa. ÞaS sem fyrst og fremst þarf aS hafa í huga þegar senda á sjúkling heim af sjúkrahúsi eru heimilisaS- stæSur. Sé um ósjálfbjarga sjúkling aS ræSa verSur heimilisfólkiS aS vera fært um aS taka aS sér mikinn hluta þeirrar umönnunar sem slíkir sjúklingar þarfnast. Heimahjúkrun og heimilishj álp geta veitt heimilinu mikla hjálp og styrk en þaS má ekki treysta um of á þessa þjónustu. ÞaS er ekki meiningin hér aS ráS- ast sérstaklega á einn eSa neinn heldur undirstrika þetta mikla vanda- mál og gera grein fyrir því aS starfs- fólk heimahjúkrunarinnar hefur ekki aSstöSu til aS sinna öSrum sjúkling- um en þeim sem komast af meS hjúkrun sem byggist á vitjunum. Aftur á móti mætti t. d. athuga hvort heimahjúkrunin gæti ekki tek- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 113

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.