Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Page 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Page 19
Fundur hjúkmnarfrœðinga frá Norðurlöndum og Austur - Evrópulöndum í Helsíngfors 26. - 30. maí 1915 Finnska hjúkrunarfélagið bauð til þessa fundar. Af hálfu HFI mætti Nanna Jónasdóttir, en fundinn sátu fulltrúar frá Islandi, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, Rúss- landi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Póllándi og Austur-Þýskalandi, einn- ig fulltrúi frá ICN, alþjóða sam- vinnu hjúkrunarfræðinga - alls 27 fulltrúar. Fundurinn var haldinn á Hótel Haaga, nýbyggðu hóteli í út- jaðri Helsingfors, sem sérstaklega er byggt til ráðstefnuhalds og hefur upp á öll hugsanleg þægindi og tækniað- stöðu að bjóða, t. d. fundarsal sem rúmar yfir 200 manns þar sem hægt er að bregða upp kvikmyndum eða öðrum hj álpargögnum til útskýring- ar því málefni sem á dagskrá er hverju sinni. Þátttakendur bjuggu einnig á staðnum og er það mikill kostur þegar dagskrá er jafn ásetin og raun er, þar sem hjúkrunarfræð- ingar þinga. Setningarathöfnin var mjög hátíð- leg. Kvennakór í hinum fjölskrúðuga finnska þjóðbúningi söng. Toini Nousiainen, form. finnska hjúkrun- arfélagsins og einnig SSN, bauð full- trúa velkomna og lýsti ánægju sinni yfir þessu tækifæri til að ræða „stöðu hj úkrunarkonunnar í heilbrigðis- þjónustu“ nú og í framtíð og hve þýðingarmikið væri að hafa kynni af störfum stéttarinnar sem víðast. Von- aðist hún til að þessi fundur mætti auka vitneskju okkar um þau efni og stuðla að góðri samvinnu þjóða í milli. Nadejda Grigorieva formaður hjúkrunarsambands Austur-Evrópu- landanna lagði áherslu á að vel væri viðeigandi að á alþjóðlegu kvennaári hittust hjúkrunarkonur um allan heim og treystu samvinnu sína. Kon- ur ættu að vera stoltar af störfum sinum og hlutverki, því þjóð án kvenna vœri sama sem land án sólar. Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra, flutti kveðjur frá finnsku stjórninni með ósk um velfarnað í hinum þýð- ingarmiklu störfum hjúkrunarkvenna í jtjónustu mannkyns. Gat hann þess að hjúkrunarstörf hefðu ætíð verið hafin yfir þjóðamörk og væru þýð- ingarmikill hlekkur í tengslum þjóða í milli. Dagskráin hófst kl. 8.30 og teygð- ist mikið fram yfir miðnættið, en finnunum tókst að skipuleggja þetta stórkostlega vel, bæði að nýta tíma og jafnframt halda opnum skilning- arvitum þátttakenda. A milli þess sem fundað var voru farnar kynning- ar- og skoðunarferðir. Einnig var sýning á alls kyns hjúkrunarvörum og tækjum til notkunar á sjúkrahús- um. Þá var og boðið á ballettsýningu í Óperuhúsinu eitt kvöldið. Umræðuefni fundarins var skipt í 3 þætti: Aætlanagerð í hjúkrun. Menntun (sérmenntun og framhalds- nám). Skipulag í hjúkrun (með tilliti til vinnuaðstöðu, kostnaðarhliða og fleira). Framsöguerindi voru flutt um þessi mál og síðan voru mjög líflegar og fróðlegar umræður um hvert efni fyrir sig. Kom þar fram mjög mis- munandi álit á þýðingu einstakra at- riða, bæði eftir þjóðum og jafnvel mismunandi aðstöðu starfshópa í hverju landi. Sem sagt við erum álíka mannleg og misjöfn hvort sem við komum frá stóru eða smáu þjóðfé- lagi. Greinilegt er að uppbygging hjúkrunarnáms og skipulag starfa er í heild mjög svipað á Norðurlönd- um, en hins vegar virðist miklu breytilegra form á þessu í Austur- Evrópulöndum. Gildir þetta sérstak- lega um skiptingu náms frá aðstoð- arfólki til hjúkrunarfræðinga. Mikill hluti hjúkrunarstéttarinnar er jafn- framt að læra til sérstarfa t. d. lækn- isfræði eða annarra sérgreina innan heilbrigðisþjónustunnar. Nám þetta stundar hjúkrunarfólk jafnhliða störfum, oft í kvöldskólum eða bréfa- skólum. Mikill áhugi er á heilsuvernd, ekki síst á vinnustöðum, og gætum við tekið okkur þar margt til fyrirmynd- ar. Sérstaka athygli vöktu upplýsing- ar um barnsburðarfrí sem eru upp í 190 daga og t. d. í Ungverjalandi er hægt að fá frí frá störlum þar til barn er 3ja ára. I stað launa eru þá greidd- ar vissar bætur en atvinnan er til staðar eftir þann tíma. Sama gildir um fjarveru vegna veikinda barna án kaupskerðingar. A fyrsta ári barns TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 117

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.