Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Síða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Síða 39
konur sátum með héraðslækni, Brynleifi Steingrímssyni ásamt nefnd er athugar mál um stofnun heimilishjálpar, en þar inn í hefðum við viljað fella heimilishjúkrun þá með hjúkrunarkonu sem forstöðukonu. Við höfum aflað okkur bæklinga um tryggingamál og gerst áskrifendur að Fréttabréfi um heilbrigðismál okkur til fróðleiks. Á fundi 21. mars 1975 kusum við full- trúa á aðalfund HFI. Lilja Hannibalsdótt- ir var kjörin til fararinnar en til vara Margrét Svane. - Við lýsum yfir ánægju okkar með útdrátt úr fundargerðum HFÍ sem sendar eru deildunum. Ætti það að auðvelda okkur að fylgjast með því sem er að gerast í okkar stétt. 17. apríl 1975 komum við enn saman og flutti Guðjón Sigurkarlsson læknir fróð- leiksmola um berkla og ræddum við þá hluti við liann. Á þessum fundi höfðum við undir höndum teikningu af hinu nýja sjúkrahúsi Suðurlands og varð ]>að til þess að héraðslæknirinn, Brynleifur Steingríms- son, kom kvöldstund og skýrði betur frá teikningunni. Von okkar er að byrlega blási áfram hjá deild okkar og að byrjunarörðugleikar verði sem fyrst yfirstignir. Siiðnriiesjadclld IIFÍ Suðurnesjadeildin var formlega stofnuð 4. júlí 1974. Búsettar á svæði deildarinnar eru 17 hjúkrunarkonur. Fundir hafa verið haldnir einu sinni í mánuði. Á fundunum hafa verið tekin fyr- ir ýmis málefni og höfum við fengið til okkar gesti með fyrirlestra og fræðslu- efni. Aðaláhugamál okkar hingað til hefur verið að komið yrði á fót heilsugæslustöð fyrir Suðurnes og hafa forsvarsmenn bæj- arfélaganna á Suðurnesjum komið á fundi og svarað fyrirspurnum um það mál. Komst góður gangur í það eftir áramót og verður Heilsugæslustöðin opnuð 17. maí. Einnig höfðum við fengið til viðræðna menn úr byggingarnefnd sjúkrahússins. Þar er áætlunin að byggja nýja álmu við það gamla, en framkvæmdir þeirra mála hafa gengið mjög hægt og áformum við að reyna að þrýsta á það mál eða í það niinnsta að halda málinu vakandi. Á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 6. febrúar var ákveðið félagsgjald kr. 500,00 og í sjóði voru þá kr. 10.743,00. F. h. Suðurnesjadeildar HFI Eygló Geirdal. Kcnnaradeild HFÍ Þrír fundir hafa verið haldnir síðastlið- ið starfsár. 5. júlí 1974 kynnti Ingibjörg R. Magn- úsdóttir námstilhögun öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð. Gestur fundarins var Stefán Olafur Jónsson deild- arstjóri í verk- og tæknimenntunardeild menntamálaráðuneytisins. Kynnti hann fyrirhugað náin í Kennaraháskólanum fyr- ir kennara í sérskólum er ekki hafa kenn- arapróf. 6. nóvember 1974 var aðalfundur deild- arinnar haldinn. Borist hafði hréf frá skrifstofu Hjúkr- unarfélagsins þess efnis, að María Péturs- dóttir léti af störfum sem formaður félags- ins en við tæki Ingibjörg Helgadóttir. Voru Maríu þökkuð vel unnin störf í þágu hjúkrunarstéttarinnar. Jafnframt sendu fundarmenn henni kort með kveðjum á, en María dvaldist um þessar mundir í Kanada. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir sagði okkur frá för sinni til Noregs síðastliðið sumar, en þar sótti hún námskeið í klin- iskri kennslu. í lokin bar Guðrún Margrét fram þá tillögu að klinisk kennsla hjúkr- unarnema hér heima yrði tekin til athug- unar og umræðu í deildinni og var það einróma samþykkt. Guðrún Margrét hafði með sér gjöf til deildarinnar er hún kom frá Noregi. Voru það eintök af „Pediologen“-tímariti sem norska kennsludeildin gefur út. Á fundi sínum 12. febrúar 1975 var klinisk kennsla rædd og ýmis gögn þar að lútandi kynnt. Dorote Oddsdóttir kennari í HSI sagði frá hjúkrunarnámi sínu í Bandaríkjunum, en hún hefur „associate degree" frá Kentucky háskóla. Gestur fundarins var Rósfríður Kára- dóttir hjúkrunarkona frá Akureyri. Dvaldi hún eina viku í Hjúkrunarskóla íslands til að kynna sér tilsagnir og próf hjúkrunar- nema á sjúkradeildum. Breyting á stjórn félagsins varð sú, að Rögnvaldur Stefánsson kom inn í vara- stjórn fyrir Guðrúnu Marteinsson er stund- ar hjúkrunarkennaranám við University of Manchester, Englandi. Rögnvaldur stund- aði sitt nám við Helsingfors svenska sjukvárdsinstitut, Finnlandi. Félagar eru 14, aukafélagar 9. F. h. Kennaradeildarinnar, Sigþrúður Ingimundardóttir formaður. Dciltl licilsuvcriular- li j úkr iiiiarkveiina Aðalfundur deildarinnar var haldinn 24. janúar 1974. I stjórn voru kosnar Sigríður Þorvalds- dóttir og Þuríður Aðalsteinsdóttir. Fyrir voru í stjórninni Mary Sigurjónsdóttir og Kristbjörg Þórðardóttir. Stjórnin skipti þannig með sér verkum að Sigríður er formaður, Mary ritari, Þuríður gjaldkeri og Kristbjörg meðstjórnandi. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum deildarinnar. Á fundinum las Sigríður Jakohsdóttir upp drög að starfslýsingu heilsuverndar- hjúkrunarkvenna. Auk aðalfundar voru haldnir tveir fundir í deildinni, hinn fyrri 3. apríl. Þar var rætt um möguleika á framhaldsnámi í heilsuvernd hér á landi. Voru Elín Sigurð- ardóttir, Pálína Sigurjónsdóttir og Sigríð- ur Þorvaldsdóttir kosnar í nefnd til að kanna aðstæður. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Síðari fundurinn var haldinn hinn 23. október. Þar flutti Ragnhildur Ingibergs- dóttir yfirlæknir, erindi um starfsemi Kópavogshælis. Einnig var sýnd kvikmynd um hliðstæða starfsemi erlendis. I ársbyrjun voru félagar deildarinnar 21. Á árinu gengu í deildina þær Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Hanna Kolbrún Jóns- dóttir, Ástríður Tynes, Kolbrún Ágústs- dóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir sem allar hafa lokið prófi frá Statene helse- sösterskole í Oslo. Deildarkonur í árslok voru 26. Fjórar þeirra er gengu í deildina 1974 starfa við Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, en ein, Unnur Gígja, í Vestmanna- eyjum. Sigríður Þorvaldsdótlir. S væf ingarli j úkr miarf clag fslands Á árinu voru haldnir tveir fundir, auk aðalfundar. Aðal áhugamál félagsins er og hefur verið frá stofnun þess að fá ríkis- viðurkennda reglugerð um svæfingarnám hér á landi. Mál þetta hefur einkennt fundi nú í ár sem og fyrr. Á fyrsta fundinum greindi Margrét Jó- hannsdóttir frá viðtali sem hún átti við Ingibjörgu Magnúsdóttur og kom þá fram að HFI yrðu send boð um að hvert sérfé- lag innan HFI tilnefndi 2 félaga til að vinna að málum þessum. Á aðalfundinum 17. febrúar þótti félög- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 133

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.