Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 7
Olga Hákonsen, hjúkrunarfræðingur TÓBAKSVARNIR markvissari leiðir Marktœk tengsl eru á milli tóbaksnotkunnar og tíðni ýmissa alvarlega sjúkdóma og hœgt hefur verið að nkja ótímabœran dauða þúsunda manna beint til tóbaksneyslu. Æskilegt vœri að hjúkrunarfrœðingar auk annarra heilbrigðisstétta beittu sér markvisst fyrir því að hafa áhrif á tóbaksneyslu skjólstœðinga sinna. Ttlgangurinn vœri að koma í veg fyrir að neysla tóbaks hœfist eða þá að aðstoða fólk við að hœttaeiykingum. I þessari grein er bent á leiðir sem hjúkrunarfrœðingar geta nýtt sér til að stuðla að markvissari tóbaksvörnum. Olga Hákonsen lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1970 og B.S. prófi í hjúkrun frá Háskóla íslands árið 1994. Hún stundar nú nám í hjúkrun fíkniefnasjúklinga við University of Maryland í Baltimore í Bandaríkjunum. Inngangur I kjölfar viðamikilla rannsókna undanfarin þrjátfu ár hefur komið í ljós að mjög marktæk tengsl eru á milli tóbaks- neyslu og mengunar af völdum tóbaksreyks á tíðni alvarlegra hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma (Þorsteinn Blöndal,1989; Sigurður Árnason,1988 ). Á Vesturlöndum deyja árlega um ein milljón manns (þar af rúmlega 300 íslendingar) úr sjúkdómum sem rekja má beint til tóbaksneyslu og væri þess vegna hægt að koma í veg fyrir (Campbell,1994; Þorvarður Örnólfsson,1993). A æviferli 3000 ungmenna, sem byrja að reykja innan við tvítugt, hefur því verið spáð að rúmlega 40% þeirra deyi af völdum sjúkdóma er tengjast tóbaksneyslu (Novello,1992). Við aukna þekkingu á skaðsemi tóbaks hefur verulega dregið úr reykingum á Vesturlöndum. Árið 1970 reykti rúmlega helmingur íslendinga 16 ára og eldri, en aldarfjórð- ungi síðar notuðu 28% landsmanna tóbak (Þorvarður Ornólfsson, 1994). Tóbaksneysla er eitthvað breytileg innan mismunandi samfélagshópa en hlutfall þeirra sem aldrei hafa reykt og svo þeirra sem hafa hætt að reykja á undanfömum árum fer stöðugt vaxandi (Swenson,1989). Engu að síður er það áhyggjuefni að enn þá notar tæplega þriðjungur landsmanna tóbak. Að auki kom fram í könnun, sem gerð var á vegum Krabbameinsfélags Reykjavíkur og héraðslæknanna í landinu vorið 1994, að reykingar og neysla á munn- og nef- tóbaki á meðal unglinga 14-16 ára hefur aukist á undanförnum fjórum ámm (Þorvarður Örnólfsson,1994). Fram til þessa hafa heilbrigðisstéttir lítið beitt sér fyrir því að hafa áhrif á tóbaksneyslu skjólstæðinga sinna. Þó er talið að mjög einfaldar aðgerðir gætu dregið töluvert úr reykingum fólks. Kannanir sýna að þegar fólk er spurt um tóbaksneyslu sína em tvisvar til tfu sinnum meiri líkur á að fólk endurskoði hug sinn til neyslunnar og hætti heldur en ef enginn spyrði (American Cancer Society,1992). í rannsókn þar sem venjur og viðhorf íslenskra hjúkrunarfræðinga til tóbaksvama vom kannaðar kom fram að flestum hjúkmnar- fræðingum fannst að þeir ættu að sinna þessum mikilvæga þætti heilsuverndar (Kristín Björnsdóttir, Hanna Kristjáns- dóttir, Hjördís Birgisdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Olga Hákonsen, Ruth Guðbjartsdóttir,1994). Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli hjúkrunarfræðinga, hvar sem þeir starfa innan heilbrigðis- þjónustunnar, á mikilvægi tóbaksvama og benda á auðveldar leiðir til að meta og styðja skjólstæðinga sína við að hætta neyslu. Einnig að benda á leiðir sem hjúkmnarfræðingar geta nýtt sér til að hafa áhrif á samfélagslega þætti sem taldir em hafa áhrif á tóbaksneyslu. Þættir sem hafa áhrif á tóbaksvarnir Ljóst er að mjög margir þættir hafi áhrif á það hvort tóbaksneysla hefst og hvort henni er viðhaldið. Hillhouse (1992) telur að persónulegir-, félagslegir- og umhverfisþættir hafi allir áhrif á tóbaksneyslu. Þessir þættir er samtvinnaðir en mikilvægt er að tillit sé tekið til þeirra allra í tóbaksvömum. Persónulegir þættir tengjast persónuleika einstaklingsins, aldri og þroska hans auk þekkingu á afleiðingum neyslunnar. Félagslegir þættir tengjast áhrifum sem einstaklingurinn verður fyrir frá sínu nánasta umhverfi, fjölskyldu og vinum. Heilbrigðisferli þróast mest í uppvexti einstaklingsins og mest fyrir áhrif þeirra sem umgangast bamið. Umhverfisþættir em annars vegar tengdir þeim lögum, sem sett hafa verið um tóbaksnotkun, og hins vegar þeim venjum og viðhorfum sem ríkja í samfélaginu hverju sinni. Hillhouse (1992) telur að áhrif umhverfisins á einstaklinginn séu ekki síður mikilvæg en áhrif fjölskyldu eða vina á þróun heilbrigðisatferlis. Til að stuðla að markvissum tóbaksvömum er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér skipulögð vinnubrögð. Við almenna upplýsingasöfnum skal spyrja alla skjólstæðinga um tóbaksneyslu og skrá þær upplýsingar á jafnsjálfsagðan hátt og þegar lífsmörk em skráð. Skjólstæðingum, sem ekki nota tóbak, er óskað til hamingju með að hafa valið þann kost (Sarna, Clark, 1994). Bandarísku krabbameinssamtökin hafa lagt til að við tóbaksvarnir sé unnið eftir kerfi sem nátengt er hjúkrunarferlinu og þar er stuðst við fjögur stikkorð: Að spyrja (ask) Að ráðleggja (advise). Að aðstoða (assist) Að fylgja eftir ( arrange). ( American Cancer Society, 1992; Sarna, Clark, 1994). Hjá þeim skjólstæðingum, sem enn nota tóbak, er mikilvægt að leita upplýsinga um hve lengi tóbak hefur verið notað og hvort áhugi sé fyrir hendi eða tilraunir hafi verið gerðar til að hætta neyslu. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.