Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 36
Hvað er að gerast? Fréttir af starfi fag- og svæðisdeilda félagsins í sumar var sent bréf til formanna allra fag- og svœðisdeilda Félags (slenskra hjúkrunarfrœðinga og þeir hvattir til að senda frá sér fréttapistla um starfið að undanförnu og fram undan. Hér í blaðinu birtisl jiað sem borist hefur fram til þessa en von er á frétlum frá fleirum ( nœsta blaði. Norrænn fundur í Reykjavík Frá deild heilsugæslu- h júkrunarf rædinga I apríl sl. var haldinn í Reykjavík starfsfundur norrænna hjúkrunarfræð- inga um samstarf á sviði barnahjúkrunar og heilsugæslu bama. Á fundinn mættu 13 lulltrúar frá fagdeildum barna- hjúkmnarfræðinga, skólahjúkmnar- fræðinga og heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Það var fyrir fjómm árum sem samstarf um hjúkrun barna á Norðurlöndunum hófst og síðan hefur starfið verið í mótun. Fundurinn í Reykjavík var hugsaður sem nokkurs konar áfangafundur sem væri stefnumótandi fyrir áframhaldið. Markvisst var unnið að þvf að móta sameiginlega stefnu um starfsáherslur og unnið að tveggja ára áætlun fyrir samstarfið. Einnig voru lögð drög að næsta vinnufundi sem fyrirhugað er að halda í Svíþjóð að ári. Samkomulag varð um að heiti samstarfsins verði „Nordiska sjuksköterskors samarbete om barn“ (NOSB). Stefnt verður að því að leggja fram sameiginlegar viðmiðanir um starfsmarkmið í hjúkrun bama á Norðurlöndunum og verður fyrsti áfangi þessara markmiða að útfæra rammaáherslur sem síðar verða útfærðar í samræmi við aðstæður og staðla aðildarlandanna. Á fundinum vom mörg áhugaverð málefni kynnt, t.d. kynning á námskeiði fyrir skóla- hjúkrunarfræðinga sem haldið yerður við Nordiska Hálsovárdskolan í Gautaborg þar sem fjallað verður almennt um „folkhálsovetenskap“. Þátttakendur frá Danmörku kynntu verkefni sem nefndist „En god start-tidlig mor/bam indsats“. Og norsku hjúkmnarfræðingarnir komu færandi hendi og gáfu okkur handbók f heilsugæslu barna sem unnið er eftir í Noregi. Gestir okkar heimsóttu nokkra vinnustaði, m.a. skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, bamadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, vökudeild Landspítalans, Heilsugæslustöð Þátttakendur norrœna fundarins. íslensku hjúkrunarfrœðingarnir eru, efri röð f.v.: Dr. Guðrún Kristjánsdóttir (4.) og Halldóra Kristjánsdótlir (6.). Neðri röðf.v.: Dýrleif Kristjánsdóttir (5.) og Anna Eyjólfsdóttir (6.). Miðbæjar og Melaskólann í Reykjavík. Og þakka ég hér með fyrir frábærar móttökur á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum. íslensku tengiliðir þessa samstarfs em Guðrún Kristjánsdóttir fyrir fagdeild barnahjúkrunarfræðinga og Anna Eyjólfsdóttir fyrir fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga. Frá Norðurlöndunum herast mér ýmis blöð og bækur þar sem fjallað er um heilsugæslu bama og barnahjúkmn. Til þess að allir sem þess óska geti haft aðgang að þessu efni mun það koma til með að verða á bókasafni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Sigríðarstofu. Anna Eyjólfsdóltir, formaður Námskeið um dáleiðslu og slökun Frá deild geðhjúkrunarfræðinga A síðasta aðalfundi var settur á laggirnar hópur sem á að fara ofan í saumana á menntunarmálum innan fagsins. Leggja verður áherslu á faglega menntun og kynningu á störfum stéttar- Iðunnar Apótek Domus Medica Egilsgötu 3 slmi 563-1020 innar. Gera þarf eftirsóknarvert að vinna að geðheilbrigðismálum og hlúa sérstak- lega að símenntun og handleiðslu. í undirbúningi er námskeið um dáleiðslu og slökun sem dr. Jakob Jónasson stjórnar. Einnig er í undir- búningi námskeið um hópmeðferð í samvinnu við endurmenntunardeild H.í. og iðjuþjálfafélagið sem stjómað verður af Ken Heap og haldið verður á árinu 1997. Norræn geðhjúkrunarráðstefna verður haldin hér á landi í október 1997 og er verið að vinna að undirbúningi. Stjórn fagdeildarinnar hefur haldið einn fund með formönnum annarra norrænna fagdeilda geðhjúkrunar. Næsti fundur verður nú í september og verður þá ákveðið þema ráðstefnunnar og faglegt innihald. Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur Fagdeildin mun eiga aðild að því að gera 10. októher sýnilegan en það er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Geðhjálp mun standa fyrir göngu og fundi og em félagsmenn hvattir til að mæta sem og að skrifa um geðheil- brigðismál í fjölmiðla. Fagdeildin átti fulltrúa í undir- búningsnefnd um könnun á ofbeldi innan heilbrigðisstétta. Fagdeildin hefur að markmiði að aðstaða geðsjúkra og aðstandenda þeirra verði bætt og stjórn fagdeildarinnar sat fund landlæknis í júlí sl. um málefni geðsjúkra. Þar átti fagdeildin frumkvæði að umræðu um stefnumótun og löggjöf um geðsjúka sem verður kynnt nánar á félagsfundi í haust. Guðbjötg Sveinsdóttir, formaður TÍMARIT HJÚKRUNARKRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.