Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 14
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands íslenskt þjóðfélag, kvennabarátta og ímynd hjúkrunar1 / umliðnum hundrað árum eða svo hefur íslenskt þjóðfélag tekið þvílíkum stakkaskiptum að vart má finna annað vestrænt þjóðfélag sem hefur lireysl jafnmikið á jafnskömmum tíma. Á rúmlega einni öld hefur þjóðfélag okkar breyst úr aldagömlu bændasamfélagi í nútíma iðnaðarsamfélág. Hraðinn á þessum þjóðfélagsbreytingum hefur haft margvfsleg mótandi áhrif á það hvemig íslenskt þjóðfélag er nú. Það sem ef til vill skiptir mestu máli að þessu leyti er að hugmyndir okkar utn okkur sjálf, sem em innifaldar í því sem við köllum „íslensk menning", hafa ekki breyst jafnhratt og félagslegar aðstæður okkar. Með öðmm orðum þá hugsum við að ýmsu leyti mjög svipað og við gerðum fyrir hundrað árum, um okkur sjálf sem íslendinga, um hver séu hlutverk kvenna og karla og þar fram eftir götum, en félagslegt umhverfi okkar og aðstæður allar eru gjörbreyttar. Þetta þýðir m.a. að þó að félagslegar aðstæður kvenna hafi breyst gífurlega frá þvf um síðustu aldamót þá hafa menningar- bundnar hugmyndir um stöðu og hlutverk kvenna lítið breyst. Þó að konur menntuðu sig á nýrri öld og færu út á vinnumark- aðinn áttu þær samt að halda áfram að vera það sem þær vom í gamla bændasamfélaginu, mæður og húsfreyjur. Þar með fóm menningarbundnar hugmyndir um konur og félagslegar aðstæður þeirra ekki lengur saman. Hér er m.ö.o um misgengi að ræða á milli viðtekinna hugmynda um hlutverk kvenna í þjóðfélaginu og þeirra hlutverka sem breytt félagslegt umhverfi krafðist af konum. Kvennabarátta á íslandi hefurfrá upphafi snúist um að leiðrétta þennan misgengisvanda og skapa konum félagslega persónu þar sem hugmyndir um konur og hlutverk þeirra fara saman.2 Þegar saga hjúkmnar á íslandi er skoðuð í þessu samhengi kemur í ljós að hún bæði endurspeglar þetta misgengi og þær hræringar sem því fylgja og jafnframt að hjúkrunarstarfið hefur lagt mótandi skerf til tíðarandans og kvennabaráttunnar. Hjúkrunarnemar ( borðstofu Vífilsslaðaspttala. Fyrra breytingatímabil Þær konur, sem fæddust fyrir og upp úr aldamótunum síðustu, upplifðu gífurlegar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Árið 1901 bjuggu 80,2% þjóðarinnar 1' sveitum en aðeins tæp 20% í ört vaxandi þéttbýliskjörnum við sjávarsíðuna. Tæpum 30 árum sfðar var nærri helmingur sveitafólksins fluttur á mölina, þá bjuggu aðeins 45,4% þjóðarinnar í sveit, en rúm 55% í þéttbýli, þar af fjórðungurinn af þjóðinni, 26%, í Reykjavík. Það er óhætt að kalla þetta þjóðflutninga og þær umfangsmiklu félagslegu breytingar, sem fylgdu í kjölfarið eru vel þekktar (sjá t.d. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur 1994, Guðmund Hálfdánarson og Svan Kristjánsson 1993). Þrátt fyrir þessar miklu félagslegu breytingar þá breyttust hugmyndir tslendinga, bæði kvenna og karla, um konur ekki svo ýkja mikið. Eins og ljóst er af þjóðmálaumræðum frá þessum tíma og stöðu kvenna í samfélaginu á mölinni þá voru konur sem fyrr fyrst og fremst skoðaðar sem mæður og hús- freyjur. Veröld kvenna hafði breyst, en ólíkt körlum sem streymdu f launuð störf á vinnumarkaðnum og voru orðnir fyrirvinnur heimila, þá áttu konur að vera þær sömu og þær höfðu alltaf verið. Fyrir margar konur gekk þetta dæmi ekki upp, þær sáu að f þessu nýja samfélagi þurftu þær önnur réttindi en þær höfðu haft í gamla bændasamfélaginu, þær þurftu að fá að leika fleiri hlutverk til að vera fullgildar félagslegar persónur. Kvenna- barátta aldamótaáranna snerist um það að útvega konum ný réttindi, réttindi sem karlar höfðu einir haft áður og þá bara sumir karlar. Þessi réttindi voru kosningaréttur og kjörgengi og rétturinn til menntunar. Það er hins vegar eftirtektarvert að baráttukonurnar sjálfar, sem voru að reyna að laga stöðu kvenna að hinu nýja samfélagi, notuðu samt sem áður gömlu hugmyndirnar um konur sem mæður og húsfreyjur í baráttu sinni. Þannig skrifar Brfet Bjarnhéðinsdóttir í Kvennablaðið árið 1907: „Þjóðfélagið þarfnast hvarvetna hinnar nákvœmu, ástríku móðurumhyggju kvennanna. Hvar sem litið er œttu þœr að vera með. Bœði sem kjósendur og löggjafar, allstaðar þar sem rœða skal um unga og gamla, fátœka, bágstadda og sjúka, allstaðar þar sem menning og siðgœði þurfa talsmenn - þar eru konurnar sjálfsagðar. “ Gömlu menningarbundnu hugmyndimar um konur sem umhyggjusamar og siðsamar mæður og húsfreyjur voru m.ö.o. svo fastar í sessi að meira að segja baráttukonunum sjálfum datt ekki í hug að setja spurningarmerki við þær. En baráttan náði markmiðum sínum ef til vill vegna þess að hún höfðaði til viðurkenndra hugmynda um konur og ógnaði því ekki gildum íslenskrar menningar. Um leið festi hún enn frekar í sessi þessar hefðbundnu hugmyndir um konur og fann þeim stað í hinu nýja umhverfi á mölinni. TfMARIT IIJÚKRUNARFRÆDINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.