Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 15
Saga hjúkrunar á íslandi er nátengd þessari breytinga- sögu. I bændasamfélaginu fór hjúkrun fram á heimilum aí ófaglærðum konum. Með þéttbýlinu koma sjúkrastofnanir og þá jafnframt kröfur um faglærðar hjúkrunarkonur - hjúkrunar- konur því hjúkrun hafði frá aldaöðli verið á starfssviði kvenna. Því þótti sjálfssagt að það væru konur en ekki karlar sem sinntu þessu starfi. Hjúkrunarstarfið var menningarhelgað kvennastarf. Arið 1881 skrifar Jón Hjaltalín, landlæknir, að kvenfólk væri betur „lagað fyrir hjúkrun, en karlmenn” (Marfa Pétursdóttir, 1969:82). Og Steingrímur Matthíasson, héraðslæknir, skrifar árið 1923: „... þœr gáfur (sem hjúkrun útheimtir) eru oftar meðfœddar kouum en körlum, því að lijúkrun sjúkra er í eðli síríu náskyld þeirri umhyggju, sem móðir sýnir barni sínu. Þess vegna er hjúkrunarstaifið betur komið í höndum kvenna en karla ... Hjúkrunarmenn geta sjaldan jafnast á við góðar lijúkrunar- konur“ (Steingímur Matthíasson, 1923:10) Hér er Steingrímur í raun að færa rök fyrir því að það sé allt í lagi að konur fari út af heimilinu og starfi á opinberum stofnunum eins og sjúkrahúsum því starfið sé í raun sama starf og móðurstarfið, menningarhelgað aðalstarf kvenna. Það braut því ekki í bága við ríkjandi menningarbundnar hugmyndir að konur gerðust hjúkrunarkonur. Þvert á móti þá var hjúkrunar- starfið nokkurs konar upphafið móðurstarf. Og enn vitna ég í Steingrím: „Sjúklinga verður oft að umgangast eins og kenjótt börn. Þess vegna ríður hjúkrunarkonunni á að breyta gagnvart þeim eins og góðri móður eða eldri systur sœmir. Jafnframt þessu verður hún að kappkosta að halda virðingu sinni gagnvart sjúklingunum, vera gœtin og ákveðin og láta ekki of mikið eftir þeim nje gerast hlýðin ambátt þeirra í öllu. Hitt er nauðsyn- legra, að sjúklingarnir verði henni auðsveipir fyrir það, að þeir hafi mœtur á henni og virði liana sem húsmóður og systur. “ (Sama rit:12) Hjúkrunarnemar með börn af barnadeildinni á Vifilsstöðum. Þessi lýsing getur allt eins átt við móður- og húsmóður- hlutverkið eins og hjúkrunarstarfið, á þessu tvennu er ekki mikill munur. Og konur, komnar úr sveitinni og á mölina mótmæltu þessu ekki, heldur þvert á móti sáu þær sér leik á borði. Þarna opnaðist þeim starfsvettvangur utan veggja heimilisins sem nú var ekki lengur hluti af atvinnulífinu eins og það hafði verið í bændasamfélaginu. Og þær voru ekki að tvínóna heldur tóku hjúkrunarmálin í sínar hendur. Það er eins með hjúkrunina og kvennabaráttuna, það voru konur sem börðust fyrir menntun og réttindum hjúkrunarkvenna og ráku áróður fyrir eflingu hjúkrunarmála hér á landi (sjá Maríu Pétursdóttur 1969). Baráttan fyrir eílingu hjúkrunar og kvennabaráttan á þessum árum eru því samstiga. Hvoru tveggja er haldið uppi af konum, livoru tveggja byggir á sömu hugmyndunum, hugmynd- um sem vísa lil eðlis kvenna sem umönnunaraðila, og hvoru tveggja nær markmiðum sínum ef til vill vegna þess að hvorugt gekk gegn hefðbundnum hugmyndum íslenskrar menningar um konur. Og þær hugmyndir um hjúkrunarstarfið, sem haldið var á lofti, höfðu þau áhrif að festa hefðbundnar hugmyndir um konur sem mæður og húsmæður enn frekar í sessi. Þannig hafði hjúkrun áhrif á tíðarandann. Konur voru menntaðar í hjúkrun og voru komnar út á vinnumarkaðinn, í sjúkrahúsin sem voru opinberar stofnanir, en menntunin og starfið var aðeins ný útgáfa af menningarhelguðu aðalstarfi kvenna, því að vera móðir og húsmóðir. Konur höfðu ekki áhyggjur af þessu á þessum tíma. Þær höfðu fengið kosningarétt og kjörgengi og réttinn til menntunar til jafns á við karla og töldu sig því fullgilda þátttakendur í hinu nýja samfélagi á mölinni. Næstu áratugina sýna konur það í verki með ýmsum hætti, mennta sig, fara út á vinnumarkaðinn og stunda félagastarfssemi ýmiss konar. Mest af því sem konur voru að gera fór hins vegar fram í kyrrþey og konur voru lítt sýnilegar á opinberum vettvangi, afar fáar í opinberum embættum eða sem kjörnir fulltrúar. En þó að menningar- bundnar hugmyndir um hlutverk kvenna breyttust lítið hélt þjóðfélagið áfram að breytast og þróast í áttina að því þjóðfélagi sem við þekkjum nú. Síðara breytingatímabil Heimsstyrjöldin sfðari reyndist það afl sem, eftir nokkra kyrrstöðu í kreppunni, kynti aftur bál félagslegra breytinga á íslandi. Herlið tók hér land og það þurfti vistir og þjónustu. Verklegar framkvæmdir stórjukust og framleiðsluatvinnu- vegirnir blómstruðu. Hinn stríðshrjáði heimur þurfti meir en nokkru sinni á matvælaframleiðslu okkar að halda og stór- hækkað verð fékkst fyrir fiskinn. Hagvöxtur var óstöðugur en gríðarlegur í stríðinu og á árunum eftir stríð. Vinnumarkaður- inn kallaði á aukið vinnuafl, einkum í þjónustugreinum, og konur byrjuðu að streyma út á vinnumarkaðinn. Ný húsnæðis- löggjöf, upp úr 1960, sem gerði ungu fólki auðveldara en áður að eignast eigið húsnæði, ýtti giftum konum út á vinnumarkað- inn til að vinna fyrir húsnæði. Og ný getnaðarvörn, pillan, sem kom á markað um sama leyti gerði giftu konunum auðveldara að fara út af heimilinu þar sem þær gátu nú betur skipulagt barneignir sínar. Árið 1963 voru 36,6% giftra kvenna úti á vinnumarkaðn- um, en sjö árum síðar, 1970, voru 52,4% giftra kvenna komnar út á vinnumarkaðinn. Konur sóttu einnig í auknum mæli í hvers konar starfsgreina- og framhaldsnám, og sífellt fleiri áttu kost á að dvelja um tíma erlendis, oft með mönnum sínum sem voru í framhaldsnámi, kynntust þar nýjum hugmyndum um menn og þjóðfélag og fluttu með sér heim. Heimsstyrjöldin síðari markar þannig upphaf nýrrar skriðu félagslegra breytinga sem gjörbreytti enn á ný aðstæðum kvenna á íslandi. En þrátt fyrir þessar miklu breytingar í lífi sffellt fleiri kvenna voru gömlu hugmyndirnar um konur enn ríkjgndi. Enginn dró í efa að aðalstarf hverrar konu væri að vera móðir og húsmóðir, enda hafði enginn mótmælt því. Þetta endurspegl- aðist í lágum launum kvenna út á vinnumarkaðnum, launa- vinna þeirra var álitin aukavinna, en hvorki aðalstarf né fyrirvinnustarf. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.