Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 16
Enn má lesa við- brögð kvenna við þessu misgengi milli félagslegra breytinga og óbreytanlegra hugmynda um konur út úr kvennabar- áttunni. Árið 1970 geysast Rauðsokkur af stað. Þær voru flestar útivinnandi, giftar og skólagengnar mæður og á þessum hópi brann misgengið heitast. Rauðsokkur drógu í efa að hægt væri að skilgreina konur fyrst og fremst sem mæður og hús- mæður, konur voru úti á vinnumarkaðnum, menntun þeiira hafði stóraukist og í raun væri ekkert sem hamlaði þvf að konur gætu gert allt það sama og karlar. Réttur kvenna til launavinnu á sömu forsendum og fyrir sama kaup og karlar var því lykil- atriði fyrir Rauðsokkur. Þessi áhersla birtist afar skýrt á kvennafrídaginn 1975, þegar konur lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi hennar, og hún birtist í jafnréttis- lögunum sem sett vorul976 og sem fjalla nánast eingöngu um vinnu. Hún birtist einnig í kjöri Vigdísar Finnabogadóttur til forseta 1980, sem sýndi að konur gætu engu síður en karlar gegnl þessu æðsta embætti lýðveldisins. En konur riðu ekki feitum liesti frá þessari orrustu. Markaðurinn brást þannig við stórsókn kvenna út á vinnu- markaðinn að aukið framboð á vinnu leiddi af sér verðfall á vinnunni. Þar sem áður höfðu dugað ein laun til framfærslu fjölskyldu þurfti nú víða tvenn, konur urðu margar að vinna úti af íjárhagslegri nauðsyn livort sem þær vildu það eða ekki. Árið 1979 eru 77,5% íslenskra kvenna á vinnumarkaði. En þrátt fyrir stóraukna launavinnu voru heimilis- og umönnunarstörfin enn á herðum kvenna. Samkvæmt könnun jafnréttisnefndar Reykjavíkur frá árinu 1980 unnu giftar útivinnandi konur að jafnaði 33 stundir á viku við heimilisstörf á meðan kvæntir karlar unnu 7 stundir á viku heima hjá sér. Rétturinn til launavinnu var orðinn að skyldu, konur urðu að vinna úti bæði vegna launanna og til þess að vera ekki „bara húsmæður“ sem þótti ekki par fínt á uppgangstíma Rauðsokkahreyfingarinnar. Þetta gerist án þess að staða þeirra inn á heimilinu breytist. Það sem Guðbergur Bergsson, rithöfundur, skilgreindi ágætlega sem „frelsi frystihúsanna“ virtist fela í sér meira ófrelsi en frelsi, meiri skyldur en réttindi. Enn reyna konur að fóta sig á misgenginu og aftur getum við lesið það út úr kvennabaráttunni hvernig þær reyna að eiga við það. Árið 1982 verða Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri til, og 1983 er Kvennalistinn stofn- aður. Þegar hér var komið sögu hugsuðu konur með sér: það breytir enginn þessu fyrir okkur, við verðum sjálfar að fara í sveitarstjórnir og á þing til að breyta þessu. Utan um þessa grunnhugsun voru framboðin stofnuð. Framboðin lögðu af stað með þá hugmynd að reynsluheimur kvenna og karla væri ekki að öllu leyti sá sami, einfaldlega vegna þess að líf kvenna og karla væri ólíkt. Markmiðið var að koma þessum reynsluheimi inn í stjórnmálin í þeirri von að með því væri hægt að auka skilning á og breyta aðstæðum kvenna. Áhersla á menningar- helgað móðurhlutverkið kvenna sem lykilhlutverk í reynslu- heimi þeirra varð smám saman áberandi í málflutningi framboðanna m.a. vegna þess að það var málflutningur sem allir skildu og í stjórnmálum ríður á gera sig skiljanlegan. En í þessum málflutningi, stundum nefndur mæðrahyggja, endurspeglast aftur hugmyndir gamla bændasamfélagsins um konur. Mæðrahyggja framboðanna festi þessar hugmyndir því aftur í sessi sem frambærilegar kvennabaráttuhugmyndir eftir að Rauðsokkurnar höfðu á áhrifatíma sínum dregið þær í efa. Enn haldast hugmyndir um hjúkrun og hugmyndir í kvennapólitík í hendur. Konur geta gert allt það sama og karlar sögðu Rauðsokkur og það þýddi þá líka að karlar gætu allt það sama og konur, líka orðið hjúkrunarkonur. Þegar fyrsti karlinn sótti um nám í hjúkrun, en það mun hafa verið nokkm áður en Rauðsokkahreyfingin varð til, þá þótti nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um umsókn hans í skólanefnd Hjúrkmnarkvenna- skóla íslands og spyrjast fyrir um það hjá Dönum hvernig gæfist að hafa karla í hjúkmnamámi. Eftir jákvæð svör frá Dönum var umsækjanda veitt skólavist. I kjölfarið var nafni skólans breytt í Hjúkmnarskóla islands og karlar fengu leyfí til að kalla sig hjúkmnarmenn. Skólanefnd leit með öðrum orðum á starfið sem kvennastarf, enda í samræmi við hugmyndir um hjúkrun fram til þessa, og var því óviss hvernig hún ætti að bregðast við umsókn frá karli. (Ásta Snorradóttir, 1992). Þegar kemur fram yfir 1970, fram á Rauðsokkuáratuginn, finnum við hins vegar aðrar áherslur í málefnum hjúkrunar. Þá er farið að leggja áherslu á að laða fleiri karla að starfinu (Sama rit). Það er í takt við kvennabaráttuna á þeim tíma því ef konur gátu orðið sjómenn eða vömbílstjórar þá gátu karlar orðið hjúkrunarkonur - og mikilvægt að sýna fram á það til að sanna að svo væri. Hugmyndir um hjúkmn breytast einnig í átt frá því að skoða hjúkrun sem kvennastarf í átt að því að skoða hjúkrun sem hvert annað starf, og sem starf útheimtir menntun sam- bærilega við önnur virðingarstörf f þjóðfélaginu, ekki sfst störf lækna sem þá vom langflestir karlar og höfðu mun betri laun en hjúkrunarkonur. Árið 1973 er stofnuð námsbraut í hjúkrun við Háskóla lslands, stéttarheitinu er breytt úr „hjúkmnar- kona“ f „hjúkrunarfræðingur“ og inntökuskilyrðum í hjúkmnamám er breytt úr siðferði, hreinlæti, prúðmannlegri framkomu, líkamlegu og andlegu atgrevi o.s.frv. yfír í stúdents- prófsem var ókynbundið, hlutlaust inntökuskilyrði. Með því að leggja þekkingu í stað siðferðilegra og persónulegra eiginleika til grundvallar hjúkmnar er í reynd verið að gera hjúkrunarstarfið ókynbundið og reyna að hefja Frk. Wancke kennirfrk. Magðalenu á kolbogaljósin C Ijósaslofunni. 184 TÍMARIT HJÚKRUNARI'RÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.