Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 16
Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. . LAUSNAMIÐUÐ MEÐFERÐ Lausnamiðuð meðferð er nafn á geðmeðferðarnálgun sem mjög hefur rutt sér til rúms í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessa nálgun á þeim forsendum að hún vœri óvtsindaleg og hæpið vœri að ná árangri með skjólstœðinga eftir tvö til fimm viðtöl. Aðrir hafa talið þessa nálgun vera það ferskasta og raunhœfasta sem fram hefur komið í geðmeðferð (langan tíma. Frekari rannsókna er þörf á árangri af þessari meðferðarnálgun bœði innan geðstofnana og utan. íþessari grein er stiklað á stóru varðandi inntak og ramma hugmyndafrœði lausnamiðaðrar meðferðar. Guðný Anna Arnþórsdóttir lauk B.Sc. próíi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1977, prófi í kennslu- og uppeldisfræðum frá sama skóla 1979 og M.Sc. prófi í geðhjúkrun og stjórnun frá University of Colorado, Health Sciences Center, Denver, Colorado 1995. Hún starfaði á Geðdeid Landspítalan um margra ára skeið en hefur verið hjúkrunaiíramkvæmdastjóri Geðsviðs Sjúkrahúss Reykja- víkur frá 1989. Guðný Anna hefur verið stundakennari við Háskóla íslands nær óslitið frá 1981 og var lektor í geðhjúkrun á árunum 1984 til 1991. Hér verður til umfjöllunar sú tegund geðmeðferðar sem nefnd hefur verið lausnamiðuð meðferð á íslensku, en nefnist Solution Focused Therapy (SFT) á engilsaxnesku. Það ætti öllum að vera skiljanlegt að erfitt er að gera heilli meðferðar- stefnu nokkur vitræn skil í stuttaralegri grein, enda verður þess ekki freistað. Stiklað verður á stóru og fjallað um miðlæg hugtök í meðferðinni, svo og „rammann“ ef svo má að orði komast. Tekið skal fram að höfundur er ekki á neinn hátt að halda fram þessari meðferðarstefnu á kostnað hinna eldri, hefðbundnu nálgana í geðmeðferð. Allar stefnur hafa nokkuð til síns ágætis, eins og vart þarf að taka fram. Hér er til umræðu ein tegund af nálgun en ekki sú eina. Lausnamiðaða meðferðar- stefnan er ekki fremur heilagur sannleikur en annað það sem búið er til af okkur, mannanna börnum.Höfundur þessarar greinar kynntist lausnamiðaðri meðferð af eigin raun í geð- fræðilegu verknámi á Colorado Psychiatric Hospital, sem er hluti af University Hospitals, University of Colorado í Denver, Colorado. Þar var höfundur hluti meðferðarteymis sem sérhæfir sig í þessari tegund meðferðar og naut þar leiðsagnar Dr. Denise C. Webster. Varðandi orðanotkun í þessum pistli skal tekið fram að sjúklingur er jafnan nefndur einstaklingur eða skjólstæðingur og sá er meðhöndlar meðferðaraðili. Viðfang meðferðar er nefnt vandamál, þó slíkt sé í raun í hrópandi ósamræmi við orðaforða lausnamiðuðu meðferðar- innar, þar sem reynt er að sneiða hjá því að velta sér upp úr svokölluðum vandamálum. Þeim verður þó seint afneitað, livað sem öllu líður. Það sem hvetur skjólstæðinga eða aðstandendur þeirra til að leita meðferðar/aðstoðar er jafnan vandamál í þeini skilningi að það er eitthvað sem þeim þykir æskilegt að breyta. í Bandaríkjunum taka allar þær háskólamenntuðu heilbrigðis- stéttir sem starfa á geðdeildum, þ.e. geðlæknar, geðhjúkrunar- fræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar, þátt í framkvæmd þessarar meðferðar. Hún er reyndar ekki einungis stunduð á geðheilbrigðisstofnunum, heldur einnig á einkastofum og heilsugæslustöðvum. Boðið er u|tp á ráðstefnur, námskeið, námsstefnur og sérstaka skóla til að þjálfa meðferðaraðila í þessari nálgun. Úr hvaða jarðvegi er meðferðarstefnan sprottin? Lausnamiðuð meðferð hefur einnig verið kölluð Brief Therapy eða skammtímameðferð. Þess ber þó að geta að skammtímameðferð þarf ekki endilega að vera lausnamiðuð í þeim skilningi sem hér er til umræðu. Lausnamiðaða með- ferðarnálgunin byggir að miklu leyti á aðferðum og hugmynda- fræði bandaríska geðlæknisins Milton Erickson, sem var orðinn goðsögn í lifandi lífi sakir fádæma innsýnar í sálarlíf mann- eskjunnar (Webster, 1990). Hann er meðal annars frægur fyrir dáleiðslumeðferð sína. Aðrir sem þróað hafa þetta meðferðar- form eru Steve deShazer og samstarfsaðilar hans við Fjölskyldumeðferðarstofnunina (The Brief Family Therapy Institute ) í Milvvaukee, svo og ýmsir meðlimir við Geð- heilbrigðisstofnunina (The Mental Health Insitute ) í Palo Alto, Kaliforníu, þar á meðal Jay Haley, Paul Watzlawick, Ernest Rossi og Virginia Satir. Milanóhópurinn svonefndi, með Mara Palazzoli í broddi fylkingar, hefur einnig verið orðaður við lausnamiðaða skammtímameðferð, en ýmsir fræðimenn telja að sá hópur beiti reyndar ekki grundvallaraðferðum lausnamiðuðu meðferðarinnar þrátt fyrir að áhrif Palo Alto hópsins séu óneitanlega fyrirferðarmikil í skrifum þeirra og gerðum (Cade & O'Hanlon, 1993). í Bandaríkjunum hafa ýmsar þjóðfélags- og efnahagslegar aðstæður ýtt undir vinsældir og velgengni lausnamiðaðrar meðferðarstefnu. Bandaríska heilbrigðis- málastofnunin (The Health Management Organization , HMO) hefur haft gífurleg áhrif á þjónustu við þá sem þurfa á geð- meðferð að halda. Sú stofnun og uppbygging heilbrigðis- kerfisins í heild, þar með talið tryggingarfyrirkomulag, kallar ekki aðeins á hagkvæmni í rekstri sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana, heldur einnig hagkvæmni í meðferðinni sjálfri. Þannig liafa þeir sem borga fyrir geðnteðferð (trygginga- félög, fyrirtæki og HMO) farið fram á mælanlegar atferlis- breytingar hjá þeim er þjónustunnar njóta (Webster, 1990). Skammtímameðferð af ýmsum toga hefur verið gagnrýnd, einkum í Evrópu, og hafa menn talið sig skynja sjónhverf- ingarblæ á þessu nýjabrumi Bandaríkjamanna, auk þess sem ýmsum hefur fundist fráhrindandi áðurnefnd hagkvæmniskrafa varðandi meðferðina. Fræðimenn á sviði lausnamiðaðrar TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.