Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 23
Ijós að 27 starfsmenn af 64 (42%) höfðu einkenni frá augum,
nefi, eða lungum. Húðpróf fyrir psyllium fræi var jákvætt hjá
28 starfsmönnum og 18 þeirra höfðu einkenni tengd duftinu.
Eftir að aðstæður á vinnustað voru bættar og dregið úr ryk-
mengun fékk aðeins einn starfsmaður ofnæmi fyrir psyllium
dufti næstu tvö árin (19). Könnunin gaf til kynna að tíðni
ofnæmis fyrir psylliumdufti gæti orðið mjög há ef aðstæður
væru slæmar, og að hún væri bein afleiðing af rykmenguninni.
í nýlegri rannsókn á starfsmönnum lyfjaverksmiðu í
Ástralíu, sem framleiddi hægðalyf, höfðu 7,6% starfsmanna
ofnæmi fyrir psyllium dufti og 15,3% ofnæmi fyrir senna
fræjum (20). Ofnæmið er því ekki eingögu hundið við psyllium
fræ.
Þótt mikil hætta sé á ofnæmi við framleiðslu og pökkun á
hægðalyfjum úr semen psyllii er þó mest skrifað um ofnæmi
lijá hjúkrunarfræðingum sem hafa þann starfa að taka til lyfin
og gefa þau sjúklingum eða gamalmennum (21, 22).
Á árabilinu 1984-1996 hefur ofnæmi fyrir semen psyllii
greinst hjá 6 konum á göngudeild Vífilsstaðaspítala. Þær eru
allar hjúkrunarfræðingar, og þær leituðu til deildarinnar vegna
ofnæmiseinkenna (Tafla I). Fimm þeirra voru starfandi á
hjúkrunarheimilum og ein á geðdeild. Fimm höfðu fundið fyrir
einkennum við að taka til hægðalyf eða gefa þau en einn kom
vegna langvinnra einkenna í öndunarfærum og vegna þess að
ofnæmi fyrir semen psyllii hafði nýlega greinst hjá starfsfélaga
hennar. Við síðari athugun kom í ljós að hún fékk einkenni af
Metamucil, Senekot og Colon care. Hún fékk hósta af þessum
lyfjum, en hinar konurnar fengu greinileg astmaeinkenni.
Húðpróf voru gerð fyrir Metamucil (Testa Ispaghula) hjá fímm
einstaklingum og RAST fyrir ispaghula hjá fjórum og voru þau
jákvæð í öllum tilfellum. Ekki hefur verið prófað fyrir Semen
Senna en tveir hjúkrunarfræðingar töldu sig fá einkenni af
Senekot.
Þótt einkenni, sem koma af því að anda að sér fíngerðu
dufti úr lyfjunum séu yfirleitt ekki alvarlegs eðlis geta þó verið
undantekningar þar á.
Tafla I.
Aldur, einkenni af semen psyllii og niðurstöður ofnœmisrannsókna hjá sex
hjúkrunaifrœðingum með ofnœmi fyrir semen psyllii.
Aldur Einkenni C R A Húðpróf RAST
1. 24 + + + +
2. 48 + + 0 + 3
3. 52 + + + + 2
4. 55 + + + + -
5. 42 0 + + + 2
6. 47 0 + + - 3
C = augneinkenni. R = nefeinkenni. A = astmi. RAST = IgE mótefni ( blóði
fyrir semen psyllii. (Metamucil®). - = ekki gert.
Sjúkrasaga:
Hún hafði starfað sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunar-
heimili í tvö ár. Hún hafði haft dálítil einkenni um bólgur í
nefslímhúð. Dag nokkurn var hún að gefa sjúklingi hægðalyfið
Colon care sem hún hrærði út í vatni. Meðan hún var að hræra
út lyfið lyktaði hún af því og fékk þá smá hnerra en skömmu
síðar heiftarlegt astmakast. Hún hafði ekki haft astma áður.
Sú spurning vaknar hvaða áhrif inntaka þessara lyfja hafi
fyrir þá sem þegar hafa myndað ofnæmi fyrir þeim við að anda
þeim að sér. í sænska læknablaðinu, (Lakartidningen 1981; 78:
2942) er sagt frá því að ung kona er vann á hjúkrunarheimili,
fékk bráðalost eftir að hún hafði tekið inn Vi-Siblin (Testa
ispaghula) kyrni. í framhaldi af þessu atviki voru sex
hjúkrunarfræðingar, með þekkt ofnæmi fyrir psyllium dufti
látnir drekka ispaghula lausn. Þeir fengu allir einkenni frá
nefi, tveir fengu astma, tveir fengu útbrot og þrír einkenni frá
meltingarvegi (23). Inntaka þessara lyfja er því beinlínis
hættuleg þeim sem þegar hafa myndað ofnæmi fyrir þeim.
Heimildir:
1. Corrada OJ, Osmond J, Davies RJ. Asthma and rhinitis after exposure to
glutaraldehyde in endoscopy units. Hum Toxocol 1986; 5: 325-7.
2. Hendrick DJ, Lane DJ. Formalin Asthma in Hospital Staff. BMJ 1975; 1:
607-8.
3. Pickering CAC. Occupational asthma due to methyl methacrylate in an
orthopedic theatre sister. BMJ 86; 292: 1362-3
4. Gambo P, Jáuregui I, Urritia I. Occupational sensitization to
aminopenicillins with oral tolerance to penicillin V. Contact Dermatitis
1995; 32: 48-9
5. Mitzutani H, Ohyangy S, Shimitzu M. Anaphylactic shock related to
occupational handling of Cefotiam dihydrochloride. Clin Exp Dermatol
1994; 19: 449
6. Asai S, Shimoda T, Hara K, Fujiwara K. Occupational asthma caused by
isonicotinic acid hydrazide (INH) inhalation. J Allergy Clin Immunol
1987; 80: 578-82
7. Hayes JP, Newman Taylor AJ. Bronchial asthma in a paediatric nurses
caused by inhaled pancreatic extracts. Br J Ind Med 1991; 48: 355-6
8. Kurup VP,Murali PS, Kelly KJ. Latex Allergy. Immunol Allergy Clin North
America 1995; 15: 45-59.
9. Slater JE. Latex Allergy. J Allergy Clin Immunol 1994; 94: 139-50.
10. Wrangsjö K, Ostermark K, van Hage-Hamsten M. Glove-related skin
symptoms among operating theatre and dental care unit personnel (I).
Interview investigation. Contact Dermatitis 1994; 30: 102-7.
11. Wrangsjö K, Ostermark K, van Hage-Hamsten M. Glove-related skin
symptoms among operating theatre and dental care unit personnel (II).
Clinical examination, tests and laboratory fíndings indicating latex
allergy. Contact Dermatitis 1994; 30: 139-43.
12. Lagier F, Vervloet D, Lhermet I, Poyen D, Charpin I). Prevalence of latex
allergy in operating room nurses. J Allergy Clin Immunol 1992: 90:
319-22.
13. Zaza S, Reeder JM, Charles LE, Jatvis WR. Latex Sensitivity Among
Perioperative Nurses. Aorn Journal 1994; 60: 806-12.
14. Sussman Gl, Beezhold DH. Allergy to latex rubber. Ann Internal Med
1995; 122: 43-6.
15. Davíð Gíslason, Unnur Steina Björnsdóttir. Latexofnæmi-nýtt
heilbrigðisvandamál. Læknablaðið 1996: 82; 576-9.
16. Baur X, Ammon J, Chen Z, Beckmann U, Czuppon AB. Health risk in
hospital through airborn allergens for patients presensitised to latex.
The Lancet 1993; 342: 1148-9.
17. Bernton HS. The allergenicity of psyllium seed. Med Ann DC 70; 39:
313-17.
18. Busse WW, Schoenwetter WF. Asthma from Psyllium in Laxative
Manufacture. Ann Intern Med 1975; 83: 361-2.
19. Göransson K, Michaelson NG. Ispagula powder. An allergen in the work
environment. Scand J Work Environm & Health 1979; 5: 257-61.
20. Marks GB, Salome CM, Woolcock AJ. Asthma and Allergy Associated
with Occupational Exposure to Ispaghula and Senna Products in a
Pharmaceutical Work Force. Am Rev Respir Dis 1991; 144: 1065-69.
21. Gross R. Acute Bronchospasm Associated With Inhalation of Psyllium
Hydrophilic Mucilloid (Letter). JAMA 1979; 241: 1573-4.
22. Machado LM, Olsson G, Stálenheim G, Zetterström O. Dust Exposure
Challenge Test as a Measure of Potential Allergenicity and
Occupational Disease Risk in Handling of Ispaghula Products. Allergy
1983, 38: 141-4.
23. Machado L, Stálenheim G. Respiratory Symptoms in Ispaghula-Allergic
Nurses after Oral Challenge with Ispaghula Suspension. Allergy 1984;
39: 65-8.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996